Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar 5. september 2025 14:32 Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun