Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Árni Sæberg skrifar 5. september 2025 15:24 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Maðurinn var ákærður fyrir gríðarlegan fjölda brota, sem flest voru heimfærð undir ákvæði almennra hegningarlagabrota um stórfelld brot í nánu sambandi. Ákæran taldi upphaflega heilar níu blaðsíður en við meðferð málsins fyrir dómi var fallið frá nokkrum hluta hennar. Meðal annars heilum ákærulið sem varðaði stórfelld brot í nánu sambandi og kynferðisbrot sem áttu að hafa verið framin frá árinu 2015 eða 2016 til 2020 eða 2021, en þau áttu að hafa verið framin á heimili fjölskyldunnar í ótilgreindu landi. Önnur atvik málsins sem ákæran varðar áttu sér stað hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að konan hafi komið hingað til lands í mars í fyrra, en yfirgefið heimilið eftir einnar viku dvöl vegna ætlaðs ofbeldis. Í kjölfarið hafi barnaverndaryfirvöld tekið börnin af manninum og þau færð til móðurinnar síðar í sama mánuði, þar sem þau hafi dvalið síðan. Ítrekað ofbeldi Umfangsmesti ákæruliður málsins varðar fjöldamörg meint brot mannsins gegn fimm börnum hans og konunnar. Hann var sagður hafa ógnað lífi, heilsu og velferð þeirra endurtekið með líkamlegu og andlegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni og hótunum. Honum var til að mynda gefið að sök að hafa endurtekið veist að barnungri dóttur sinni með því að toga í hár hennar, hrinda henni og sparka í hana þannig að hún féll í gólfið. Jafnframt hafi hann sparkað í líkama hennar og höfuð, slegið hana með höndum, skóm og kústskafti. Þá hafi hann lokað hana inni í herbergi og neitað henni um mat og drykk. Einnig hafi maðurinn ráðist að syni sínum tveimur eða þremur dögum eftir að hann kom til landsins. Drengurinn hafi viljað sofa í fangi móður sinnar í rúmi hennar, en vegna þess mun faðirinn hafa slegið hann í andlitið, sparkað í líkama hans og höfuð, kallað hann „hóruson“ eða „hórudreng“. Þá hafi hann lokað drenginn inni í herbergi, skipað honum að sofa þar og skeytt engu um þó drengurinn hefði grátið ákaft langt fram á nótt. Þar að auki var maðurinn ákærður fyrir að áreita dætur sína ítrekað kynferðislega, oftast með því að halda þeim föstum og þrýsta líkama sínum og hörðum getnaðarlim upp að þeim. Í ákærunni er því lýst að einu sinni hafi dóttir hans spurt föður sinn út í hnífa sem hún fann í skúffu í herbergi hans, og hann hafi sagt að hann ætlaði að nota hnífana til að „drepa mömmu hennar“. Þessi sama dóttir hafi síðan einu sinni verið veik og beðið föður sinn um hóstasaft. Þá hafi faðirinn sagt að hann vonaði að hún myndi deyja. Maðurinn er líka ákærður fyrir að banna börnum sínum að borða og drekka og meina þeim að fara úr herbergjum sínum. Ekki kynferðisbrot að leggjast upp í hjá táningsdætrum Meðal þess sem maðurinn var ákærður fyrir var að hafa tvisvar sinnum að nóttu til farið inn í herbergi tveggja dætra sinna, lagst í rúm þar sem þær sváfu og þrýst líkama sínum og hörðum getnaðarlim upp að líkama þeirra. Í dóminum segir að af framburði stúlknanna fyrir dómi þætti sannað að maðurinn hefði lagst upp í rúm til þeirra að nóttu til. Hvorug þeirra hefði hins vegar borið um að hann hefði þuklað á líkama þeirra eða þær hefði fundið fyrir stinnum getnaðarlim hans. „Óháð því hvort eðlilegt geti talist að faðir leggist upp í rúm að næturlagi hjá tveimur dætrum sínum á táningsaldri liggur ekkert haldbært fyrir um að ákærði hafi greint sinn áreitt B og C í kynferðislegum tilgangi og ber því að sýkna hann af þeirri háttsemi sem hann er borinn í B.II.9.“ Aftur á móti segir að maðurinn teljist sannur að sök um að hafa í nokkur skipti áreitt aðra dótturina kynferðislega, eftir að móðirin hvarf af heimilinu, með því að hafa tekið utan um hana, haldið henni fastri, þrýst líkama sínum og stinnum getnaðarlim upp að henni og skeytt því engu þótt hún bæði hann að sleppa henni. Einkar svívirðileg brot Niðurstaða dómsins var að sakfella manninn fyrir meiri hluta þeirra brota sem hann var ákærður fyrir gagnvart fjölskyldu hans. Hann var þó sýknaður að hluta, meðal annars fyrir hótunarbrot. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brot hans teldust brot í nánu sambandi og ákvæði hegningarlaga um slík brot tæmdi því sök gagnvart öðrum tilgreindum ákvæðum í ákærunni. Þó þannig að kynferðisbrot hans gagnvart dótturinni varðaði einnig ákvæði hegningarlaga um kynferðislega áreitni gagnvart barni. Viðurlög við báðum brotum varðar allt að sex ára fangelsi. Í kafla dómsins varðandi ákvörðun refsingar segir að brot þau sem maðurinn var sakfelldur fyrir hafi verið einkar svívirðileg. „Frá 8. mars 2024 hélt ákærði eiginkonu sinni og börnum í heljargreipum og bjuggu þau við viðvarandi ógnar-og óttaástand sem ekki lauk fyrr en ákærði var hnepptur í gæsluvarðhald 15. mars 2025.“ Með hliðsjón af alvarleika þeirra brota sem maðurinn var sakfelldur fyrir og stóðu yfir í rúmt ár, sem og að gættum tilteknum refsiákvörðunarákvæðum hegningarlaga, þyki refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Sýknaður af brotum gegn leigjanda Maðurinn var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni og hótanir, en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og hótanir, með því að hafa á heimili sínu að á tímabilinu frá mánudeginum 8. apríl 2024 til fimmtudagsins 18. apríl 2024, ítrekað faðmað, snert og kysst konu, sem leigði herbergi hjá honnum og ýmist skeytt því engu þegar hún bað hann að láta af háttseminni eða brugðist reiður við og sagt við hana að hún væri slæm kona og í tvígang hótað að skera hana, þar á meðal að hann myndi skera kynfæri hennar. Í niðurstöðu dómsons segir að af framburði konunnar velkist dómurinn ekki í vafa um að maðurinn hafi, síðustu dagana áður en konan hvarf af heimili hans, haft óþægilega og yfirþyrmandi nærveru og jafnvel gerst nærgöngull við hana. Óháð því og gegn eindreginni sakarneitun mannsins og í ljósi ósannfærandi framburðar konunnar um meint kynferðisbrot og hótanir af hans hálfu, þyki slíkur vafi leika á sekt mannsins að sýkna beri hann af þeirri sem hann var borinn í ákæru. Tæpar tíu milljónir í bætur Maðurinn var sem áður segir dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir brot gegn fjölskyldu sinni. Honum var einnig gert að greiða eiginkonunni fjórar milljónir króna í miskabætur og börnunum bætur á bilinu 750 þúsund til tveggja milljóna króna. Alls 9,75 milljónir króna. Bótakröfu konunnar sem leigði hjá manninum var vísað frá dómi vegna sýknu mannsins af brotum í hennar garð. Þá var með vísan til málsúrslita talið að rétt að dæma manninn til greiðslu helmings málsvarnarlauna verjanda síns og helming þóknunar réttargæslumanns fjölskyldu hans. Þóknun réttargæslumanns leigjandans greiðist úr ríkissjóði. Þá greiði maðurinn 1,4 milljóna króna útlagðan kostnað ákæruvaldsins og 460 þúsund króna aksturskostnað verjanda síns. Samanlagt greiðir maðurinn því sakarkostnað upp á 8,3 milljónir króna. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir gríðarlegan fjölda brota, sem flest voru heimfærð undir ákvæði almennra hegningarlagabrota um stórfelld brot í nánu sambandi. Ákæran taldi upphaflega heilar níu blaðsíður en við meðferð málsins fyrir dómi var fallið frá nokkrum hluta hennar. Meðal annars heilum ákærulið sem varðaði stórfelld brot í nánu sambandi og kynferðisbrot sem áttu að hafa verið framin frá árinu 2015 eða 2016 til 2020 eða 2021, en þau áttu að hafa verið framin á heimili fjölskyldunnar í ótilgreindu landi. Önnur atvik málsins sem ákæran varðar áttu sér stað hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að konan hafi komið hingað til lands í mars í fyrra, en yfirgefið heimilið eftir einnar viku dvöl vegna ætlaðs ofbeldis. Í kjölfarið hafi barnaverndaryfirvöld tekið börnin af manninum og þau færð til móðurinnar síðar í sama mánuði, þar sem þau hafi dvalið síðan. Ítrekað ofbeldi Umfangsmesti ákæruliður málsins varðar fjöldamörg meint brot mannsins gegn fimm börnum hans og konunnar. Hann var sagður hafa ógnað lífi, heilsu og velferð þeirra endurtekið með líkamlegu og andlegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni og hótunum. Honum var til að mynda gefið að sök að hafa endurtekið veist að barnungri dóttur sinni með því að toga í hár hennar, hrinda henni og sparka í hana þannig að hún féll í gólfið. Jafnframt hafi hann sparkað í líkama hennar og höfuð, slegið hana með höndum, skóm og kústskafti. Þá hafi hann lokað hana inni í herbergi og neitað henni um mat og drykk. Einnig hafi maðurinn ráðist að syni sínum tveimur eða þremur dögum eftir að hann kom til landsins. Drengurinn hafi viljað sofa í fangi móður sinnar í rúmi hennar, en vegna þess mun faðirinn hafa slegið hann í andlitið, sparkað í líkama hans og höfuð, kallað hann „hóruson“ eða „hórudreng“. Þá hafi hann lokað drenginn inni í herbergi, skipað honum að sofa þar og skeytt engu um þó drengurinn hefði grátið ákaft langt fram á nótt. Þar að auki var maðurinn ákærður fyrir að áreita dætur sína ítrekað kynferðislega, oftast með því að halda þeim föstum og þrýsta líkama sínum og hörðum getnaðarlim upp að þeim. Í ákærunni er því lýst að einu sinni hafi dóttir hans spurt föður sinn út í hnífa sem hún fann í skúffu í herbergi hans, og hann hafi sagt að hann ætlaði að nota hnífana til að „drepa mömmu hennar“. Þessi sama dóttir hafi síðan einu sinni verið veik og beðið föður sinn um hóstasaft. Þá hafi faðirinn sagt að hann vonaði að hún myndi deyja. Maðurinn er líka ákærður fyrir að banna börnum sínum að borða og drekka og meina þeim að fara úr herbergjum sínum. Ekki kynferðisbrot að leggjast upp í hjá táningsdætrum Meðal þess sem maðurinn var ákærður fyrir var að hafa tvisvar sinnum að nóttu til farið inn í herbergi tveggja dætra sinna, lagst í rúm þar sem þær sváfu og þrýst líkama sínum og hörðum getnaðarlim upp að líkama þeirra. Í dóminum segir að af framburði stúlknanna fyrir dómi þætti sannað að maðurinn hefði lagst upp í rúm til þeirra að nóttu til. Hvorug þeirra hefði hins vegar borið um að hann hefði þuklað á líkama þeirra eða þær hefði fundið fyrir stinnum getnaðarlim hans. „Óháð því hvort eðlilegt geti talist að faðir leggist upp í rúm að næturlagi hjá tveimur dætrum sínum á táningsaldri liggur ekkert haldbært fyrir um að ákærði hafi greint sinn áreitt B og C í kynferðislegum tilgangi og ber því að sýkna hann af þeirri háttsemi sem hann er borinn í B.II.9.“ Aftur á móti segir að maðurinn teljist sannur að sök um að hafa í nokkur skipti áreitt aðra dótturina kynferðislega, eftir að móðirin hvarf af heimilinu, með því að hafa tekið utan um hana, haldið henni fastri, þrýst líkama sínum og stinnum getnaðarlim upp að henni og skeytt því engu þótt hún bæði hann að sleppa henni. Einkar svívirðileg brot Niðurstaða dómsins var að sakfella manninn fyrir meiri hluta þeirra brota sem hann var ákærður fyrir gagnvart fjölskyldu hans. Hann var þó sýknaður að hluta, meðal annars fyrir hótunarbrot. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brot hans teldust brot í nánu sambandi og ákvæði hegningarlaga um slík brot tæmdi því sök gagnvart öðrum tilgreindum ákvæðum í ákærunni. Þó þannig að kynferðisbrot hans gagnvart dótturinni varðaði einnig ákvæði hegningarlaga um kynferðislega áreitni gagnvart barni. Viðurlög við báðum brotum varðar allt að sex ára fangelsi. Í kafla dómsins varðandi ákvörðun refsingar segir að brot þau sem maðurinn var sakfelldur fyrir hafi verið einkar svívirðileg. „Frá 8. mars 2024 hélt ákærði eiginkonu sinni og börnum í heljargreipum og bjuggu þau við viðvarandi ógnar-og óttaástand sem ekki lauk fyrr en ákærði var hnepptur í gæsluvarðhald 15. mars 2025.“ Með hliðsjón af alvarleika þeirra brota sem maðurinn var sakfelldur fyrir og stóðu yfir í rúmt ár, sem og að gættum tilteknum refsiákvörðunarákvæðum hegningarlaga, þyki refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Sýknaður af brotum gegn leigjanda Maðurinn var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni og hótanir, en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og hótanir, með því að hafa á heimili sínu að á tímabilinu frá mánudeginum 8. apríl 2024 til fimmtudagsins 18. apríl 2024, ítrekað faðmað, snert og kysst konu, sem leigði herbergi hjá honnum og ýmist skeytt því engu þegar hún bað hann að láta af háttseminni eða brugðist reiður við og sagt við hana að hún væri slæm kona og í tvígang hótað að skera hana, þar á meðal að hann myndi skera kynfæri hennar. Í niðurstöðu dómsons segir að af framburði konunnar velkist dómurinn ekki í vafa um að maðurinn hafi, síðustu dagana áður en konan hvarf af heimili hans, haft óþægilega og yfirþyrmandi nærveru og jafnvel gerst nærgöngull við hana. Óháð því og gegn eindreginni sakarneitun mannsins og í ljósi ósannfærandi framburðar konunnar um meint kynferðisbrot og hótanir af hans hálfu, þyki slíkur vafi leika á sekt mannsins að sýkna beri hann af þeirri sem hann var borinn í ákæru. Tæpar tíu milljónir í bætur Maðurinn var sem áður segir dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir brot gegn fjölskyldu sinni. Honum var einnig gert að greiða eiginkonunni fjórar milljónir króna í miskabætur og börnunum bætur á bilinu 750 þúsund til tveggja milljóna króna. Alls 9,75 milljónir króna. Bótakröfu konunnar sem leigði hjá manninum var vísað frá dómi vegna sýknu mannsins af brotum í hennar garð. Þá var með vísan til málsúrslita talið að rétt að dæma manninn til greiðslu helmings málsvarnarlauna verjanda síns og helming þóknunar réttargæslumanns fjölskyldu hans. Þóknun réttargæslumanns leigjandans greiðist úr ríkissjóði. Þá greiði maðurinn 1,4 milljóna króna útlagðan kostnað ákæruvaldsins og 460 þúsund króna aksturskostnað verjanda síns. Samanlagt greiðir maðurinn því sakarkostnað upp á 8,3 milljónir króna.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira