Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 5. september 2025 16:01 Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun