Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2025 23:02 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Anton Brink Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Á rúmu ári hafa íbúar á Austurlandi lent í röð áfalla. Í júní á síðasta ári lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi og faðir þess fórst af slysförum tveimur mánuðum síðar. Sama ár létust tveir ungir karlmenn sviplega undir lok sumars og í ágúst það sama ár var einnig framið tvöfalt morð. Undir lok síðasta mánaðar féll svo ung kona búsett á Fáskrúðsfirði fyrir eigin hendi og hefur það áfall rifið upp gömul sár. Hafa bætt í teymið Heilbrigðisráðherra segir geðheilsuteymi starfrækt um land allt sem mönnuð eru eftir þörf. Bætt hefur verið í teymið á Austurlandi síðustu misseri. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og í ljósi þessara áfalla á Austfjörðum erum við með til skoðunar hvort það þurfi að efla teymið enn betur,“ segir Alma. Ráðuneytið ásamt Embætti landlæknis hafi unnið aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum, sem nú liggi fyrir. „Þar er til dæmis verið að leggja áherslu á þessa lágþröskuldaþjónustu. Það er verið að leggja áherslu á fræðslu til þeirra lykilaðila sem að málum koma og það á að samræma og innliða mat á sjálfsvígsáhættu sem er auðvitað ótrúlega mikilvægt,“ segir Alma. Rannsaka öll sjálfsvíg Rannsaka eigi sjálfsvíg afturvirkt til ársins 2000, greina hvert fyrir sig og komast að því hvort gera hafi mátt betur, en það verklag verður notað í framtíðinni. „Hvert sjálfsvíg er dýrkeypt og einu of mikið. Við viljum gera allt sem hægt er til að beita forvörnum og þess vegna er þessi aðgerðaáætlun svo mikilvæg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira