Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Ryan Keeping ætlar að setja heimsmet og stefnir á að hlaupa hringinn í kringum landið á innan við fimmtán dögum. Vísir/Lýður Valberg Ungur maður frá Kanada er kominn hingað til lands til að setja heimsmet. Hann leggur af stað frá Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgun og ætlar að hlaupa hringinn í kringum landið. „Ég ætla að slá þetta met eða liggja dauður ella. Og þegar ég segi það þá meina ég það. 1.390 kílómetrar, allur hringvegurinn, hringinn um allt Ísland hraðar en nokkur maður hefur gert það.“ Þetta segir Ryan Keeping, 27 ára Kanadamaður, sem ætlar að hlaupa alla 1381 kílómetra hringvegarins á skemmstum tíma allra frá upphafi. Hans stærsta afrek til þessa sem hlaupari var þegar hann hljóp 7.342 kílómetra þvert yfir Kanada á 99 dögum. Nú leggur hann land undir fót á sunnudaginn. „Þvílíkt líf“ „Eftir Kanada leitaði ég að næsta verkefni. Þetta verður fyrsta heimsmetið mitt. Ég stefni að því að fara á innan við 16 dögum og 10 tímum. Og mér hefur alltaf þótt Ísland svo flott. Ég hef séð það í kvikmyndum og það er fallegt landslag svo mig langaði til að gera þetta. Ég ætla að slá metið um nokkra daga svo markmiðið er 110 kílómetrar á dag,“ sagði kappinn. Hann segist vera spenntur að kynnast Íslendingum og hvetur fólk til að heilsa sér og jafnvel hlaupa með sér ef svo ber undir. „Ég kom hingað og hitti allt þetta fólk. Ef ég væri ekki hlaupari hefði ég sennilega aldrei hitt þetta fólk. Þvílíkt líf. Ég eltist við ástríðu mína og vonandi gengur þetta allt upp.“ Hleypur sextán til átján tíma á dag Dagarnir fram undan verði nokkuð einsleitir. „Þegar ég er ekki að hlaupa verð ég að borða eða sofa. Ég mun hlaupa í sextán til átján tíma á dag eftir þjóðveginum. Á vissan hátt er þetta það leiðinlegasta sem maður gerir. En ég elska það. Mér leiðist að bíða. Þjálfunin er búin, allt er tilbúið. Ég vildi að það væri sunnudagur og ég gæti byrjað að hlaupa.“ Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka stutt hlaup með kappanum til að sjá hraða hans miðað við mann sem eru iðulega best geymdur við skrifborðið. En spretthlaupið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hlaup Íslandsvinir Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira
„Ég ætla að slá þetta met eða liggja dauður ella. Og þegar ég segi það þá meina ég það. 1.390 kílómetrar, allur hringvegurinn, hringinn um allt Ísland hraðar en nokkur maður hefur gert það.“ Þetta segir Ryan Keeping, 27 ára Kanadamaður, sem ætlar að hlaupa alla 1381 kílómetra hringvegarins á skemmstum tíma allra frá upphafi. Hans stærsta afrek til þessa sem hlaupari var þegar hann hljóp 7.342 kílómetra þvert yfir Kanada á 99 dögum. Nú leggur hann land undir fót á sunnudaginn. „Þvílíkt líf“ „Eftir Kanada leitaði ég að næsta verkefni. Þetta verður fyrsta heimsmetið mitt. Ég stefni að því að fara á innan við 16 dögum og 10 tímum. Og mér hefur alltaf þótt Ísland svo flott. Ég hef séð það í kvikmyndum og það er fallegt landslag svo mig langaði til að gera þetta. Ég ætla að slá metið um nokkra daga svo markmiðið er 110 kílómetrar á dag,“ sagði kappinn. Hann segist vera spenntur að kynnast Íslendingum og hvetur fólk til að heilsa sér og jafnvel hlaupa með sér ef svo ber undir. „Ég kom hingað og hitti allt þetta fólk. Ef ég væri ekki hlaupari hefði ég sennilega aldrei hitt þetta fólk. Þvílíkt líf. Ég eltist við ástríðu mína og vonandi gengur þetta allt upp.“ Hleypur sextán til átján tíma á dag Dagarnir fram undan verði nokkuð einsleitir. „Þegar ég er ekki að hlaupa verð ég að borða eða sofa. Ég mun hlaupa í sextán til átján tíma á dag eftir þjóðveginum. Á vissan hátt er þetta það leiðinlegasta sem maður gerir. En ég elska það. Mér leiðist að bíða. Þjálfunin er búin, allt er tilbúið. Ég vildi að það væri sunnudagur og ég gæti byrjað að hlaupa.“ Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka stutt hlaup með kappanum til að sjá hraða hans miðað við mann sem eru iðulega best geymdur við skrifborðið. En spretthlaupið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Hlaup Íslandsvinir Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Sjá meira