Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 13:38 Mótmæli fara fram um allt land í dag. vísir/anton Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“ Palestína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“
Palestína Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira