Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 12:06 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. sýn Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir. Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“ Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“
Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira