Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 12:06 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. sýn Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir. Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“ Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“
Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira