Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar 6. september 2025 14:02 Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. (hljómar kunnuglega, ekki satt?). En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt – eða Landið sem varð of ríkt – eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte. Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023, er hún enn mikið til umræðu sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga? Velgengni sem hömlur á breytingar Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi. En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi, þegar velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana, dregur það úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað „auðlindabölvun“ – þ.e. ekki spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru. Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans Í bókinni bendir Holte á áhugaverða tölfræði. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annað hvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman – aðeins 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss. Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn – upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð – hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi. Spurningin sem Holte varpar fram – kaldhæðnisleg en alvarleg – er þessi: „Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?“ Hvað með Ísland: Eru við á sömu braut? Þótt þessi ádeila beinist að Noregi, er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma – og nú er deilt um vindorkuna. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir? Til hvers? – og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið? Við stöndum nú á tímamótum í orkumálum – bæði tæknilega og pólitískt séð. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura – heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn. Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina, má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun? Ríkidæmi: ávinningur eða byrði? Það sem Holte undirstrikar í bók sinni – og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar er auðlindanýting – hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku – krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar. Við þurfum eins og Norðmenn að spyrja okkur: Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar? Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag? Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað – en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu? Lokaorð: Að spyrja óþægilegra spurninga „Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný – nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð,“ segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu. Að verða rík – það eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið og sjálfbært samfélag. Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir: https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262 https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297 https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Júlíus Valsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. (hljómar kunnuglega, ekki satt?). En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt – eða Landið sem varð of ríkt – eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte. Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023, er hún enn mikið til umræðu sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga? Velgengni sem hömlur á breytingar Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi. En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi, þegar velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana, dregur það úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað „auðlindabölvun“ – þ.e. ekki spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru. Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans Í bókinni bendir Holte á áhugaverða tölfræði. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annað hvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman – aðeins 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss. Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn – upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð – hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi. Spurningin sem Holte varpar fram – kaldhæðnisleg en alvarleg – er þessi: „Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?“ Hvað með Ísland: Eru við á sömu braut? Þótt þessi ádeila beinist að Noregi, er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma – og nú er deilt um vindorkuna. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir? Til hvers? – og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið? Við stöndum nú á tímamótum í orkumálum – bæði tæknilega og pólitískt séð. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura – heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn. Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina, má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun? Ríkidæmi: ávinningur eða byrði? Það sem Holte undirstrikar í bók sinni – og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar er auðlindanýting – hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku – krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar. Við þurfum eins og Norðmenn að spyrja okkur: Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar? Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag? Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað – en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu? Lokaorð: Að spyrja óþægilegra spurninga „Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný – nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð,“ segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu. Að verða rík – það eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið og sjálfbært samfélag. Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir: https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262 https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297 https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun