Formúla 1

Ver­stappen á rá­spól með hraðasta hring sögunnar

Siggeir Ævarsson skrifar
Verstappen fagnaði innilega í dag
Verstappen fagnaði innilega í dag Twitter@F1

Heimsmeistarinn Max Verstappen virðist heldur betur vera að hrökkva í gang  en hann gerði sér lítið fyrir og ók hraðasta hring sögunnar í Formúlu 1 í dag þegar hann tryggði sér ráspól í keppni morgundagsins á Monza.

Verstappen keyrði hringinn á einni mínútu, 18 sekúndum og 792 sekúndubrotum og sló þannig met sem Lewis Hamilton setti á sömu braut árið 2020 um 0,095 sekúndur. Sjálfur endaði Hamilton í 5. sæti í dag en verður færður niður um fimm sæti vegna uppákomu í síðasta kappakstri.

Þeir Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn McLaren, komu næstir á eftir Verstappen í tímatökunum, en þeir leiða keppni ökumanna nokkuð afgerandi. Piastri efstur með 309 stig og Norris með 275.

Keppnin í Monza á morgun verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay og hefst útsending klukkkan 12:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×