Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2025 21:22 Donald Trump líkir sér við persónuna Bill Kilgore úr Apocalypse Now. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þetta kemur fram í færslu Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann vísar í kvikmynd Francis Ford Coppola frá 1979, Apocalypse Now. „Ég elska þefinn af brottvísunum á morgnanna,“ skrifar Trump og vísar þar til orða undirofurstans brimbrettaóða Bill Kilgore, sem Robert Duvall lék eftirminnilega í umræddri kvikmynd, en sá sagðist elska lyktina af napalmi. Jafnframt birtir Trump mynd, að því er virðist gervigreindarteiknaða, af sjálfum sér í hlutverki Kilgore með yfirskriftinni: Chipocalypse Now. Hér má sjá myndina sem Trump birti á Truth Social. „Chigago er í þann mund að fara að komast að því hvers vegna við köllum það stríðsmálaráðuneytið,“ skrifar Trump, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hygðist breyta nafni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir í stríðsmálaráðuneytinu. Trump hefur undanfarið gefið verulega til kynna að hann muni senda hermenn til Chicago til að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og takast á við glæpi. Ríkisstjóri Illinois, ríkisins þar sem Chicago er að finna, hefur andmælt þessum áformum forsetans. Hann segist túlka þessa nýjustu færslu Trump á þann veg að „forseti Bandaríkjanna sé að hóta að fara í stríð við ameríska borg“. „Þetta er ekki brandari. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Donald Trump er enginn kraftajötunn. Hann er hræddur maður. Illinois mun ekki láta þessa einræðisherraeftirhermu ógna sér.“ Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann vísar í kvikmynd Francis Ford Coppola frá 1979, Apocalypse Now. „Ég elska þefinn af brottvísunum á morgnanna,“ skrifar Trump og vísar þar til orða undirofurstans brimbrettaóða Bill Kilgore, sem Robert Duvall lék eftirminnilega í umræddri kvikmynd, en sá sagðist elska lyktina af napalmi. Jafnframt birtir Trump mynd, að því er virðist gervigreindarteiknaða, af sjálfum sér í hlutverki Kilgore með yfirskriftinni: Chipocalypse Now. Hér má sjá myndina sem Trump birti á Truth Social. „Chigago er í þann mund að fara að komast að því hvers vegna við köllum það stríðsmálaráðuneytið,“ skrifar Trump, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hygðist breyta nafni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir í stríðsmálaráðuneytinu. Trump hefur undanfarið gefið verulega til kynna að hann muni senda hermenn til Chicago til að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og takast á við glæpi. Ríkisstjóri Illinois, ríkisins þar sem Chicago er að finna, hefur andmælt þessum áformum forsetans. Hann segist túlka þessa nýjustu færslu Trump á þann veg að „forseti Bandaríkjanna sé að hóta að fara í stríð við ameríska borg“. „Þetta er ekki brandari. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Donald Trump er enginn kraftajötunn. Hann er hræddur maður. Illinois mun ekki láta þessa einræðisherraeftirhermu ógna sér.“
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59