Sport

Mega ekki sýna nei­kvæð við­brögð í garð Trumps

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Donald Trump ætlar að fylgjast með úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis.
Donald Trump ætlar að fylgjast með úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. epa/FRANCIS CHUNG

Skipuleggjendur Opna bandaríska meistaramótsins í tennis hafa beðið þá sem sýna beint frá úrslitaleiknum í karlaflokki að sýna ekki neikvæð viðbrögð áhorfenda í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Trump hefur boðað komu sína í úrslitaleikinn í dag þar sem Carlos Alcaraz mætir Jannik Sinner. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 2015 sem Trump mætir á Opna bandaríska.

Skipuleggjendur mótsins hafa vinsamlegast beðið þá sem sýna frá úrslitaleiknum að sýna ekki nein neikvæð viðbrögð í garð Trumps í útsendingum sínum.

Aukin öryggisgæsla verður á úrslitaleiknum vegna komu Trumps sem mun fylgjast með úr heiðursstúku á Flushing Meadows.

Alcaraz vann Opna bandaríska fyrir þremur árum en Sinner stóð uppi sem sigurvegari á mótinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×