Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 14:56 Toiviainen líkir finnska þjóðsöngnum við þýskt barlag. AP/Geert Vanden Wijngaert Í nýrri rannsókn voru þjóðsöngvar 176 landa greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið. Af þjóðsöngvum Norðurlandanna reyndist sá finnski vera gleðilegastur. „Samkvæmt algóritmanumokkar er hamingjustig Maame það hæsta miðað við önnur Norðurlönd,“ segir Pteri Toiviainen, finnskur prófessor sem framkvæmdi rannsóknina, í samtali við finnska miðilinn Yle. Meðal tilfinninga sem teknar voru fyrir voru gleði, sorg, orka, spenna, reiði og blíða. Vert er að taka fram að texti þjóðsöngvanna var ekki tekinn fyrir heldur einungis lagið sjálft. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom skýrt fram að tilfinningar sem vakna geta farið eftir landfræðilegri staðsetningu landsins. Til að mynda er meiri orka í lögum landa sem eru nær miðbaug og því norðar sem þú ferð því melankólískari verða lögin. Þjóðlög í heimsálfum Ameríku má finna meiri spennu og neikvæðari heldur en lög annarra heimsálfa. Eins og áður kom fram er hamingjustig Finna hæst af Norðurlöndunum en ef horft er til allra þjóðsöngvanna er hamingjustig þjóðsöngs Kína og Vestur-Sahara hvað hæst. Sorglegustu þjóðsöngvararnir eru þá frá Japan og Ísrael. Menning innan landanna hefur þá einnig áhrif á þjóðsöngvana sjálfa. Í löndum þar sem jafnrétti ríkir og þar sem einstaklingshyggja ríkir eru lögin oftar næmari og blíðari. „Í stigveldisríkjum eru þjóðsöngvar oft orkumeiri og þar má jafnvel finna ótta,“ segir Toiviainen. Lofsöngurinn talinn blíður Toiviainen segir að jafnvel þótt það sé rangt svar á sviði stjórnmála sé besti þjóðsöngurinn þjóðsöngur Rússa. „Lagið þeirra er alveg frábært hvað varðar tónsmíð,“ segir hann. Í gögnum rannsóknarinnar má sjá að Lofsöngurinn var einnig tekinn fyrir þrátt fyrir að ekkert hafi verið minnst á tónsmíð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í rannsókninni sjálfri. Miðað við meðaltal er íslenski þjóðsöngurinn helst talinn blíður og, þótt ótrúlegt sé, er hamingjustig hans örlítið hærra en meðaltal. Hann vekur hins vegar ekki upp ótta, fær einungis rúm tvö stig af sjö í þeim flokki, né reiði þar sem söngurinn fær 2,45 stig af sjö mögulegum og er því undir meðaltali. Áhugasamir geta hlustað á finnska þjóðsönginn hér fyrir neðan. Tónlist Vísindi Finnland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
„Samkvæmt algóritmanumokkar er hamingjustig Maame það hæsta miðað við önnur Norðurlönd,“ segir Pteri Toiviainen, finnskur prófessor sem framkvæmdi rannsóknina, í samtali við finnska miðilinn Yle. Meðal tilfinninga sem teknar voru fyrir voru gleði, sorg, orka, spenna, reiði og blíða. Vert er að taka fram að texti þjóðsöngvanna var ekki tekinn fyrir heldur einungis lagið sjálft. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom skýrt fram að tilfinningar sem vakna geta farið eftir landfræðilegri staðsetningu landsins. Til að mynda er meiri orka í lögum landa sem eru nær miðbaug og því norðar sem þú ferð því melankólískari verða lögin. Þjóðlög í heimsálfum Ameríku má finna meiri spennu og neikvæðari heldur en lög annarra heimsálfa. Eins og áður kom fram er hamingjustig Finna hæst af Norðurlöndunum en ef horft er til allra þjóðsöngvanna er hamingjustig þjóðsöngs Kína og Vestur-Sahara hvað hæst. Sorglegustu þjóðsöngvararnir eru þá frá Japan og Ísrael. Menning innan landanna hefur þá einnig áhrif á þjóðsöngvana sjálfa. Í löndum þar sem jafnrétti ríkir og þar sem einstaklingshyggja ríkir eru lögin oftar næmari og blíðari. „Í stigveldisríkjum eru þjóðsöngvar oft orkumeiri og þar má jafnvel finna ótta,“ segir Toiviainen. Lofsöngurinn talinn blíður Toiviainen segir að jafnvel þótt það sé rangt svar á sviði stjórnmála sé besti þjóðsöngurinn þjóðsöngur Rússa. „Lagið þeirra er alveg frábært hvað varðar tónsmíð,“ segir hann. Í gögnum rannsóknarinnar má sjá að Lofsöngurinn var einnig tekinn fyrir þrátt fyrir að ekkert hafi verið minnst á tónsmíð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í rannsókninni sjálfri. Miðað við meðaltal er íslenski þjóðsöngurinn helst talinn blíður og, þótt ótrúlegt sé, er hamingjustig hans örlítið hærra en meðaltal. Hann vekur hins vegar ekki upp ótta, fær einungis rúm tvö stig af sjö í þeim flokki, né reiði þar sem söngurinn fær 2,45 stig af sjö mögulegum og er því undir meðaltali. Áhugasamir geta hlustað á finnska þjóðsönginn hér fyrir neðan.
Tónlist Vísindi Finnland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira