Handbolti

Ný­liðar KA/Þórs byrja með sigri

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn KA fagna í leikslok
Leikmenn KA fagna í leikslok Facebook Knattspyrnufélag Akureyrar

Nýliðar KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta byrjuðu tímabilið á góðum sigri í dag þegar liðið lagði Stjörnuna, 24-22 á Akureyri.

Heimakonur náðu upp sjö marka forskoti þegar best lét en Stjarnan lagði ekki árar í bát og minnkaði muninn í eitt mark, 22-21, þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum.

Þá komu tvö mörk í röð frá KA/Þór sem dugði, lokatölur 24-22 á Akureyri í dag og nýliðarnir byrja tímabilið sterkt.

Markahæstar í liði KA/Þórs voru Anna Þyrí Hall­dórs­dótt­ir oh Tinna Val­gerður Gísla­dótt­ir báðar með sex mörk. Hjá Stjörnunni var Brynja Katrín Bene­dikts­dótt­ir markahæst með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×