Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2025 20:05 Stór hópur eldri borgara mætir í leikfimina tvisvar í viku hjá Trausta Rafni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar á Selfossi eru duglegir að hreyfa sig því að stór hópur þeirra mætir í leikfimi tvisvar í viku í sérstaka heilsueflingu undir stjórn íþróttakennara. Leikfimin kostar ekki krónu, allt í boði Sveitarfélagsins Árborgar. Hér erum við að tala um heilsueflingu fyrir 60 plús íbúa en kennari í tímunum er Trausti Rafn. Hægt er að velja um mismunandi tímasetningar á þriðjudögum og fimmtudögum en hver tími er klukkustund. Svo eru líka tímar á Stokkseyri og Eyrarbakka. „Þetta er mjög vel sótt í sveitarfélaginu. Eins og í þessum tíma, sem þú ert að heimsækja núna eru um 80 manns og í öllu sveitarfélaginu þá eru að sækja kannski eitthvað í kringum 150 manns þessa þjónustu”, segir Trausti Rafn Björnsson, forstöðumaður 60 plús heilsueflingar í Sveitarfélaginu Árborg. Trausti Rafn Björnsson, sem er forstöðumaður 60 plús heilsueflingar í Sveitarfélaginu ÁrborgMagnús Hlynur Hreiðarsson Hvað ertu svona að láta fólkið aðallega gera? „Við erum að gera allskyns hluti. Við erum að vinna með teygjur, handlóð og eigin líkamsþyngd. Við tökum á mörgum hlutum og mörgum vöðvahópum,” bætir Trausti Rafn við. Ekkert kostar í leikfimina, Sveitarfélagið Árborg býður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátttakendurnir eru alsælir með tímana og æfingarnar hjá Trausta. „Þetta er líka félagslegt, þetta er ekki bara hreyfing heldur kemur fólk saman og spjallar,” segir Jón Vilhjálmsson. „Þetta er alveg frábært, maður bara hlakkar til hvers dags,” segir Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Og gaman að sjá þessa miklu þátttöku, er það ekki? „Já, það er það, það eru alltaf að koma ný og ný andlit, sem maður hefur ekki séð áður og mikil þátttaka bara,” segir Ingibjörg. Hvað segir þú, ert þetta ekki skemmtilegt? „Bara æðislegt, ég er rosalega ánægð með þetta. Þjálfarinn er alveg frábær og besta leikfimin, sem ég hef komist í, búin að prófa víða,” segir Árný Heiðarsdóttir. „Þetta er alveg frábært maður. Það er stutt síðan að ég flutti á Selfoss og það er allt í gangi hérna, þannig að manni líður bara vel eftir svona leikfimi,” segir Karl Helgi Gíslason. „Þetta er alveg toppurinn,” segir Sigríður Sæland. Og allt í boði sveitarfélagsins? „Allt í boði, þetta er frábært félag og sveitarfélag að gefa okkur þetta tækifæri að vera svona saman og hafa gleðina með okkur,” segir Sigríður alsæl með leikfimina. Karl Helgi Gíslason, þátttakandi í leikfiminni en hann er mjög ánægður með tímana og að fá þetta tækifæri til aukinnar hreyfingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hér erum við að tala um heilsueflingu fyrir 60 plús íbúa en kennari í tímunum er Trausti Rafn. Hægt er að velja um mismunandi tímasetningar á þriðjudögum og fimmtudögum en hver tími er klukkustund. Svo eru líka tímar á Stokkseyri og Eyrarbakka. „Þetta er mjög vel sótt í sveitarfélaginu. Eins og í þessum tíma, sem þú ert að heimsækja núna eru um 80 manns og í öllu sveitarfélaginu þá eru að sækja kannski eitthvað í kringum 150 manns þessa þjónustu”, segir Trausti Rafn Björnsson, forstöðumaður 60 plús heilsueflingar í Sveitarfélaginu Árborg. Trausti Rafn Björnsson, sem er forstöðumaður 60 plús heilsueflingar í Sveitarfélaginu ÁrborgMagnús Hlynur Hreiðarsson Hvað ertu svona að láta fólkið aðallega gera? „Við erum að gera allskyns hluti. Við erum að vinna með teygjur, handlóð og eigin líkamsþyngd. Við tökum á mörgum hlutum og mörgum vöðvahópum,” bætir Trausti Rafn við. Ekkert kostar í leikfimina, Sveitarfélagið Árborg býður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátttakendurnir eru alsælir með tímana og æfingarnar hjá Trausta. „Þetta er líka félagslegt, þetta er ekki bara hreyfing heldur kemur fólk saman og spjallar,” segir Jón Vilhjálmsson. „Þetta er alveg frábært, maður bara hlakkar til hvers dags,” segir Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Og gaman að sjá þessa miklu þátttöku, er það ekki? „Já, það er það, það eru alltaf að koma ný og ný andlit, sem maður hefur ekki séð áður og mikil þátttaka bara,” segir Ingibjörg. Hvað segir þú, ert þetta ekki skemmtilegt? „Bara æðislegt, ég er rosalega ánægð með þetta. Þjálfarinn er alveg frábær og besta leikfimin, sem ég hef komist í, búin að prófa víða,” segir Árný Heiðarsdóttir. „Þetta er alveg frábært maður. Það er stutt síðan að ég flutti á Selfoss og það er allt í gangi hérna, þannig að manni líður bara vel eftir svona leikfimi,” segir Karl Helgi Gíslason. „Þetta er alveg toppurinn,” segir Sigríður Sæland. Og allt í boði sveitarfélagsins? „Allt í boði, þetta er frábært félag og sveitarfélag að gefa okkur þetta tækifæri að vera svona saman og hafa gleðina með okkur,” segir Sigríður alsæl með leikfimina. Karl Helgi Gíslason, þátttakandi í leikfiminni en hann er mjög ánægður með tímana og að fá þetta tækifæri til aukinnar hreyfingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira