Sport

Doncic náði alls­konar töl­fræðiáföngum í kvöld

Siggeir Ævarsson skrifar
Doncic setur Slóveníu formlega í 8-liða úrslit eftir leilkinn í kvöld
Doncic setur Slóveníu formlega í 8-liða úrslit eftir leilkinn í kvöld Mynd FIBA

Luka Doncic átti frábæran leik í kvöld þegar Slóvenía lagði Ítalíu í 16-liða úrslitum EM. Doncic skoraði 42 stig og færist nær ýmsum metum í kjölfarið.

Doncic er nú kominn með 515 stig alls í lokakeppni EM og er þar með orðinn næst stigahæsti leikmaður í sögu Slóveníu. Hann tók fram úr Jaka Lakovic (509) og jafnaði Ivo Daneu en Goran Dragic er enn nokkuð afgerandi efstur með 696 stig.

Þá er hann einnig kominn á topp 50 listann yfir flest stig skoruð á EM heilt yfir, og er þar í 45. sæti. Þetta hefur Doncic afrekað í aðeins 22 leikjum. Hann er aðeins fjórði leikmaður Slóveníu sem rýfur 500 stiga múrinn.

Doncic skoraði 22 af 42 stigum sínum í fyrsta leikhluta í kvöld, sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í einum leikhluta á mótinu. Þá var þetta sjötti leikurinn í röð sem Doncic skorar 25 stig eða meira. Gríska goðsögnin Nikos Galis lék á sínum tíma 19 leiki í röð þar sem hann skoraði 25 stig eða meira og landi hans Giannis Antetokounmpo lék sinn tíunda slíkan leik í kvöld.

Þá má einnig nefna að Doncic er nú einn af aðeins einn af fimm leikmönnum sem hefur skorað yfir 40 stig í leik á EM. Hinir eru Lauri Markkanen sem afrekaði það á mótinu í ár,  Nikos Galis (sex sinnum), Eddy Terrace (tvisvar sinnum) og Doron Jamchi (tvisvar sinnum).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×