„Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. september 2025 12:36 Þótt rauða símaklefa sé víða að finna um götur Lundúna notast langflestir við farsímann á ferðalögum. EPA/TOLGA AKMEN Íslenskir farsímanotendur munu frá og með 1. október greiða sömu gjöld fyrir farsímaþjónustu í Bretlandi og í öðrum ríkjum innan EES og ESB. Reglugerð þess efnis hefur verið birt í Stjórnartíðindum en henni er ætlað að tryggja að farsímanotendur, sem eru í viðskiptum við íslensk fyrirtæki á þeim markaði, greiði sömu gjöld í Bretlandi og víðast hvar annars staðar í Evrópu. „Fjarskiptafyrirtæki skulu bjóða viðskiptavinum sínum heimaverðskrá (e. Roam Like Home) þegar þeir ferðast til Bretlands, enda sé notkunin í samræmi við eðlilegt notkunarmynstur ferðamanns. Þessi regla gildir ekki um viðvarandi reiki (e. Permanent Roaming),“ segir meðal annars í reglugerðinni. Líkt og Vísir greindi frá um miðjan ágúst hafa fjarskiptafyrirtækin Sýn, Síminn og Nova bætt Bretlandi aftur inn í svokallaða Reiki í Evrópu þjónustu en Bretland datt úr þjónustunni þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu. Innviðaráðuneytið hafði þá boðað reglugerð til að koma í veg fyrir „óhóflegt gjald“ fyrir farnetsþjónustu yfir landamæri Bretlands og Norður-Írlands. Nú hefur reglugerðin litið dagsins ljós. Fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu að reglugerðin sé í samræmi við áherslur ríkja innan EES og ESB um að ekki þurfi að greiða „óhóflegt gjald“ fyrir farnetsþjónustu við það eitt að ferðast yfir landamæri innan Evrópu, hvort sem um ræðir talsíma-, smáskilaboða- eða netþjónustu. „Reglugerðin er sett á grundvelli fjarskiptalaga (70/2022) og tekur hún formlega gildi 1. október nk. Mörg fjarskiptafyrirtæki hófu þó þegar að breyta gjaldskrám sínum þegar áform um um reglugerðina voru kynnt fyrr í sumar,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar. Evrópusambandið EES-samningurinn Fjarskipti Bretland Íslendingar erlendis Neytendur Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
„Fjarskiptafyrirtæki skulu bjóða viðskiptavinum sínum heimaverðskrá (e. Roam Like Home) þegar þeir ferðast til Bretlands, enda sé notkunin í samræmi við eðlilegt notkunarmynstur ferðamanns. Þessi regla gildir ekki um viðvarandi reiki (e. Permanent Roaming),“ segir meðal annars í reglugerðinni. Líkt og Vísir greindi frá um miðjan ágúst hafa fjarskiptafyrirtækin Sýn, Síminn og Nova bætt Bretlandi aftur inn í svokallaða Reiki í Evrópu þjónustu en Bretland datt úr þjónustunni þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu. Innviðaráðuneytið hafði þá boðað reglugerð til að koma í veg fyrir „óhóflegt gjald“ fyrir farnetsþjónustu yfir landamæri Bretlands og Norður-Írlands. Nú hefur reglugerðin litið dagsins ljós. Fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu að reglugerðin sé í samræmi við áherslur ríkja innan EES og ESB um að ekki þurfi að greiða „óhóflegt gjald“ fyrir farnetsþjónustu við það eitt að ferðast yfir landamæri innan Evrópu, hvort sem um ræðir talsíma-, smáskilaboða- eða netþjónustu. „Reglugerðin er sett á grundvelli fjarskiptalaga (70/2022) og tekur hún formlega gildi 1. október nk. Mörg fjarskiptafyrirtæki hófu þó þegar að breyta gjaldskrám sínum þegar áform um um reglugerðina voru kynnt fyrr í sumar,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar.
Evrópusambandið EES-samningurinn Fjarskipti Bretland Íslendingar erlendis Neytendur Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira