Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 13:51 Fallegir folar að Fjallabaki sem tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti en að um hesta er að ræða. Vísir/Vilhelm Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér. Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér.
Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira