Gestur Guðmundsson er látinn Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 14:31 Gestur Guðmundsson er látinn. Kristinn Ingvarsson Gestur Guðmundsson lést í gær, 74 ára að aldri. Hann var félagsfræðingur, fræðimaður og rithöfundur sem markaði djúp spor í íslenskt menningar- og fræðasamfélag. Gestur fæddist 28. október árið 1951 og lést í gær, 7. september 2025. Hann lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1976, MA-prófi í Kaupmannahöfn árið 1981 og doktorsprófi þaðan árið 1991. Hann starfaði lengi sem prófessor í félagsfræði menntunar við Háskóla Íslands og hafði þar áhrif á kynslóðir nemenda og samstarfsfólks. Gestur varð landsþekktur sem „rokkdoktorinn“ þegar hann gaf út bókina Rokksaga Íslands árið 1990. Þar kortlagði hann sögu íslensks rokks frá upphafi fram að alþjóðlegum árangri Sykurmolanna. Verkið er enn í dag talið grundvallarrit um íslenska tónlistarsögu og sýnir hvernig tónlist speglar samfélagsbreytingar, viðhorf og drauma heillar kynslóðar. Bókin markar upphaf fræðilegrar umfjöllunar um íslenska rokktónlist. Áður hafði hann, ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ólafsdóttur, gefið út bókina 68 – hugarflug úr viðjum vanans (1987), þar sem fjallað var um menningarstrauma og hugmyndir nýrra tíma á áttunda áratugnum – hvernig hugarfar heillar kynslóðar braust úr viðjum hefðar og vanans og leitaði nýrra leiða. Gestur skrifaði þar að auki fjölmörg fræðirit á erlendum tungumálum, meðal annars bók um sögu rokkgagnrýni sem kom út í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Í verkum sínum sameinaði Gestur fræðilega greiningu og ástríðu fyrir menningu. Hann hafði einstakt lag á að tengja tónlist og dægurmenningu við víðara samfélag og var frumkvöðull í að rýna í hvernig list og líf fléttast saman. Með rannsóknum sínum og ritum lagði hann grunn að fræðilegri umræðu um íslenska dægurmenningu og samfélagsbreytingar síðari áratuga. Gestur starfaði um árabil sem lektor við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn en tók við stöðu prófessors í félagsfræði menntunar við Háskóla Íslands 2005. Árið 2008 gaf hann út bókina Félagsfræði menntunar, þar sem hann kynnti helstu félagsfræðikenningar um uppeldi og menntun á gagnrýninn hátt og rakti megindrætti í þróun greinarinnar í sögulegu samhengi. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út á íslensku. Hann var virtur og vel metinn kennari sem brann fyrir viðfangsefninu. Í hans huga var eitt mikilvægasta verkefni félagsfræðinnar að varpa ljósi á hvernig samfélagið mótar uppvöxt nýrra kynslóða og hvernig nám er ekki aðeins einstaklingsbundin reynsla heldur félagsleg athöfn og þáttur í mótun samfélagsins. Gesti var sérstaklega hugleikið hvernig menntun snertir líf ungs fólks á jaðrinum og hvernig hægt sé að styðja við menntunarvegferð þeirra sem ekki búa við sömu tækifæri innan hefðbundins menntakerfis. Fyrir utan fræðin var Gestur hlýr og traustur maður sem setti fjölskylduna í fyrsta sæti. Hann var kærleiksríkur eiginmaður, góður og hlýr faðir og afi sem átti dýrmæt tengsl við sín nánustu. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Kristínu Ólafsdóttur, félagsfræðing, en með henni átti hann tvö börn Ólaf Steinar og Önnu Karólínu. Áður eignaðist hann soninn Rúnar Pál. Gestur eignaðist jafnframt fimm barnabörn. Andlát Háskólar Tónlist Bókmenntir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Gestur fæddist 28. október árið 1951 og lést í gær, 7. september 2025. Hann lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1976, MA-prófi í Kaupmannahöfn árið 1981 og doktorsprófi þaðan árið 1991. Hann starfaði lengi sem prófessor í félagsfræði menntunar við Háskóla Íslands og hafði þar áhrif á kynslóðir nemenda og samstarfsfólks. Gestur varð landsþekktur sem „rokkdoktorinn“ þegar hann gaf út bókina Rokksaga Íslands árið 1990. Þar kortlagði hann sögu íslensks rokks frá upphafi fram að alþjóðlegum árangri Sykurmolanna. Verkið er enn í dag talið grundvallarrit um íslenska tónlistarsögu og sýnir hvernig tónlist speglar samfélagsbreytingar, viðhorf og drauma heillar kynslóðar. Bókin markar upphaf fræðilegrar umfjöllunar um íslenska rokktónlist. Áður hafði hann, ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ólafsdóttur, gefið út bókina 68 – hugarflug úr viðjum vanans (1987), þar sem fjallað var um menningarstrauma og hugmyndir nýrra tíma á áttunda áratugnum – hvernig hugarfar heillar kynslóðar braust úr viðjum hefðar og vanans og leitaði nýrra leiða. Gestur skrifaði þar að auki fjölmörg fræðirit á erlendum tungumálum, meðal annars bók um sögu rokkgagnrýni sem kom út í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Í verkum sínum sameinaði Gestur fræðilega greiningu og ástríðu fyrir menningu. Hann hafði einstakt lag á að tengja tónlist og dægurmenningu við víðara samfélag og var frumkvöðull í að rýna í hvernig list og líf fléttast saman. Með rannsóknum sínum og ritum lagði hann grunn að fræðilegri umræðu um íslenska dægurmenningu og samfélagsbreytingar síðari áratuga. Gestur starfaði um árabil sem lektor við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn en tók við stöðu prófessors í félagsfræði menntunar við Háskóla Íslands 2005. Árið 2008 gaf hann út bókina Félagsfræði menntunar, þar sem hann kynnti helstu félagsfræðikenningar um uppeldi og menntun á gagnrýninn hátt og rakti megindrætti í þróun greinarinnar í sögulegu samhengi. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út á íslensku. Hann var virtur og vel metinn kennari sem brann fyrir viðfangsefninu. Í hans huga var eitt mikilvægasta verkefni félagsfræðinnar að varpa ljósi á hvernig samfélagið mótar uppvöxt nýrra kynslóða og hvernig nám er ekki aðeins einstaklingsbundin reynsla heldur félagsleg athöfn og þáttur í mótun samfélagsins. Gesti var sérstaklega hugleikið hvernig menntun snertir líf ungs fólks á jaðrinum og hvernig hægt sé að styðja við menntunarvegferð þeirra sem ekki búa við sömu tækifæri innan hefðbundins menntakerfis. Fyrir utan fræðin var Gestur hlýr og traustur maður sem setti fjölskylduna í fyrsta sæti. Hann var kærleiksríkur eiginmaður, góður og hlýr faðir og afi sem átti dýrmæt tengsl við sín nánustu. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Kristínu Ólafsdóttur, félagsfræðing, en með henni átti hann tvö börn Ólaf Steinar og Önnu Karólínu. Áður eignaðist hann soninn Rúnar Pál. Gestur eignaðist jafnframt fimm barnabörn.
Andlát Háskólar Tónlist Bókmenntir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira