Innlent

Gul úrkomuviðvörun á Aust­fjörðum og á Suð­austur­landi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands varar íbúa á Austfjörðum og á Suðausturlandi við úrhellisrigningu klukkan fjögur síðdegis. Við slíkar aðstæður er gott að huga sérstaklega að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Veðurstofa Íslands varar íbúa á Austfjörðum og á Suðausturlandi við úrhellisrigningu klukkan fjögur síðdegis. Við slíkar aðstæður er gott að huga sérstaklega að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Getty/Jason Webber Photography

Gul úrkomuviðvörun tekur gildi á Austfjörðum og á Suðausturlandi klukkan fjögur síðdegis vegna talsverðrar rigningar. Veðurstofa Íslands varar íbúa svæðisins við úrhellinu.

Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. 

Úrkoman mun þá auka álag á fráveitukerfi. Fólk á viðvörunarsvæðum er hvatt til að sýna aðgát og til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Viðvörunin rennur úr gildi á Suðausturlandi klukkan sex í fyrramálið en um hádegisbil á morgun á Austfjörðum.

Veðurstofan varar íbúa á Austfjörðum og á Suðausturlandi við úrhellisrigningu. Úrkomuviðvörun tekur gildi klukkan fjögur síðdegis.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×