Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 23:01 Þór Austmar og Björn Gíslason búa báðir í Ártúnsholti. Vísir/Sigurjón Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór. Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór.
Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira