Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 20:44 Vedat Muriqi fór illa með sænsku vörnina. EPA/GEORGI LICOVSKI Líkt og Ísland gerði í mars á þessu ári þá tapaði Svíþjóð þegar lærisveinar Jon Dahl Tomasson sóttu Kósovó heim í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Kósovó byrjaði B-riðil undankeppninnar á 4-0 tapi fyrir Sviss á meðan Svíþjóð gerði 2-2 jafntefli við Slóveníu. Það var því búist við sigri gestanna í kvöld en annað kom á daginn. Elvis Rexhbecaj kom heimamönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks og hinn 194 sentimetra hái Vedat Muriqi tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleik lauk. Svíar bættu í sóknina í síðari hálfleik en höfðu ekki erindi sem erfiði þó svo að Lindon Emerllahu hafi fengið tvö gul spjöld undir lok leiks og heimamenn manni færri. Lokatölur 2-0 Kósovó í vil og hinn danski Jon Dahl valtur í sessi eftir slæma byrjun. Heimamenn fagna.EPA/GEORGI LICOVSKI Á sama tíma vann Sviss þægilegan 3-0 sigur á Slóveníu. Nico Elvedi, Breel Embolo og Dan Ndoye með mörkin. Í C-riðli vann Danmörk frábæran 3-0 útisigur á Grikklandi þökk sé mörkum Mikkel Damsgaar, Andreas Christensen og Rasmus Höjlund. Sóknarleikur Danmerkur blómstraði.EPA/Liselotte Sabroe Skotland vann þá 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. Che Adams með fyrra markið á meðan það síðara var sjálfsmark Zakhar Volkov. Eftir markalaust jafntefli í 1. umferð undankeppninnar eru Danmörk og Skotland með 4 stig hvort. Grikkland er með 3 stig á meðan Hvíta-Rússland er án stiga. Önnur úrslit Króatía 4-0 Svartfjallaland Gíbraltar 0-1 Færeyjar Ísrael 4-5 Ítalía Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
Kósovó byrjaði B-riðil undankeppninnar á 4-0 tapi fyrir Sviss á meðan Svíþjóð gerði 2-2 jafntefli við Slóveníu. Það var því búist við sigri gestanna í kvöld en annað kom á daginn. Elvis Rexhbecaj kom heimamönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks og hinn 194 sentimetra hái Vedat Muriqi tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleik lauk. Svíar bættu í sóknina í síðari hálfleik en höfðu ekki erindi sem erfiði þó svo að Lindon Emerllahu hafi fengið tvö gul spjöld undir lok leiks og heimamenn manni færri. Lokatölur 2-0 Kósovó í vil og hinn danski Jon Dahl valtur í sessi eftir slæma byrjun. Heimamenn fagna.EPA/GEORGI LICOVSKI Á sama tíma vann Sviss þægilegan 3-0 sigur á Slóveníu. Nico Elvedi, Breel Embolo og Dan Ndoye með mörkin. Í C-riðli vann Danmörk frábæran 3-0 útisigur á Grikklandi þökk sé mörkum Mikkel Damsgaar, Andreas Christensen og Rasmus Höjlund. Sóknarleikur Danmerkur blómstraði.EPA/Liselotte Sabroe Skotland vann þá 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. Che Adams með fyrra markið á meðan það síðara var sjálfsmark Zakhar Volkov. Eftir markalaust jafntefli í 1. umferð undankeppninnar eru Danmörk og Skotland með 4 stig hvort. Grikkland er með 3 stig á meðan Hvíta-Rússland er án stiga. Önnur úrslit Króatía 4-0 Svartfjallaland Gíbraltar 0-1 Færeyjar Ísrael 4-5 Ítalía
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira