Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2025 07:25 Ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og löggæsluyfirvalda í Los Angeles í sumar, þar sem aðgerðum yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum var mótmælt. Getty/Anadolu/Tayfun Coskun Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. „Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
„Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira