Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. september 2025 11:33 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún. Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún.
Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira