Ísraelar gera loftárásir á Katar Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. september 2025 13:48 Reykjarmökkurinn stígur upp af Kataran-hverfi í Dóha sem Ísraelar gerðu loftárás rétt í þessu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil. Reuters hefur eftir vitnum að þó nokkrar sprengingar hafi heyrst á vettvangi. Jafnframt má sjá reykjarmökk stíga upp frá Katara-hverfi í höfuðborginni. Ísraelski herinn hefur nú birt tilkynningu þar sem segir að loftárásirnar hafi beinst að leiðtogum Hamas-samtakanna. Þar segir að fyrir árásina hafi verið gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að almennir borgar myndu verða fyrir skaða, með notkun nákvæmra vopna og aukinna gagna. Sautján íslendingar eru búsettir í Katar samkvæmt Þjóðskrá. Another video showing the Israeli attack on Doha. pic.twitter.com/YcnICBpEnJ— Clash Report (@clashreport) September 9, 2025 Ísraelski fréttamiðillinn Times of Israel segir að fréttastöðin Channel 12 hafi eftir ísraelskum embættismönnum að Bandaríkjamenn hafi verið látnir vita af árásinni og að þeir hafi gefið grænt ljós á hana. Þá herma sömu miðlar að opinbert nafn loftárásanna sé „Atzeret HaDin“ sem má þýða gróflega sem „Dómsdagur“. Eitthvað virðist það þó vera á reiki því miðillinn i24News segir nafn aðgerðarinnar vera „Summit of fire“ sem mætti þýða sem „Eldstind“. Í gær funduðu Khalil Al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, með Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar, í Dóha. Heimildarmaður CNN, háttsettur ísraelskur embættismaður, segir Al-Hayya hafa verið meðal þeirra sem loftárásin beindist að. Talsmaður katarska utanríkisráðuneytisins sagði árásina „heigulsverk“ og „glæpsamlega árás“ sem væri „blygðunarlaust brot á alþjóðalögum“. Ísrael Katar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Reuters hefur eftir vitnum að þó nokkrar sprengingar hafi heyrst á vettvangi. Jafnframt má sjá reykjarmökk stíga upp frá Katara-hverfi í höfuðborginni. Ísraelski herinn hefur nú birt tilkynningu þar sem segir að loftárásirnar hafi beinst að leiðtogum Hamas-samtakanna. Þar segir að fyrir árásina hafi verið gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að almennir borgar myndu verða fyrir skaða, með notkun nákvæmra vopna og aukinna gagna. Sautján íslendingar eru búsettir í Katar samkvæmt Þjóðskrá. Another video showing the Israeli attack on Doha. pic.twitter.com/YcnICBpEnJ— Clash Report (@clashreport) September 9, 2025 Ísraelski fréttamiðillinn Times of Israel segir að fréttastöðin Channel 12 hafi eftir ísraelskum embættismönnum að Bandaríkjamenn hafi verið látnir vita af árásinni og að þeir hafi gefið grænt ljós á hana. Þá herma sömu miðlar að opinbert nafn loftárásanna sé „Atzeret HaDin“ sem má þýða gróflega sem „Dómsdagur“. Eitthvað virðist það þó vera á reiki því miðillinn i24News segir nafn aðgerðarinnar vera „Summit of fire“ sem mætti þýða sem „Eldstind“. Í gær funduðu Khalil Al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, með Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, forsætisráðherra Katar, í Dóha. Heimildarmaður CNN, háttsettur ísraelskur embættismaður, segir Al-Hayya hafa verið meðal þeirra sem loftárásin beindist að. Talsmaður katarska utanríkisráðuneytisins sagði árásina „heigulsverk“ og „glæpsamlega árás“ sem væri „blygðunarlaust brot á alþjóðalögum“.
Ísrael Katar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira