Lífið

Sunn­eva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sunneva Einars syrgir hundinn Bellu.
Sunneva Einars syrgir hundinn Bellu. Instagram

Sunneva Einarsdóttir, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, syrgir hundinn Bellu. Frá þessu greinir Sunneva í hjartnæmri færslu á Instagram-reikningi sínum.

Bella var af tegundinni Tibetan spaniel og var tólf ára gömul þegar hún kvaddi þessa jarðvist.

„Engillinn minn. Bella, ég mun alltaf sakna þín,“ skrifaði hún við færslu þar sem hún deildi bæði fyrstu og síðustu myndinni af þeim saman.

Sunneva segir að eitt það erfiðasta sem hún hafi þurft að gera í lífinu hafi verið að kveðja Bellu.

Hundaafmæli og Instagram-reikningur

Sunneva er mikil hundamanneskja og á tvo hunda til viðbótar, Rómeó, sem er af tegundinni golden retriever, og Bruce Wayne sem er af sömu tegund og Bella heitin, Tibetan spaniel.

Í gegnum tíðinda hafa hundarnir notið mikillar athygli á samfélagsmiðlum hennar þar sem hún hefur deilt fjölda mynda af þeim á samfélagsmiðlum. Þar á meðal myndum úr afmælisveislum hundanna, en þar er öllu tjaldað til með blöðrum, afmæliskökum og gjöfum. 

Þá heldur hún úti sérstökum Instagram-reikning fyrir hundinn Rómeó sem nýtur mikilla vinsælda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.