Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 10. september 2025 08:33 Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skrásetningargjald er ætlað að greiða þau útgjöld sem hljótast vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Því hefur lengi verið slegið upp að opinber háskólamenntun á Íslandi sé gjaldfrjáls að öðru leyti en það gjald sem rennur í skrásetningu. Notum réttu orðin. Þessi áform yfirvalda er að setja á skólagjöld í Háskóla Íslands. Við komumst ekki upp með að kalla þetta skrásetningargjald lengur enda er það ljóst að gjaldið rennur í umtalsvert fleira en skrásetningu. Það sem vekur aukinheldur furðu okkar í Vöku er það að ráðist sé í þessa hækkun á gjaldinu á þessari stundu í ljósi þess að enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort Háskóla Íslands sé á annað borð heimilt að innheimta það. Lögmæti gjaldsins er satt best að segja í algjörri óvissu. Árið 2023 úrskurðaði Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema að innheimta gjaldsins í núverandi mynd væri ólögmæt í ljósi þess að Háskólanum hefði ekki tekist að sýna fram á hvernig gjaldinu væri ráðstafað. Þessu máli er þó ekki lokið enda fór Háskólinn fram á endurupptöku úrskurðarins og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni sem enn hefur ekki kveðið upp endanlega úrskurð sinn. Hér ber því að ítreka að eins og staðan er í dag hvílir gjaldið ekki á traustum grunni Með þessar staðreyndir í huga verður það að teljast afar óábyrgt af rektor að fara þess á leit að gjaldið verði hækkað og enn óábyrgara af ráðherra háskólamála að verða við þeirri beiðni rektors. Í þessu tilfelli væri betur heima setið en af stað farið, enda getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar reynist gjaldið í raun vera ólögmætt. Háskóli Íslands er fjársveltur og er hann í rauninni langminnstur í gotinu miðað við systkini sín á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er ýmist frjáls eða gjöld hófleg. Það er sorglegt að óskað sé eftir því að stúdenta eigi að bera upp rekstur opinberrar háskólamenntunar. Sérstaklega þegar Háskóli Íslands er ekki rekinn fyrir stúdenta. Á einhverjum tímapunkti urðu kaflaskil. Grunnskylda HÍ hætti að vera að sinna stúdentum sínum. Stúdentar fá ekki að mæta í skólann án þess að borga háar upphæðir fyrir bílastæði eða meingallaðar almenningssamgöngur, stúdentar fá ekki aðgang að upptökum af fyrirlestrum sínum, sumir stúdentar fá ekki að taka endurtektarpróf eða fá að taka þau það seint að þau missa af útskriftinni sinni, stúdentar þurfa að líða fyrir pláss- og stofuleysi og sumum stúdentum hefur verið gert að dúsa í stofum án rafmagns, internets og gluggatjalda eða í stofum sem hristast undan framkvæmda við Nýja Landspítala, stúdentar fá ekki einu sinni að velja sinn rektor. Ef yfirvöld fá sínu framgengt og koma á skólagjaldi við HÍ þá skerðir það aðgengi að námi, einkum fyrir efnaminni samfélagshópa. Einstæða móðirinn á ekki lengur efni að borga æfingagjöldin fyrir yngsta soninn. Norðfirðingurinn þarf að finna sér nýja drauma um ævistarf þar sem hann á ekki efni á leigu vegna þess að Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjaldinu. Tilvonandi viðskiptafræði-, sálfræði-, hagfræði-, lögfræði- og tölvunarfræðinemar munu frekar leita í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fá í það minnsta það sem þau borga fyrir. Fjármögnun háskólanna er nú hlutverk stúdenta, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tök á því að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu. Hinni fylkingunni hefur verið tíðrætt um fulltrúa stúdenta fyrir Vöku í háskólaráði. Þegar þetta mál kom fyrst á borð háskólaráðs var uppi spurningin um hvort senda ætti boð til háskólaráðuneytisins um hækkun skrásetningargjalds. Fulltrúi Vöku sat í upphafi hjá til að kynna sér málið betur og taka upplýsta afstöðu. Síðar á sama fundi óskar hann eftir að breyta sinni afstöðu og hafnar þessari tillögu. Það er ekki löstur að taka sér tíma til umhugsunar í þeirri meiningu að taka upplýsta ákvörðun. Hefur hann árétt afstöðu sína og félagsins til gjaldtöku í Háskóla Íslands nú í tvígang. Vaka er mótfallin allri gjaldtöku sem leggst á stúdenta, líkt og bílastæðagjöldum og skrásetningargjöldum, slíkar álögur ganga gegn grundvallarmarkmiðum okkar um jafnt aðgengi að námi óháð efnahag og okkar gæslu að réttindum stúdenta. Vaka krefst þess að tryggt verði að núverandi gjöld haldist óbreytt og hefur farið fram á fundi með rektor og ráðherra. Höfundur er oddviti Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skrásetningargjald er ætlað að greiða þau útgjöld sem hljótast vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Því hefur lengi verið slegið upp að opinber háskólamenntun á Íslandi sé gjaldfrjáls að öðru leyti en það gjald sem rennur í skrásetningu. Notum réttu orðin. Þessi áform yfirvalda er að setja á skólagjöld í Háskóla Íslands. Við komumst ekki upp með að kalla þetta skrásetningargjald lengur enda er það ljóst að gjaldið rennur í umtalsvert fleira en skrásetningu. Það sem vekur aukinheldur furðu okkar í Vöku er það að ráðist sé í þessa hækkun á gjaldinu á þessari stundu í ljósi þess að enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort Háskóla Íslands sé á annað borð heimilt að innheimta það. Lögmæti gjaldsins er satt best að segja í algjörri óvissu. Árið 2023 úrskurðaði Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema að innheimta gjaldsins í núverandi mynd væri ólögmæt í ljósi þess að Háskólanum hefði ekki tekist að sýna fram á hvernig gjaldinu væri ráðstafað. Þessu máli er þó ekki lokið enda fór Háskólinn fram á endurupptöku úrskurðarins og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni sem enn hefur ekki kveðið upp endanlega úrskurð sinn. Hér ber því að ítreka að eins og staðan er í dag hvílir gjaldið ekki á traustum grunni Með þessar staðreyndir í huga verður það að teljast afar óábyrgt af rektor að fara þess á leit að gjaldið verði hækkað og enn óábyrgara af ráðherra háskólamála að verða við þeirri beiðni rektors. Í þessu tilfelli væri betur heima setið en af stað farið, enda getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar reynist gjaldið í raun vera ólögmætt. Háskóli Íslands er fjársveltur og er hann í rauninni langminnstur í gotinu miðað við systkini sín á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er ýmist frjáls eða gjöld hófleg. Það er sorglegt að óskað sé eftir því að stúdenta eigi að bera upp rekstur opinberrar háskólamenntunar. Sérstaklega þegar Háskóli Íslands er ekki rekinn fyrir stúdenta. Á einhverjum tímapunkti urðu kaflaskil. Grunnskylda HÍ hætti að vera að sinna stúdentum sínum. Stúdentar fá ekki að mæta í skólann án þess að borga háar upphæðir fyrir bílastæði eða meingallaðar almenningssamgöngur, stúdentar fá ekki aðgang að upptökum af fyrirlestrum sínum, sumir stúdentar fá ekki að taka endurtektarpróf eða fá að taka þau það seint að þau missa af útskriftinni sinni, stúdentar þurfa að líða fyrir pláss- og stofuleysi og sumum stúdentum hefur verið gert að dúsa í stofum án rafmagns, internets og gluggatjalda eða í stofum sem hristast undan framkvæmda við Nýja Landspítala, stúdentar fá ekki einu sinni að velja sinn rektor. Ef yfirvöld fá sínu framgengt og koma á skólagjaldi við HÍ þá skerðir það aðgengi að námi, einkum fyrir efnaminni samfélagshópa. Einstæða móðirinn á ekki lengur efni að borga æfingagjöldin fyrir yngsta soninn. Norðfirðingurinn þarf að finna sér nýja drauma um ævistarf þar sem hann á ekki efni á leigu vegna þess að Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjaldinu. Tilvonandi viðskiptafræði-, sálfræði-, hagfræði-, lögfræði- og tölvunarfræðinemar munu frekar leita í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fá í það minnsta það sem þau borga fyrir. Fjármögnun háskólanna er nú hlutverk stúdenta, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tök á því að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu. Hinni fylkingunni hefur verið tíðrætt um fulltrúa stúdenta fyrir Vöku í háskólaráði. Þegar þetta mál kom fyrst á borð háskólaráðs var uppi spurningin um hvort senda ætti boð til háskólaráðuneytisins um hækkun skrásetningargjalds. Fulltrúi Vöku sat í upphafi hjá til að kynna sér málið betur og taka upplýsta afstöðu. Síðar á sama fundi óskar hann eftir að breyta sinni afstöðu og hafnar þessari tillögu. Það er ekki löstur að taka sér tíma til umhugsunar í þeirri meiningu að taka upplýsta ákvörðun. Hefur hann árétt afstöðu sína og félagsins til gjaldtöku í Háskóla Íslands nú í tvígang. Vaka er mótfallin allri gjaldtöku sem leggst á stúdenta, líkt og bílastæðagjöldum og skrásetningargjöldum, slíkar álögur ganga gegn grundvallarmarkmiðum okkar um jafnt aðgengi að námi óháð efnahag og okkar gæslu að réttindum stúdenta. Vaka krefst þess að tryggt verði að núverandi gjöld haldist óbreytt og hefur farið fram á fundi með rektor og ráðherra. Höfundur er oddviti Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun