Sport

Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Meiðsli hafa leikið Tiger grátt síðustu árin.
Meiðsli hafa leikið Tiger grátt síðustu árin. vísir/getty

Tiger Woods er ekki búinn að gefast upp þrátt fyrir endalaus þrálát meiðsli.

Hann meiddist illa á ökkla í mars og missti af öllum risamótunum í sumar. Margir óttuðust að hann myndi láta gott heita eftir þessi nýjustu meiðsli en svo virðist ekki vera.

Hann var nefnilega mættur á æfingasvæðið á golfvelli í New Jersey fyrr í vikunni. Er það í fyrsta sinn sem sést til Tigers sveifla kylfu síðan hann meiddist.

Þó svo hinn 49 ára gamli Tiger sé byrjaður að sveifla á nýjan leik er ekki búist við því að hann taki þátt á móti fyrr en eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×