Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 09:58 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur verið með mörg járn í eldinum undanfarin ár en heldur nú áfram með rekstur fyrirtækisins sem hann stofnaði 2014. Vísir/vilhelm Haraldur Þorleifsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Ueno, nýtti glugga sem hann hafði til að endurvekja félagið fjórum árum eftir að það var selt til Twitter. Hann þurfti því ekki að kaupa það til baka en hann kveðst afar spenntur fyrir framhaldinu. „Þetta er alveg svakalega stór breyting. Ég er mjög spenntur. Við erum búin að vera undanfarna mánuði að vinna í þessu,“ segir Haraldur í samtali við Vísi en tilkynnt var um það í gær að fyrirtækið væri mætt aftur með Halla í brúnni. „Ég fékk þegar ég seldi fyrirtækið, þá var ég með fjögurra ára glugga þar sem ég mátti ekki stofna það aftur, en svo mátti ég núna stofna það aftur,“ segir Haraldur.„Þetta er sama félag, þetta var bara mjög einfalt að ýta á on.“ Sala fyrirtækisins til Twitter vakti töluverða athygli á sínum tíma en um var að ræða gríðarstór viðskipti á mælikvarða íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Vinnur í að fá fleira fólk til baka Á heimasíðu hins endurvakta félags segir að Ueno hafi gengið til liðs við Twitter 2021 til að leiða nýsköpun en í ár hafi það opnað aftur sem sérhæft ráðgjafafyrirtæki sem vinnur með fáum, vandlega völdum viðskiptavinum sem séu leiðandi á sínu sviði. „Þetta er að stórum hluta mikið af sama fólkinu en fólk er auðvitað komið í allar áttir. En ég er svona að vinna í því að reyna að fá sem flesta til baka,“ segir Haraldur. Fyrirtækið hafi aldrei verið beint með höfuðstöðvar neins staðar, heldur skrifstofur hér og þar og hann væntir þess að svo verði áfram. Fyrirtækið stofnaði Haraldur upphaflega í íbúðinni sinni í Reykjavík 2014 en það óx hratt og er nú aftur starfandi undir stjórn Haraldar. Tækni Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
„Þetta er alveg svakalega stór breyting. Ég er mjög spenntur. Við erum búin að vera undanfarna mánuði að vinna í þessu,“ segir Haraldur í samtali við Vísi en tilkynnt var um það í gær að fyrirtækið væri mætt aftur með Halla í brúnni. „Ég fékk þegar ég seldi fyrirtækið, þá var ég með fjögurra ára glugga þar sem ég mátti ekki stofna það aftur, en svo mátti ég núna stofna það aftur,“ segir Haraldur.„Þetta er sama félag, þetta var bara mjög einfalt að ýta á on.“ Sala fyrirtækisins til Twitter vakti töluverða athygli á sínum tíma en um var að ræða gríðarstór viðskipti á mælikvarða íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Vinnur í að fá fleira fólk til baka Á heimasíðu hins endurvakta félags segir að Ueno hafi gengið til liðs við Twitter 2021 til að leiða nýsköpun en í ár hafi það opnað aftur sem sérhæft ráðgjafafyrirtæki sem vinnur með fáum, vandlega völdum viðskiptavinum sem séu leiðandi á sínu sviði. „Þetta er að stórum hluta mikið af sama fólkinu en fólk er auðvitað komið í allar áttir. En ég er svona að vinna í því að reyna að fá sem flesta til baka,“ segir Haraldur. Fyrirtækið hafi aldrei verið beint með höfuðstöðvar neins staðar, heldur skrifstofur hér og þar og hann væntir þess að svo verði áfram. Fyrirtækið stofnaði Haraldur upphaflega í íbúðinni sinni í Reykjavík 2014 en það óx hratt og er nú aftur starfandi undir stjórn Haraldar.
Tækni Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent