Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 06:00 Frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði sem hefur verið yfirfullt undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann. Dómsmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann.
Dómsmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira