Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 06:00 Frá gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði sem hefur verið yfirfullt undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann. Dómsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi 17. september 2018, kærði brottvísun Útlendingastofnunar og krafðist ógildingar. Til vara vildi hann fella niður eða stytta endurkomubannið. Hann byggði á því að brot hans væru ekki þess eðlis að útlendingalög ættu við. Þanni gæti fyrri refsidómur hans ekki einn og sér réttlætt brottvísun, og að líta bæri til reglna EES um frjálsa för. Þá hélt hann því fram að hann hefði dvalið hér svo lengi að hann nyti aukinnar verndar, að brottvísun væri ósanngjörn í ljósi tengsla hans við Ísland, meðal annars við eiginkonu og bróður, og að Útlendingastofnun hefði brotið gegn andmælarétti hans. Málaskrá lögreglu eðlilegar vísbendingar Kærunefnd hafnaði þessum rökum Grikkjans. Hún áréttaði að mat á brottvísun byggðist ekki sjálfvirkt á sakfellingum heldur heildstæðu mati á hegðunarmynstri. Nefndin taldi lögmætt að líta til málaskrár lögreglu sem vísbendingu um áframhaldandi brotaáhættu. Þá taldi nefndin ekki sýnt fram á að andmælaréttur hefði verið skertur. Varðandi ótímabundinn dvalarrétt taldi nefndin að maðurinn hefði ekki dvalið „löglega“ samfellt í fimm ár hér á landi því dvöl hans frá hausti 2021 hefði að mestu verið fjármögnuð með greiðslu atvinnuleysisbóta. Þá voru skjáskot af bankainnistæðu í Grikklandi ekki talin fullnægjandi sönnun um sjálfsaflafé. Tengsl hans við Ísland voru auk þess metin takmörkuð. Maki hans hefði afleiddan dvalarrétt á grundvelli hans, takmörkuð atvinnutengsl og var skráð flutt úr landi í mars síðastliðnum. Þá teldist bróðir hans ekki nánasti aðstandandi í lagaskilningi. Sakborningur í 28 málum Maðurinn var í apríl í fyrra dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, til greiðslu 750 þúsund króna sektar og 21 mánaða sviptingu ökuréttar. Hann var sakfelldur fyrir sex brot á fíkniefnalögum, meðal annars í sölu- og dreifingarskyni, og sex umferðarlagabrot, þar á meðal ölvunar- og fíkniefnaakstur, akstur án ökuréttinda og hraðakstur. Samkvæmt umsögnum lögreglu hefur hann frá 2019 verið skráður sakborningur í 28 málum sem fela í sér 56 brot. Fimm mál eru opin, m.a. vegna stórfelldrar líkamsárásar, peningaþvættis og brota á útlendingalögum. Ítrekuð sýnataka hefur gefið jákvæða svörun fyrir vímuefnum þótt blóðgildi hafi oft ekki mælst. Í ljósi brotaferils, takmarkaðrar aðlögunar og áhættu á endurteknum brotum staðfesti kærunefnd brottvísun og sex ára endurkomubann.
Dómsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira