Innlent

Al­þingi efnir til stefnuræðubingós

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kristrún Frostadóttir heldur stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Kristrún Frostadóttir heldur stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Samsett

Á Facebook-síðu Alþingis hafa verið birt bingóspjöld fyrir svokallað „stefnuræðubingó.“ Sigurvegarinn fær einkaleiðsögn um Alþingishúsið.

Nýjasta færslan á Facebook-síðu Alþingis kemur ef til vill á óvart en með færslunni eru tólf bingóspjöld öll merkt „stefnuræðubingó.“ Í færslunni segir að starfsfólk fræðsluteymis skrifstofu Alþingis hafi útbúið áðurnefnd bingóspjöld „sem hægt er að hafa við hendina og dreifa til fjölskyldumeðlima og vina.“ 

Á spjöldunum má sjá ýmis orð sem eru líkleg til að vera í stefnuræðum forsætisráðherra og annarra þingmanna í kvöld. Orðin eru til að mynda verðbólga, verkstjórn, Úkraína, lýðveldi, málþóf, veiðigjöld og lífeyrisþegar. Landsmenn eru hvattir til að fylgjast með stefnuræðunum, merkja við þegar þau heyra orðið, og senda útfyllt spjöld á Alþingi. 

„Dregið verður úr innsendum spjöldum og heppinn þátttakandi getur unnið einkaleiðsögn um Alþingishúsið,“ segir í færslunni. Hægt er að skoða spjöldin betur í færslunni á Facebook-síðu Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×