Biður þingmenn að gæta orða sinna Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2025 19:58 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Vísir/Anton Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. Í ræðunni sagðist Kristrún vonast til þess að mikið gagn í þágu lands og þjóðar myndi vinnast á þessu þingi. Þingmenn séu sammála um margt eins og það að vilja skapa fallegt samfélag frelsis og mannvirðingar hér á landi. „Þá skiptir máli að við hlustum á hvert annað. Og reynum að skilja hvaðan fólk er að koma – þótt við séum ósammála. En það skiptir ekki síður máli hvernig við tölum hvert við annað,“ sagði Kristrún. Hún kallaði eftir því að þingmenn leituðu lausna á grunni virðingar og leiddu fólk saman í stað þess að ýta undir það sem sundri. Hún sagði að ríkisstjórnin myndi standa vörð um mannréttindi allra landsmanna og að hún gengi út frá því að það ætti líka við flesta, ef ekki alla, þingmenn í stjórnarandstöðu. „Hér hafa allir fullt málfrelsi – en gætum orða okkar. Því orðum fylgir ábyrgð. Og tónn skiptir máli. Gott fólk, virðum og elskum náungann. Og þá mun okkur farnast vel.“ Þingið verði að virka Niðurlag ræðunnar var í raun framhald af upphafi hennar þar sem Kristrún sagði meðlimi ríkisstjórnarinnar ganga samstíga til verks og að verkin yrðu látin tala. Áður en hún fór yfir þau helstu verk ávarpaði hún þó fyrst störf þingsins. „Það er heiður að sitja á Alþingi Íslendinga og því fylgir ábyrgð," sagði Kristrún. „Þegar þjóðin kýs - þá verður þingið að virka. Það er undistaða lýðræðis í landinu.“ Hún sagði verulegar breytingar hafa orðið á pólitísku landslagi Íslands síðasta haust, sem hafi leitt af sér nýja ríkisstjórn, nýja stefnu og nýtt verklag. Sömuleiðis hafi orðið breytingar á starfsháttum stjórnarandstöðu, sem tekið hafi verið eftir. Var hún þá að vísa til málþófs stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins í fyrra og beitingu 71. greinar þingskaparlaga, hins svokallaða „kjarnorkuákvæði“. Sjá einnig: Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu „Við getum öll verið sammála um það að þingstörfin hefðu átt að ganga betur síðastliðið vor. Þar er ábyrgðin bæði hjá meirihluta og minnihluta. Því að þingið verður að virka. Ríkisstjórnin hefur verið sögð ganga heldur hratt til verka, fremur en hitt. Og sem forsætisráðherra get ég sagt að við tökum þá gagnrýni til okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði að ríkisstjórnin hefði brugðist við ábendingum frá forseta Alþingis og þingflokksformönnum og sterkri þingmálaskrá hafi verið stillt upp fyrir nýja þingið. Kristrún fór yfir helstu áherslur ríkisstjórnarinnar á nýju þingi, eins og gert hefur verið undanfarna daga. Hún sagði helstu áherslurnar vera tiltekt, verðmætasköpun og aðgerðir til að styrkja öryggi og innviði Íslands. Af 157 málum á þingmálaskrá eru 41 endurflutt frá fyrra þingi og sagði Kristrún að þau hættu að geta fengið fljóta meðferð á þingi í haust. „Ég höfða til ábyrgðar þingmanna allra þingflokka: Látum lýðræðið virka. Ræðum málin og greiðum svo atkvæði og leiðum þau þannig til lykta. Það er skylda okkar gagnvart þjóðinni og lýðræðinu í landinu.“ Kominn tími á tiltekt Kristrún sagði að á öllum heimilum kæmi sá tími þegar taka þyrfti hressilega til og það ætti einnig við ríkisheimilið. Laga þyrfti ríkisfjármálin með tiltekt, hagræðingur og með því að skrúfa fyrir skattaglufur. Heilt yfir þyrfti að ná betri stjórn á starfsemi ríkisins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og tillögur frá almenningi, atvinnurekendum og öðrum hefðu þegar skilað árangri og markmiðið væri að fjárlög 2027 yrðu þau fyrstu hallalausu í áratug. „En forseti – og þetta er lykilatriði – ef við þurfum að gera meira hraðar til að vinna niður vexti og verðbólgu. Þá gerum við meira hraðar. Svo sem í ríkisfjármálum og aðgerðum í húsnæðismálum. Það er alveg á hreinu. Þessi ríkisstjórn tekur ábyrgð á stjórn efnahagsmála í landinu – fulla ábyrgð. Og við munum aldrei hlaupast undan eða benda fingri á alla aðra. Ekki á minni vakt.“ Hún benti á að stýrivextir hafi þegar lækkað um eitt og hálft prósentustig en meiri vinnu þyrfti að vinna. Kristrún nefndi einnig útlendingamálin í ræðu sinni og sagði að tiltekt þar yrði ofarlega á blaði. Þar ætti meðal annars að afturkalla alþjóðlega vernd fyrir fólk sem fremur alvarleg eða ítrekuð brot, afnáma átján mánaða regluna svokölluðu, sem veitt hefur fólki sjálfkrafa dvalarleyfi þegar tafir verða á afgreiðslu máls þeirra og að farið verði í sameiningu atvinnu- og dvalarleyfa með hertum skilyrðum. Þar að auki verði nýjasti hælispakki Evrópusambandsins innleiddur og byggð brottfararstöð til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Schengen samningnum. Ræðu Kristrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan: Frú forseti – háttvirtir þingmenn. Helstu áherslur ríkisstjórnarinnar á nýju þingi – sem birtast meðal annars í þingmálaskrá og fyrstu fjárlögum þessarar ríkisstjórnar – eru tiltekt, verðmætasköpun og aðgerðir til að styrkja öryggi og innviði Íslands. Ríkisstjórnin gengur samstíga til verka. Sem fyrr munu verkin tala. Og í þessari stefnuræðu hyggst ég stikla á stóru um helstu verkefni vetrarins. En áður en lengra er haldið vil ég ávarpa störf þingsins og samstarf okkar sem erum kjörin á Alþingi Það er heiður að sitja á Alþingi Íslendinga. Og því fylgir ábyrgð. Þegar þjóðin kýs – þá verður þingið að virka. Það er undirstaða lýðræðis í landinu. Í Alþingiskosningum síðastliðið haust urðu verulegar breytingar í hinu pólitíska landslagi. Sem leiddu af sér hrein stjórnarskipti, nýja ríkisstjórn, nýja stefnu og nýtt verklag. Sömuleiðis urðu breytingar á starfsháttum í stjórnarandstöðu sem eftir var tekið. Við getum öll verið sammála um það að þingstörfin hefðu átt að ganga betur síðastliðið vor. Þar er ábyrgðin bæði hjá meirihluta og minnihluta. Því að þingið verður að virka. Ríkisstjórnin hefur verið sögð ganga heldur hratt til verka, fremur en hitt. Og sem forsætisráðherra get ég sagt að við tökum þá gagnrýni til okkar. Því þó að stjórnkerfið hafi virkað vel síðasta vor – og þingmál ríkisstjórnarinnar skilað sér betur og hraðar til þingsins en áður – þá er nauðsynlegt að Alþingi og nefndirnar hérna inni ráði vel við hraðann. Þannig að mál séu afgreidd með skilvirkum hætti, jafnt og þétt yfir veturinn. Þess vegna hefur ríkisstjórnin nú brugðist við ábendingum forseta Alþingis og þingflokksformanna: Við höfum stillt upp sterkri þingmálaskrá sem vissulega er stórpólitísk – en trúverðug og takmörkuð að umfangi til að tryggja skilvirka afgreiðslu á Alþingi. Til að undirstrika það, þá inniheldur þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 157 mál – samanborið við 217 mál á sama tíma á síðasta ári, hjá fyrri ríkisstjórn. Og af þessum 157 málum eru 41 mál endurflutt frá fyrra þingi, eftir ítarlega umfjöllun, og ættu því að geta fengið fljóta meðferð í þinginu í haust. Ég höfða til ábyrgðar þingmanna allra þingflokka: Látum lýðræðið virka. Ræðum málin og greiðum svo atkvæði og leiðum þau þannig til lykta. Það er skylda okkar gagnvart þjóðinni og lýðræðinu í landinu. Forseti. Á öllum heimilum kemur sá tími að það þarf að staldra við og taka svolítið hressilega til. Og þar er ríkisheimilið engin undantekning. Tiltekt ríkisstjórnarinnar á sér ýmsar birtingarmyndir: Við erum að laga ríkisfjármálin – með því að taka til í kerfinu, hagræða og skrúfa fyrir skattaglufur. Og með því að ná betri stjórn á starfsemi ríkisins heilt yfir. Þetta er mikilvægt. Tillögur um hagsýni í ríkisrekstri – frá almenningi, atvinnurekendum, stéttarfélögum, stjórnendum og starfsfólki hins opinbera – hafa nú skilað sér í yfir 100 milljarða uppsafnaðri hagræðingu á tíma nýrrar fjármálaáætlunar. Þetta sést strax í fjárlögum fyrir árið 2026 – sem verða fyrir vikið mun nær sjálfbærum rekstri en áður stefndi í. Og þannig færumst við líka nær settu marki um að fjárlög ársins 2027 verði fyrstu hallalausu fjárlög ríkisins í áratug. Ný stöðugleikaregla er strax farin að hafa áhrif. En forseti – og þetta er lykilatriði – ef við þurfum að gera meira hraðar til að vinna niður vexti og verðbólgu. Þá gerum við meira hraðar. Svo sem í ríkisfjármálum og aðgerðum í húsnæðismálum. Það er alveg á hreinu. Þessi ríkisstjórn tekur ábyrgð á stjórn efnahagsmála í landinu – fulla ábyrgð. Og við munum aldrei hlaupast undan eða benda fingri á alla aðra. Ekki á minni vakt. Hins vegar er rétt að halda því til haga að stýrivextir hafa lækkað um 1,5% – frá því að fyrri ríkisstjórn boðaði til kosninga. Sem hefur lækkað kostnað meðalheimilis um allt að 50 þúsund krónur í hverjum mánuði. Það er meiri lækkun fyrir marga – minni fyrir suma – en þetta eru upphæðir sem skipta miklu máli í bókhaldi heimila og fyrirtækja sömuleiðis. Við þurfum að halda tiltektinni áfram – til að verðbólgan fari niður í markmið Seðlabankans og vextir haldi áfram að lækka. Og það munum við gera. Dæmi um tiltektarmál á þingmálaskrá eru til að mynda: Afnám handhafalauna fyrir handhafa forsetavalds – samkvæmt frumvarpi sem ég mun leggja fram – ásamt frumvarpi um eitt nefndahús fyrir nefndir ríkisins, að norrænni fyrirmynd. Þá verður lagt fram frumvarp sem skýrir viðmið við launabreytingar þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna sem unnið er með aðilum vinnumarkaðarins. Sameining sýslumanna er umbótamál sem verður endurflutt. Til viðbótar við sameiningu stofnana á sviði safnamála og húsnæðis- og skipulagsmála og sameiningu ýmissa samkeppnissjóða. Ráðist verður í tiltekt í heilbrigðismálum – til að draga úr skriffinnsku og gera þjónustuna skilvirkari. Tiltekt í útlendingamálum verður ofarlega á blaði. Með afturköllun á alþjóðlegri vernd fyrir fólk sem fremur alvarleg eða síendurtekin brot. Með afnámi á séríslensku 18 mánaða reglunni sem hefur veitt fólki sjálfkrafa dvalarleyfi þegar tafir verða á afgreiðslu mála. Farið verður í sameiningu atvinnu- og dvalarleyfa með hertum skilyrðum, innleiðingu nýjasta hælispakka Evrópusambandsins og byggingu á brottfararstöð – til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Schengen-samningnum. Um leið verður hætt að vista útlendinga í gæsluvarðhaldi sem á að brottvísa. Félags- og húsnæðismálaráðherra leggur fram frumvarp um breytingar á atvinnuleysistryggingum – þar á meðal styttingu bótatímabils samhliða styrkingu á virkniúrræðum fyrir atvinnulausa. Svona mætti lengi telja. Það verða ekki allir sáttir við allt – sumt verður erfitt – en við ætlum áfram. Því það er betra að vera með ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir og framkvæmir – þó að margir verði ósáttir með einstök mál – frekar en ríkisstjórn sem getur ekki tekið ákvarðanir og gerir alla ósátta. Við erum að einfalda regluverk. Það er tiltekt sem styður við aukna verðmætasköpun. Þar má nefna: Stórfellda einföldun leyfisferla í orkumálum. Mestu einföldun í eftirlitsumhverfi fyrirtækja í áratugi – með niðurlagningu heilbrigðiseftirlita, sem fækkar eftirlitsaðilum úr 11 í 2. Ráðist verður í einföldun regluverks um erlenda fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum. Létt á jafnlaunavottun. Og okkar ágæti félags- og húsnæðismálaráðherra mun í vetur ganga í það verk – loksins – að snareinfalda og létta á byggingarreglugerð. Sem oft var lofað en aldrei efnt – fyrr en núna. Við erum að móta atvinnustefnu fyrir Ísland – vaxtarplan til 2035. Sem lýsir hvernig stjórnvöld vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpun. Það er tiltekt. Til að leggja grunn að betri hagvexti á Íslandi, meiri hagvexti á mann – sem er lykilatriði – með minna álagi á samfélag, umhverfi og innviði. Á næsta ári verða hafnar framkvæmdir við stækkun fjögurra verknámsskóla vítt um land – sem hafa nú verið fjármagnaðar. Það er stórmál fyrir menntun og atvinnulíf í landinu. Atvinnuvegaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust um auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Og eftir áramót ætlum við að lögfesta nýjan ramma fyrir lagareldið. Loks mun innviðaráðherra mæla fyrir frumvarpi um framtíðarfyrirkomulag strandveiða og byggðakvóta í sjávarútvegi. Og áfram göngum við rösklega til verka í orkumálum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun í haust mæla fyrir frumvarpi sem felur í sér fulla jöfnun á dreifikostnaði raforku um land allt. Þetta eru stór tíðindi fyrir hinar dreifðu byggðir í landinu – mál sem við getum verið stolt af og undirstrikar það að auðlindir Íslands eru sameign þjóðar. Af öðrum orkumálum má nefna nýtt 10 ára orkuöflunarmarkmið sem verður til hliðsjónar við vinnslu rammaáætlunar. Fluttar verða tvær rammaáætlunartillögur, nærsamfélagi tryggðar tekjur af öflun raforku og settar reglur um vindorkunýtingu – sem kveða meðal annars á um takmörkun á tilteknum svæðum og neitunarvald sveitarfélaga. Ný heildarlög um loftslagsmál verða lögð fram á þinginu í haust. Sem fela í sér tiltekt og taka betur mið af raunverulegri stöðu mála – styttri listi, með raunhæfum markmiðum og aðgerðum til að ná settu marki. Forseti – samhliða áherslu ríkisstjórnarinnar á tiltekt og verðmætasköpun – þá munum við um leið hefjast handa við að styrkja öryggi og innviði Íslands: Öryggi á vegum – með 7 milljarða viðbót í vegabætur strax á næsta ári. Og með stofnun innviðafélags, samhliða samgönguáætlun, til að byrja aftur að bora jarðgöng í þessu landi. Öryggi borgaranna aukum við – með því að fjölga lögreglumönnum um 50, styrkja Landhelgisgæslu og stofnanir fangelsismála og útlendingamála. Og með því að veita loksins heimild til að framfylgja nálgunarbanni með notkun ökklabands. Síðast en ekki síst má nefna nýtt úrræði til öryggisvistunar fyrir ósakhæfa einstaklinga – sem lengi hefur verið kallað eftir og nú verður komið á fót. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða tekin – með því að fjölga áfram hjúkrunarrýmum og efla úrræði vegna fíknisjúkdóma og geðþjónustu barna og aldraðra svo dæmi séu tekin. Þá munu framkvæmdir hefjast við byggingu legudeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Og tekin verða markviss skref til að bæta afkomuöryggi öryrkja og eldra fólks – lífeyrir mun nú fylgja launaþróun, við hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði og greiddur verður jólabónus til öryrkja og tekjulægra eldra fólks. Forseti. Utanríkisráðherra mun í haust mæla fyrir nýrri öryggis- og varnarstefnu Íslands sem hefur verið unnin með fulltrúum þingflokka úr meirihluta og minnihluta á Alþingi. Ég vonast eftir áframhaldandi breiðri sátt um öryggi og varnir landsins. Í utanríkismálum hefur meginverkefni ríkisstjórnarinnar verið að sinna hagsmunagæslu fyrir Ísland – og það gerum við áfram af fullum þunga. Með því að þétta raðirnar með bandalagsríkjum okkar, bæði vestan Atlantshafs og í Evrópu. Með kröfu um að alþjóðlög séu virt og landamæri standi. Og með því að berjast af alefli gegn tollum á íslenskan útflutning. Á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) höfum við haldið styrkleikum Íslands kirfilega til haga – með góðum árangri. Aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Og það verður engin eðlisbreyting á sambandi okkar við NATO: Við verðum áfram herlaus þjóð en leggjum okkar af mörkum með öðrum hætti – svo sem með því að efla innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir landsins. Af þessu öllu leiðir að Ísland stendur áfram þétt með Úkraínu gegn árásarstríði Rússlands – líkt og okkar nánustu bandalagsríki. Sömuleiðis mun ríkisstjórnin áfram beita sér á alþjóðlegum vettvangi gegn framgöngu Ísraelsríkis í Palestínu sem er löngu gengin alltof langt. Afstaða okkar hefur verið sú að við náum mestum árangri í þessu máli með þrýstingi í samfloti með ríkjum sem deila okkar gildismati. En viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa valdið vonbrigðum. Og við þurfum því að eiga opinskátt samtal um það hvernig er best fyrir Ísland að auka þrýstinginn á að árásum verði hætt svo hörmungunum linni. Forseti. Ég vona að við vinnum gagn á þessu þingi – í þágu lands og þjóðar. Þegar upp er staðið þá erum við sammála um býsna margt. Við viljum skapa fallegt samfélag frelsis og mannvirðingar á Íslandi. Þá skiptir máli að við hlustum á hvert annað. Og reynum að skilja hvaðan fólk er að koma – þótt við séum ósammála. En það skiptir ekki síður máli hvernig við tölum hvert við annað. Því að við komumst nokkuð langt með virðingu. Ef við leitum síðan lausna á þeim grunni. Með því að leiða fólk saman – í stað þess að ýta undir það sem sundrar og færast fjær hvert öðru. Þessi ríkisstjórn mun standa vörð um mannréttindi allra landsmanna – að sjálfsögðu. Og ég geng út frá því að það eigi líka við um langflesta, ef ekki alla, þingmenn í stjórnarandstöðu. Hér hafa allir fullt málfrelsi – en gætum orða okkar. Því orðum fylgir ábyrgð. Og tónn skiptir máli. Gott fólk, virðum og elskum náungann. Og þá mun okkur farnast vel. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Í ræðunni sagðist Kristrún vonast til þess að mikið gagn í þágu lands og þjóðar myndi vinnast á þessu þingi. Þingmenn séu sammála um margt eins og það að vilja skapa fallegt samfélag frelsis og mannvirðingar hér á landi. „Þá skiptir máli að við hlustum á hvert annað. Og reynum að skilja hvaðan fólk er að koma – þótt við séum ósammála. En það skiptir ekki síður máli hvernig við tölum hvert við annað,“ sagði Kristrún. Hún kallaði eftir því að þingmenn leituðu lausna á grunni virðingar og leiddu fólk saman í stað þess að ýta undir það sem sundri. Hún sagði að ríkisstjórnin myndi standa vörð um mannréttindi allra landsmanna og að hún gengi út frá því að það ætti líka við flesta, ef ekki alla, þingmenn í stjórnarandstöðu. „Hér hafa allir fullt málfrelsi – en gætum orða okkar. Því orðum fylgir ábyrgð. Og tónn skiptir máli. Gott fólk, virðum og elskum náungann. Og þá mun okkur farnast vel.“ Þingið verði að virka Niðurlag ræðunnar var í raun framhald af upphafi hennar þar sem Kristrún sagði meðlimi ríkisstjórnarinnar ganga samstíga til verks og að verkin yrðu látin tala. Áður en hún fór yfir þau helstu verk ávarpaði hún þó fyrst störf þingsins. „Það er heiður að sitja á Alþingi Íslendinga og því fylgir ábyrgð," sagði Kristrún. „Þegar þjóðin kýs - þá verður þingið að virka. Það er undistaða lýðræðis í landinu.“ Hún sagði verulegar breytingar hafa orðið á pólitísku landslagi Íslands síðasta haust, sem hafi leitt af sér nýja ríkisstjórn, nýja stefnu og nýtt verklag. Sömuleiðis hafi orðið breytingar á starfsháttum stjórnarandstöðu, sem tekið hafi verið eftir. Var hún þá að vísa til málþófs stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins í fyrra og beitingu 71. greinar þingskaparlaga, hins svokallaða „kjarnorkuákvæði“. Sjá einnig: Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu „Við getum öll verið sammála um það að þingstörfin hefðu átt að ganga betur síðastliðið vor. Þar er ábyrgðin bæði hjá meirihluta og minnihluta. Því að þingið verður að virka. Ríkisstjórnin hefur verið sögð ganga heldur hratt til verka, fremur en hitt. Og sem forsætisráðherra get ég sagt að við tökum þá gagnrýni til okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði að ríkisstjórnin hefði brugðist við ábendingum frá forseta Alþingis og þingflokksformönnum og sterkri þingmálaskrá hafi verið stillt upp fyrir nýja þingið. Kristrún fór yfir helstu áherslur ríkisstjórnarinnar á nýju þingi, eins og gert hefur verið undanfarna daga. Hún sagði helstu áherslurnar vera tiltekt, verðmætasköpun og aðgerðir til að styrkja öryggi og innviði Íslands. Af 157 málum á þingmálaskrá eru 41 endurflutt frá fyrra þingi og sagði Kristrún að þau hættu að geta fengið fljóta meðferð á þingi í haust. „Ég höfða til ábyrgðar þingmanna allra þingflokka: Látum lýðræðið virka. Ræðum málin og greiðum svo atkvæði og leiðum þau þannig til lykta. Það er skylda okkar gagnvart þjóðinni og lýðræðinu í landinu.“ Kominn tími á tiltekt Kristrún sagði að á öllum heimilum kæmi sá tími þegar taka þyrfti hressilega til og það ætti einnig við ríkisheimilið. Laga þyrfti ríkisfjármálin með tiltekt, hagræðingur og með því að skrúfa fyrir skattaglufur. Heilt yfir þyrfti að ná betri stjórn á starfsemi ríkisins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og tillögur frá almenningi, atvinnurekendum og öðrum hefðu þegar skilað árangri og markmiðið væri að fjárlög 2027 yrðu þau fyrstu hallalausu í áratug. „En forseti – og þetta er lykilatriði – ef við þurfum að gera meira hraðar til að vinna niður vexti og verðbólgu. Þá gerum við meira hraðar. Svo sem í ríkisfjármálum og aðgerðum í húsnæðismálum. Það er alveg á hreinu. Þessi ríkisstjórn tekur ábyrgð á stjórn efnahagsmála í landinu – fulla ábyrgð. Og við munum aldrei hlaupast undan eða benda fingri á alla aðra. Ekki á minni vakt.“ Hún benti á að stýrivextir hafi þegar lækkað um eitt og hálft prósentustig en meiri vinnu þyrfti að vinna. Kristrún nefndi einnig útlendingamálin í ræðu sinni og sagði að tiltekt þar yrði ofarlega á blaði. Þar ætti meðal annars að afturkalla alþjóðlega vernd fyrir fólk sem fremur alvarleg eða ítrekuð brot, afnáma átján mánaða regluna svokölluðu, sem veitt hefur fólki sjálfkrafa dvalarleyfi þegar tafir verða á afgreiðslu máls þeirra og að farið verði í sameiningu atvinnu- og dvalarleyfa með hertum skilyrðum. Þar að auki verði nýjasti hælispakki Evrópusambandsins innleiddur og byggð brottfararstöð til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Schengen samningnum. Ræðu Kristrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan: Frú forseti – háttvirtir þingmenn. Helstu áherslur ríkisstjórnarinnar á nýju þingi – sem birtast meðal annars í þingmálaskrá og fyrstu fjárlögum þessarar ríkisstjórnar – eru tiltekt, verðmætasköpun og aðgerðir til að styrkja öryggi og innviði Íslands. Ríkisstjórnin gengur samstíga til verka. Sem fyrr munu verkin tala. Og í þessari stefnuræðu hyggst ég stikla á stóru um helstu verkefni vetrarins. En áður en lengra er haldið vil ég ávarpa störf þingsins og samstarf okkar sem erum kjörin á Alþingi Það er heiður að sitja á Alþingi Íslendinga. Og því fylgir ábyrgð. Þegar þjóðin kýs – þá verður þingið að virka. Það er undirstaða lýðræðis í landinu. Í Alþingiskosningum síðastliðið haust urðu verulegar breytingar í hinu pólitíska landslagi. Sem leiddu af sér hrein stjórnarskipti, nýja ríkisstjórn, nýja stefnu og nýtt verklag. Sömuleiðis urðu breytingar á starfsháttum í stjórnarandstöðu sem eftir var tekið. Við getum öll verið sammála um það að þingstörfin hefðu átt að ganga betur síðastliðið vor. Þar er ábyrgðin bæði hjá meirihluta og minnihluta. Því að þingið verður að virka. Ríkisstjórnin hefur verið sögð ganga heldur hratt til verka, fremur en hitt. Og sem forsætisráðherra get ég sagt að við tökum þá gagnrýni til okkar. Því þó að stjórnkerfið hafi virkað vel síðasta vor – og þingmál ríkisstjórnarinnar skilað sér betur og hraðar til þingsins en áður – þá er nauðsynlegt að Alþingi og nefndirnar hérna inni ráði vel við hraðann. Þannig að mál séu afgreidd með skilvirkum hætti, jafnt og þétt yfir veturinn. Þess vegna hefur ríkisstjórnin nú brugðist við ábendingum forseta Alþingis og þingflokksformanna: Við höfum stillt upp sterkri þingmálaskrá sem vissulega er stórpólitísk – en trúverðug og takmörkuð að umfangi til að tryggja skilvirka afgreiðslu á Alþingi. Til að undirstrika það, þá inniheldur þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 157 mál – samanborið við 217 mál á sama tíma á síðasta ári, hjá fyrri ríkisstjórn. Og af þessum 157 málum eru 41 mál endurflutt frá fyrra þingi, eftir ítarlega umfjöllun, og ættu því að geta fengið fljóta meðferð í þinginu í haust. Ég höfða til ábyrgðar þingmanna allra þingflokka: Látum lýðræðið virka. Ræðum málin og greiðum svo atkvæði og leiðum þau þannig til lykta. Það er skylda okkar gagnvart þjóðinni og lýðræðinu í landinu. Forseti. Á öllum heimilum kemur sá tími að það þarf að staldra við og taka svolítið hressilega til. Og þar er ríkisheimilið engin undantekning. Tiltekt ríkisstjórnarinnar á sér ýmsar birtingarmyndir: Við erum að laga ríkisfjármálin – með því að taka til í kerfinu, hagræða og skrúfa fyrir skattaglufur. Og með því að ná betri stjórn á starfsemi ríkisins heilt yfir. Þetta er mikilvægt. Tillögur um hagsýni í ríkisrekstri – frá almenningi, atvinnurekendum, stéttarfélögum, stjórnendum og starfsfólki hins opinbera – hafa nú skilað sér í yfir 100 milljarða uppsafnaðri hagræðingu á tíma nýrrar fjármálaáætlunar. Þetta sést strax í fjárlögum fyrir árið 2026 – sem verða fyrir vikið mun nær sjálfbærum rekstri en áður stefndi í. Og þannig færumst við líka nær settu marki um að fjárlög ársins 2027 verði fyrstu hallalausu fjárlög ríkisins í áratug. Ný stöðugleikaregla er strax farin að hafa áhrif. En forseti – og þetta er lykilatriði – ef við þurfum að gera meira hraðar til að vinna niður vexti og verðbólgu. Þá gerum við meira hraðar. Svo sem í ríkisfjármálum og aðgerðum í húsnæðismálum. Það er alveg á hreinu. Þessi ríkisstjórn tekur ábyrgð á stjórn efnahagsmála í landinu – fulla ábyrgð. Og við munum aldrei hlaupast undan eða benda fingri á alla aðra. Ekki á minni vakt. Hins vegar er rétt að halda því til haga að stýrivextir hafa lækkað um 1,5% – frá því að fyrri ríkisstjórn boðaði til kosninga. Sem hefur lækkað kostnað meðalheimilis um allt að 50 þúsund krónur í hverjum mánuði. Það er meiri lækkun fyrir marga – minni fyrir suma – en þetta eru upphæðir sem skipta miklu máli í bókhaldi heimila og fyrirtækja sömuleiðis. Við þurfum að halda tiltektinni áfram – til að verðbólgan fari niður í markmið Seðlabankans og vextir haldi áfram að lækka. Og það munum við gera. Dæmi um tiltektarmál á þingmálaskrá eru til að mynda: Afnám handhafalauna fyrir handhafa forsetavalds – samkvæmt frumvarpi sem ég mun leggja fram – ásamt frumvarpi um eitt nefndahús fyrir nefndir ríkisins, að norrænni fyrirmynd. Þá verður lagt fram frumvarp sem skýrir viðmið við launabreytingar þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna sem unnið er með aðilum vinnumarkaðarins. Sameining sýslumanna er umbótamál sem verður endurflutt. Til viðbótar við sameiningu stofnana á sviði safnamála og húsnæðis- og skipulagsmála og sameiningu ýmissa samkeppnissjóða. Ráðist verður í tiltekt í heilbrigðismálum – til að draga úr skriffinnsku og gera þjónustuna skilvirkari. Tiltekt í útlendingamálum verður ofarlega á blaði. Með afturköllun á alþjóðlegri vernd fyrir fólk sem fremur alvarleg eða síendurtekin brot. Með afnámi á séríslensku 18 mánaða reglunni sem hefur veitt fólki sjálfkrafa dvalarleyfi þegar tafir verða á afgreiðslu mála. Farið verður í sameiningu atvinnu- og dvalarleyfa með hertum skilyrðum, innleiðingu nýjasta hælispakka Evrópusambandsins og byggingu á brottfararstöð – til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Schengen-samningnum. Um leið verður hætt að vista útlendinga í gæsluvarðhaldi sem á að brottvísa. Félags- og húsnæðismálaráðherra leggur fram frumvarp um breytingar á atvinnuleysistryggingum – þar á meðal styttingu bótatímabils samhliða styrkingu á virkniúrræðum fyrir atvinnulausa. Svona mætti lengi telja. Það verða ekki allir sáttir við allt – sumt verður erfitt – en við ætlum áfram. Því það er betra að vera með ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir og framkvæmir – þó að margir verði ósáttir með einstök mál – frekar en ríkisstjórn sem getur ekki tekið ákvarðanir og gerir alla ósátta. Við erum að einfalda regluverk. Það er tiltekt sem styður við aukna verðmætasköpun. Þar má nefna: Stórfellda einföldun leyfisferla í orkumálum. Mestu einföldun í eftirlitsumhverfi fyrirtækja í áratugi – með niðurlagningu heilbrigðiseftirlita, sem fækkar eftirlitsaðilum úr 11 í 2. Ráðist verður í einföldun regluverks um erlenda fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum. Létt á jafnlaunavottun. Og okkar ágæti félags- og húsnæðismálaráðherra mun í vetur ganga í það verk – loksins – að snareinfalda og létta á byggingarreglugerð. Sem oft var lofað en aldrei efnt – fyrr en núna. Við erum að móta atvinnustefnu fyrir Ísland – vaxtarplan til 2035. Sem lýsir hvernig stjórnvöld vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpun. Það er tiltekt. Til að leggja grunn að betri hagvexti á Íslandi, meiri hagvexti á mann – sem er lykilatriði – með minna álagi á samfélag, umhverfi og innviði. Á næsta ári verða hafnar framkvæmdir við stækkun fjögurra verknámsskóla vítt um land – sem hafa nú verið fjármagnaðar. Það er stórmál fyrir menntun og atvinnulíf í landinu. Atvinnuvegaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust um auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands. Og eftir áramót ætlum við að lögfesta nýjan ramma fyrir lagareldið. Loks mun innviðaráðherra mæla fyrir frumvarpi um framtíðarfyrirkomulag strandveiða og byggðakvóta í sjávarútvegi. Og áfram göngum við rösklega til verka í orkumálum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun í haust mæla fyrir frumvarpi sem felur í sér fulla jöfnun á dreifikostnaði raforku um land allt. Þetta eru stór tíðindi fyrir hinar dreifðu byggðir í landinu – mál sem við getum verið stolt af og undirstrikar það að auðlindir Íslands eru sameign þjóðar. Af öðrum orkumálum má nefna nýtt 10 ára orkuöflunarmarkmið sem verður til hliðsjónar við vinnslu rammaáætlunar. Fluttar verða tvær rammaáætlunartillögur, nærsamfélagi tryggðar tekjur af öflun raforku og settar reglur um vindorkunýtingu – sem kveða meðal annars á um takmörkun á tilteknum svæðum og neitunarvald sveitarfélaga. Ný heildarlög um loftslagsmál verða lögð fram á þinginu í haust. Sem fela í sér tiltekt og taka betur mið af raunverulegri stöðu mála – styttri listi, með raunhæfum markmiðum og aðgerðum til að ná settu marki. Forseti – samhliða áherslu ríkisstjórnarinnar á tiltekt og verðmætasköpun – þá munum við um leið hefjast handa við að styrkja öryggi og innviði Íslands: Öryggi á vegum – með 7 milljarða viðbót í vegabætur strax á næsta ári. Og með stofnun innviðafélags, samhliða samgönguáætlun, til að byrja aftur að bora jarðgöng í þessu landi. Öryggi borgaranna aukum við – með því að fjölga lögreglumönnum um 50, styrkja Landhelgisgæslu og stofnanir fangelsismála og útlendingamála. Og með því að veita loksins heimild til að framfylgja nálgunarbanni með notkun ökklabands. Síðast en ekki síst má nefna nýtt úrræði til öryggisvistunar fyrir ósakhæfa einstaklinga – sem lengi hefur verið kallað eftir og nú verður komið á fót. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða tekin – með því að fjölga áfram hjúkrunarrýmum og efla úrræði vegna fíknisjúkdóma og geðþjónustu barna og aldraðra svo dæmi séu tekin. Þá munu framkvæmdir hefjast við byggingu legudeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Og tekin verða markviss skref til að bæta afkomuöryggi öryrkja og eldra fólks – lífeyrir mun nú fylgja launaþróun, við hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði og greiddur verður jólabónus til öryrkja og tekjulægra eldra fólks. Forseti. Utanríkisráðherra mun í haust mæla fyrir nýrri öryggis- og varnarstefnu Íslands sem hefur verið unnin með fulltrúum þingflokka úr meirihluta og minnihluta á Alþingi. Ég vonast eftir áframhaldandi breiðri sátt um öryggi og varnir landsins. Í utanríkismálum hefur meginverkefni ríkisstjórnarinnar verið að sinna hagsmunagæslu fyrir Ísland – og það gerum við áfram af fullum þunga. Með því að þétta raðirnar með bandalagsríkjum okkar, bæði vestan Atlantshafs og í Evrópu. Með kröfu um að alþjóðlög séu virt og landamæri standi. Og með því að berjast af alefli gegn tollum á íslenskan útflutning. Á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) höfum við haldið styrkleikum Íslands kirfilega til haga – með góðum árangri. Aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands. Og það verður engin eðlisbreyting á sambandi okkar við NATO: Við verðum áfram herlaus þjóð en leggjum okkar af mörkum með öðrum hætti – svo sem með því að efla innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir landsins. Af þessu öllu leiðir að Ísland stendur áfram þétt með Úkraínu gegn árásarstríði Rússlands – líkt og okkar nánustu bandalagsríki. Sömuleiðis mun ríkisstjórnin áfram beita sér á alþjóðlegum vettvangi gegn framgöngu Ísraelsríkis í Palestínu sem er löngu gengin alltof langt. Afstaða okkar hefur verið sú að við náum mestum árangri í þessu máli með þrýstingi í samfloti með ríkjum sem deila okkar gildismati. En viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa valdið vonbrigðum. Og við þurfum því að eiga opinskátt samtal um það hvernig er best fyrir Ísland að auka þrýstinginn á að árásum verði hætt svo hörmungunum linni. Forseti. Ég vona að við vinnum gagn á þessu þingi – í þágu lands og þjóðar. Þegar upp er staðið þá erum við sammála um býsna margt. Við viljum skapa fallegt samfélag frelsis og mannvirðingar á Íslandi. Þá skiptir máli að við hlustum á hvert annað. Og reynum að skilja hvaðan fólk er að koma – þótt við séum ósammála. En það skiptir ekki síður máli hvernig við tölum hvert við annað. Því að við komumst nokkuð langt með virðingu. Ef við leitum síðan lausna á þeim grunni. Með því að leiða fólk saman – í stað þess að ýta undir það sem sundrar og færast fjær hvert öðru. Þessi ríkisstjórn mun standa vörð um mannréttindi allra landsmanna – að sjálfsögðu. Og ég geng út frá því að það eigi líka við um langflesta, ef ekki alla, þingmenn í stjórnarandstöðu. Hér hafa allir fullt málfrelsi – en gætum orða okkar. Því orðum fylgir ábyrgð. Og tónn skiptir máli. Gott fólk, virðum og elskum náungann. Og þá mun okkur farnast vel.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira