Innlent

Stefnuræða for­sætis­ráð­herra á dag­skrá í kvöld

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Tólf þingmenn og ráðherrar taka til máls.
Tólf þingmenn og ráðherrar taka til máls. Vísir/Vilhelm

Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Alls taka tólf þingmenn og ráðherrar til máls á fyrsta þingfundi 

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína klukkan 19:40. Á eftir henni tekur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins til máls og þar á eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talar fyrir hönd Miðflokksins og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra tekur við af honum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýkur svo fyrri umræðu.

Í seinni umræðu eru Logi Einarsson, menningar- og menntamálaráðherra, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Hægt er að hlusta á ræður þingmannanna í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×