Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 11. september 2025 08:02 Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Með stolti rifjum við upp að Hafnarfjörður var með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að gera samning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu. Það eru nú orðin 10 ár síðan við tókum það skref, og það hefur reynst afar dýrmætt. Fræðslan hefur opnað augu okkar, hjálpað okkur að sjá fjölbreytileikann sem styrkleika og kennt okkur að umburðarlyndi og virðing eru ekki sjálfsögð, þau þurfa að vera ræktuð, dag eftir dag. Heimili utan heimilisins Við getum líka verið stolt af því að hér í Hafnarfirði er starfrækt Hinsegin félagsmiðstöð. Hún er ekki bara húsnæði eða dagskrá á blaði, hún er öruggt rými, heimili utan heimilis, þar sem ungt fólk fær að finna fyrir stuðningi, vináttu og viðurkenningu. Þar fá þau tækifæri til að kynnast, tjá sig, spyrja spurninga og fá svör sem skipta máli. En við þurfum líka að horfast í augu við að það hefur orðið bakslag í þessari baráttu, bæði hér heima og erlendis. Við heyrum raddir sem reyna að draga úr réttindum hinsegin fólks, og við sjáum fordóma sem við héldum að væru á undanhaldi, en hafa aftur skotið upp kollinum. Þetta minnir okkur á að mannréttindi eru aldrei sjálfgefin. Þau þurfa að vera vörðuð á hverjum degi. Þau þurfa að vera staðfest með orðum, en enn frekar með aðgerðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við í Hafnarfirði höldum áfram að vera leiðandi. Að við látum ekki undan þrýstingi eða þögn, heldur sýnum að hér er samfélag sem stendur þétt saman, óháð kynhneigð eða kynvitund. Við eigum að vera rödd sem hvetur til umburðarlyndis, fræðslu og virðingar, ekki aðeins fyrir okkar eigin bæ, heldur sem fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Mannréttindi fyrir okkur öll Þessi verkefni, fræðslan, félagsmiðstöðin og allt sem við höfum byggt upp í sameiningu, eru ekki bara fyrir þá sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þau eru fyrir okkur öll. Þau gera okkur að betra bæjarfélagi, þau efla samkennd, þau brjóta niður fordóma og þau gera okkur kleift að búa í samfélagi þar sem við njótum öryggis og virðingar hvert af öðru. Þegar einstaklingar fá að blómstra, þá blómstrar samfélagið allt. Við getum verið stolt af leiðinni sem við höfum farið, en við megum ekki gleyma því að vegferðin er ekki búin. Við þurfum áfram að vera leiðandi, áfram að standa með mannréttindum, áfram að tryggja að börn og ungmenni okkar fái fræðslu sem byggir á virðingu og fjölbreytileika, og áfram að skapa rými þar sem fólk upplifir sig öruggt og samþykkt. Látum Hafnarfjörð vera stað þar sem við öll finnum að við erum velkomin. Það er okkar ábyrgð, og það er okkar tækifæri. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Með stolti rifjum við upp að Hafnarfjörður var með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að gera samning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu. Það eru nú orðin 10 ár síðan við tókum það skref, og það hefur reynst afar dýrmætt. Fræðslan hefur opnað augu okkar, hjálpað okkur að sjá fjölbreytileikann sem styrkleika og kennt okkur að umburðarlyndi og virðing eru ekki sjálfsögð, þau þurfa að vera ræktuð, dag eftir dag. Heimili utan heimilisins Við getum líka verið stolt af því að hér í Hafnarfirði er starfrækt Hinsegin félagsmiðstöð. Hún er ekki bara húsnæði eða dagskrá á blaði, hún er öruggt rými, heimili utan heimilis, þar sem ungt fólk fær að finna fyrir stuðningi, vináttu og viðurkenningu. Þar fá þau tækifæri til að kynnast, tjá sig, spyrja spurninga og fá svör sem skipta máli. En við þurfum líka að horfast í augu við að það hefur orðið bakslag í þessari baráttu, bæði hér heima og erlendis. Við heyrum raddir sem reyna að draga úr réttindum hinsegin fólks, og við sjáum fordóma sem við héldum að væru á undanhaldi, en hafa aftur skotið upp kollinum. Þetta minnir okkur á að mannréttindi eru aldrei sjálfgefin. Þau þurfa að vera vörðuð á hverjum degi. Þau þurfa að vera staðfest með orðum, en enn frekar með aðgerðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við í Hafnarfirði höldum áfram að vera leiðandi. Að við látum ekki undan þrýstingi eða þögn, heldur sýnum að hér er samfélag sem stendur þétt saman, óháð kynhneigð eða kynvitund. Við eigum að vera rödd sem hvetur til umburðarlyndis, fræðslu og virðingar, ekki aðeins fyrir okkar eigin bæ, heldur sem fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Mannréttindi fyrir okkur öll Þessi verkefni, fræðslan, félagsmiðstöðin og allt sem við höfum byggt upp í sameiningu, eru ekki bara fyrir þá sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þau eru fyrir okkur öll. Þau gera okkur að betra bæjarfélagi, þau efla samkennd, þau brjóta niður fordóma og þau gera okkur kleift að búa í samfélagi þar sem við njótum öryggis og virðingar hvert af öðru. Þegar einstaklingar fá að blómstra, þá blómstrar samfélagið allt. Við getum verið stolt af leiðinni sem við höfum farið, en við megum ekki gleyma því að vegferðin er ekki búin. Við þurfum áfram að vera leiðandi, áfram að standa með mannréttindum, áfram að tryggja að börn og ungmenni okkar fái fræðslu sem byggir á virðingu og fjölbreytileika, og áfram að skapa rými þar sem fólk upplifir sig öruggt og samþykkt. Látum Hafnarfjörð vera stað þar sem við öll finnum að við erum velkomin. Það er okkar ábyrgð, og það er okkar tækifæri. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun