Birti bónorðið í Bændablaðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2025 11:48 Bónorðið í Bændablaðinu vakti lukku og eru þau Freyr og Guðrún Vaka nú trúlofuð. „Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur: Elsku Guðrún mín, viltu giftast mér? Þinn Freyr Snorrason.“ Þannig hljóðar einkamálaauglýsing sem Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild Kópavogsbæjar, birti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem var dreift til áskrifenda í gærkvöldi og í morgun. Blaðamaður heyrði í Frey seint í gærkvöldi eftir að hafa rekið augun í auglýsinguna sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Freyr átti von á að blaðinu yrði dreift í dag og var því á rúnti um bæinn í leit að blaðinu áður en hans heittelskaða ræki augun í auglýsinguna á miðlunum. Guðrún og Freyr eiga saman soninn Steingrím. „Ég er í slökkvistarfi ársins, þetta er bara Rugl.is-dæmi. Ég var bara mjög rólegur í tíðinni og sé þetta á Facebook. Ég er hérna keyrandi um allar trissur að reyna að finna Bændablaðið og var að sækja hringinn í vinnuna núna,“ sagði Freyr við blaðamann í gærkvöldi. Freyr var þá búinn að fara í búðirnar OK Market og Nettó en fann hvergi blaðið. Eftir samtal við blaðamann fór Freyr á bensínstöðina N1 á Hringbraut, fann þar eintak og brunaði heim. Með Bændablaðið í hönd bar Freyr svo upp bónorðið og Guðrún svaraði játandi. „En af hverju Bændablaðið?“ kynni einhver að spyrja. Ástæðan er að Guðrún, sem starfar sem aðstoðarmaður dómara hjá Landsrétti, vann um tíma hjá Bændasamtökunum sem gefa út Bændablaðið. Að sögn Freys talaði hún alltaf svo fallega um bæði Bændasamtökin og Bændablaðið að honum fannst rakið að bera upp bónorðið þar. Spurning hvort Freyr, sem bæði vinnur hjá Kópavogsbæ og er gallharður Bliki, birti ekki tilkynningu um trúlofunina í næsta tölublaði af Kópavogsblaðinu? Ástin og lífið Kópavogur Reykjavík Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Þannig hljóðar einkamálaauglýsing sem Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild Kópavogsbæjar, birti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem var dreift til áskrifenda í gærkvöldi og í morgun. Blaðamaður heyrði í Frey seint í gærkvöldi eftir að hafa rekið augun í auglýsinguna sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Freyr átti von á að blaðinu yrði dreift í dag og var því á rúnti um bæinn í leit að blaðinu áður en hans heittelskaða ræki augun í auglýsinguna á miðlunum. Guðrún og Freyr eiga saman soninn Steingrím. „Ég er í slökkvistarfi ársins, þetta er bara Rugl.is-dæmi. Ég var bara mjög rólegur í tíðinni og sé þetta á Facebook. Ég er hérna keyrandi um allar trissur að reyna að finna Bændablaðið og var að sækja hringinn í vinnuna núna,“ sagði Freyr við blaðamann í gærkvöldi. Freyr var þá búinn að fara í búðirnar OK Market og Nettó en fann hvergi blaðið. Eftir samtal við blaðamann fór Freyr á bensínstöðina N1 á Hringbraut, fann þar eintak og brunaði heim. Með Bændablaðið í hönd bar Freyr svo upp bónorðið og Guðrún svaraði játandi. „En af hverju Bændablaðið?“ kynni einhver að spyrja. Ástæðan er að Guðrún, sem starfar sem aðstoðarmaður dómara hjá Landsrétti, vann um tíma hjá Bændasamtökunum sem gefa út Bændablaðið. Að sögn Freys talaði hún alltaf svo fallega um bæði Bændasamtökin og Bændablaðið að honum fannst rakið að bera upp bónorðið þar. Spurning hvort Freyr, sem bæði vinnur hjá Kópavogsbæ og er gallharður Bliki, birti ekki tilkynningu um trúlofunina í næsta tölublaði af Kópavogsblaðinu?
Ástin og lífið Kópavogur Reykjavík Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira