Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. september 2025 21:03 Gunnar Geir Gunnarsson er deildarstjóri hjá Samgöngustofu. Vísir/Bjarni/Pipar auglýsingastofa Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Már segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“ Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Samkvæmt tölum Samgöngustofu er kostnaður vegna umferðaslysa rúmir 80 milljarðar á ári. Þegar kostnaður umferðarslysa er greindur er skoðaður beinn kostnaður vegna slysa en einnig óbeinn- og óáþreifanlegur kostnaður fyrir hagkerfið í heild eins og vinnutap og minni framleiðni. Kostnaður vegna umferðaslysa hleypur á milljörðum ár hvert.Vísir Samkvæmt greiningu Samgöngustofu eru 10% umferðaslysa rakin til net- og samfélagsmiðlanotkunar og skilaboðasendinga ökumanns. Ökumaður sem gerir slíkt er tuttugu og þrisvar sinnum líklegri að lenda í slysi. „Þetta er gríðarlega stórt vandamál og í hegðunarkönnuninni þá sjáum við að 30-40% eiga það til að gera þetta, sumir oft, sumir sjaldan og stundum. Þetta er með stærri vandamálum sem við sjáum í umferðinni í dag,“ sagði Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Notkun síma minnkaði um 8,6% Á síðasta ári fóru Samgöngustofa og Sjóvá af stað með herferðina "Ekki taka skjáhættuna" til vitundarvakningar fyrir almenning vegna símanotkunar undir stýri. Talið er að notkun farsíma undir stýri valdi allt að fjórðungi umferðarslysa. Eins og sjá má minnkaði símanotkun á milli áranna 2023 og 2024 og mest í skilaboðsendingum ökumanna.Vísir Samkvæmt árlegri könnun Samgöngustofu dróst símanotkun við akstur saman um 8,6% eftir að herferðinni var hrundið af stað og það jafngildi sparnaði fyrir samfélagið upp á rúmar 700 milljónir króna. „Við metum út frá rannsóknum að 10% af slysum séu vegna þessara ósiða. Þegar við erum að tala um að kostnaður umferðaslysa sé 8,3 milljarðar og svo reiknum við hver fækkunin var, þá gerum við ráð fyrir að slysum hafi fækkað og þar með kostnaður lækkað.“ „Ekki eingöngu vandamál unga fólksins“ Gunnar segir niðurstöðu herferðarinnar vera vonum framar. „Allar svona herferðir hafa einhver áhrif. Þetta er að minna á, fólk er að spegla sjálfan sig í þessari hegðun og að fatta að það er ekki alveg í lagi að haga sér svona.“ Margir tengja vandamálið helst við yngstu ökumennina en Gunnar Már segir þeim ekki alfarið um að kenna. „Þetta er ekki eingöngu vandamál unga fólksins, þetta nær ansi langt framyfir miðaldra fólk. Það eru í raun allir undir en unga fólkið er vissulega meira áberandi.“
Samgöngur Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Slysavarnir Bílar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira