Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 10:31 Alexander Isak hitar upp á hliðarlínunni í leik Svía gegn Slóvenum en hann kom ekkert við sögu í leiknum. Fara þarf sparlega með hann eftir langt hlé frá leikjum. Getty/Damjan Zibert Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er hæstánægður með hinn íslenskættaða Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svía, sem hefur annars aðallega mátt þola gagnrýni og skammir eftir landsleikjahléið. Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira