Stebbi í Lúdó látinn Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 10:37 Stefán Jónsson söngvari var oft kallaður Stebbi í Lúdó. Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa. Andlát Tónlist Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Stefán fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Jón B. Stefánsson bifvélavirki og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið greinir frá því að Stefán hafi fallið frá 9. september, þriðjudag, á hjúkrunarheimilinu að Sóltúni. Stefán skilur eftir sig eiginkonu, Oddrúnu Gunnarsdóttur kaupmann. Börn þeirra eru Svandís Ósk og Gunnar Bergmann. Barnabörn þeirra eru tvö. SAS og Lúdó Stefán gekk í Austurbæjarskóla og síðar Gagnfræðiskóla verknáms, en þar kom hann fyrst fram og söng á skólaskemmtun árið 1957, að því er fram kemur á vef Glatkistunnar. Eftir gagnfræðiskóla vann hann við leirgerð í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg. Á þessum árum söng hann með SAS-tríóinu ásamt Ásbirni Egilssyni og Sigurði Elíassyni. Þeir gáfu út smáskífu árið 1959 með laginu „Jói Jóns“ sem sló rækilega í gegn og gerði Stefán landsþekktan, þá áðeins sautján ára að aldri. Seinna gekk hann til liðs við Plútó-kvintettinn, sem varð síðar Lúdó sextettinn en hljómsveitin þurfti að breyta nafni sínu eftir tap í málaferlum fyrir silfursmiðjunni Plútó. Lúdó, sem Stefán varð síðar kenndur við í áratugi, átti eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins á tímum frumrokksins og leika á böllum um allt land. Tvistmeistararnir sendu frá sér tvær smáskífur og þar má finna slagara á borð við Því ekki að taka lífið létt. Lúdó sextettinn hætti störfum haustið 1967 en hann hélt áfram að syngja með Sextetti Jóns Sigurðssonar um tíma. Þetta ár hafði hann einnig hafið störf hjá bifreiðaumboðinu Ræsi, fyrst sem starfsmaður í varahlutaverslun, síðan sem sölumaður bíla. Endurreisnin Árið 1970 fór hann að syngja undir formerkjum Hljómsveitar Elfars Berg, sem breyttist síðar í The Robots, en þá spilaði sveitin nær eingöngu fyrir bandaríska hermenn í Keflavík og því mun hafa þótt hentugra að hafa enskt nafn. Þegar Lúdó var endurreist árið 1976 gaf hann út smáskífu með lögum á borð við Átján rauðar rósir, Ólsen-ólsen, Halló Akureyri og Í bláberjalaut, sem öll urðu afar vinsæl. Minna fór fyrir sveitinni eftir það þó að lögin lifi enn góðu lífi. Stefán vann áfram hjá Ræsi og síðar Öskju til ársins 2009 en hélt þó áfram að spila á dansleikjum. Hann söng inn á plötu með Sniglabandinu árið 2015, sem mun væntanlega hafa verið hans síðasta útgáfa.
Andlát Tónlist Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira