40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2025 12:16 Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, sem fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Aðsend Biskup Íslands verður í Þorlákshöfn í dag en ástæðan er 40 ára afmæli Þorlákskirkju en sérstök hátíðarmessa af því tilefni verður klukkan 14:00. Þá verða nokkrir viðburðir á næstu dögum og vikum í tilefni afmælisins, meðal annars tónleikar með Lúðrasveit Þorlákshafnar. Nú eru liðin 40 ár frá því Þorlákskirkja í Þorlákshöfn var vígð af Pétri Sigurgeirssyni, þáverandi biskupi Íslands. Núverandi biskup, Guðrún Karls Helgadóttir mun predika í hátíðarmessunni nú eftir hádegi og svo verður öllum kirkjugestum boðið í afmæliskaffi í Ráðhúsi Ölfus í boði Kvenfélags Þorlákshafnar. Hjörleifur Brynjólfsson er formaður sóknarnefndar Þorláks- og Hjallasóknar. „Þorlákskirkja átti 40 ára vígsluafmæli síðasta sumar, hún var vígð á Þorláksmessu á sumri 1985,” segir Hjörleifur. Fjölmargir viðburðir verða haldnir í kirkjunni í tengslum við afmælið. „Já, síðan á mánudagskvöldið, sem sagt annað kvöld þá verður kirkjukór Þorláks- og Hjallasóknar með tónleika í kirkjunni og fimmtudaginn 18. september þá verður Lúðrasveit Þorlákshafnar með viðburð í kirkjunni, sem er mjög spennandi,” segir Hjörleifur. Allir viðburðir í tengslum við afmælið eru ókeypis. Hjörleifur Brynjólfsson, sem er formaður sóknarnefndar Þorláks- og Hjallasóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo verða nokkrir áhugaverðir viðburðir í viðbót á næstu dögum og vikum. Þetta er mjög flott og metnaðarfullt hjá ykkur, ertu ekki sammála því? „Jú, þetta er merkis tímamót og við höfum svo sem alltaf haldið upp á vígsluafmæli kirkjunnar á heilum tug.” Séð inn í kirkjuna fulla af gestum og hljóðfæraleikurum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Prestur Þorlákskirkju er séra Sigríður Munda Jónsdóttir. En eru íbúar í Þorlákshöfn duglegir að sækja guðsþjónustu og aðra viðburði í kirkjunni eða hvað? „Ég tel það vera, ég held að öllum þyki vænt um kirkjuna og fólk leitar til henni við hin ýmsu tilefni og ég held að messusókn hérna sé bara ekki lakari heldur en í öðrum sóknum,“ segir Hjörleifur. Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, sem er mjög falleg og er vel sótt af íbúum staðarins þegar eitthvað er um að vera í kirkjunni.Ágústa Ragnarsdóttir Skilti við kirkjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Þorlákskirkju Heimasíða kirkjunnar Ölfus Þjóðkirkjan Tímamót Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Nú eru liðin 40 ár frá því Þorlákskirkja í Þorlákshöfn var vígð af Pétri Sigurgeirssyni, þáverandi biskupi Íslands. Núverandi biskup, Guðrún Karls Helgadóttir mun predika í hátíðarmessunni nú eftir hádegi og svo verður öllum kirkjugestum boðið í afmæliskaffi í Ráðhúsi Ölfus í boði Kvenfélags Þorlákshafnar. Hjörleifur Brynjólfsson er formaður sóknarnefndar Þorláks- og Hjallasóknar. „Þorlákskirkja átti 40 ára vígsluafmæli síðasta sumar, hún var vígð á Þorláksmessu á sumri 1985,” segir Hjörleifur. Fjölmargir viðburðir verða haldnir í kirkjunni í tengslum við afmælið. „Já, síðan á mánudagskvöldið, sem sagt annað kvöld þá verður kirkjukór Þorláks- og Hjallasóknar með tónleika í kirkjunni og fimmtudaginn 18. september þá verður Lúðrasveit Þorlákshafnar með viðburð í kirkjunni, sem er mjög spennandi,” segir Hjörleifur. Allir viðburðir í tengslum við afmælið eru ókeypis. Hjörleifur Brynjólfsson, sem er formaður sóknarnefndar Þorláks- og Hjallasóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo verða nokkrir áhugaverðir viðburðir í viðbót á næstu dögum og vikum. Þetta er mjög flott og metnaðarfullt hjá ykkur, ertu ekki sammála því? „Jú, þetta er merkis tímamót og við höfum svo sem alltaf haldið upp á vígsluafmæli kirkjunnar á heilum tug.” Séð inn í kirkjuna fulla af gestum og hljóðfæraleikurum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Prestur Þorlákskirkju er séra Sigríður Munda Jónsdóttir. En eru íbúar í Þorlákshöfn duglegir að sækja guðsþjónustu og aðra viðburði í kirkjunni eða hvað? „Ég tel það vera, ég held að öllum þyki vænt um kirkjuna og fólk leitar til henni við hin ýmsu tilefni og ég held að messusókn hérna sé bara ekki lakari heldur en í öðrum sóknum,“ segir Hjörleifur. Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, sem er mjög falleg og er vel sótt af íbúum staðarins þegar eitthvað er um að vera í kirkjunni.Ágústa Ragnarsdóttir Skilti við kirkjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Þorlákskirkju Heimasíða kirkjunnar
Ölfus Þjóðkirkjan Tímamót Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira