Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:15 Jakob Ingebrigtsen vonsvikinn eftir hlaupið í Tókýó í dag. Getty/Hannah Peters Þó að hlauparinn magnaði Jakob Ingebrigtsen hafi ekki keppt síðasta hálfa árið vegna meiðsla þá bundu Norðmenn vonir við að hann myndi jafnvel geta keppt um verðlaun á HM í frjálsíþróttum. Frammistaða hans í dag olli honum og öðrum miklum vonbrigðum. Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið. Frjálsar íþróttir Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira