Erlent

AfD þre­falda fylgi sitt í fjöl­mennasta sambandslandinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leiðtogi AfD Alice Weidel hefur sótt verulega á í könnunum í Þýskalandi og nú í sveitarstjórnarkosningum í fjölmennasta sambandslandinu. 
Leiðtogi AfD Alice Weidel hefur sótt verulega á í könnunum í Þýskalandi og nú í sveitarstjórnarkosningum í fjölmennasta sambandslandinu.  AP Photo/Michael Probst

Fjarhægriflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, nær þrefaldaði fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í  Norðurrín-Vestfalíu í gær.

Norðurrín-Vestfalía er fjölmennasta sambandslandið í Þýskalandi og þar býr næstum fjórðungur allra Þjóðverja.  Enda er þar að finna fjölmennar borgir á borð við Köln, Dortmund og Dusseldorf svo nokkrar séu nefndar.

Samkvæmt fyrstu tölum virðist AfD hafa náð tæpum sautján prósentum í fylgi sem er langbesti árangur flokksins til þessa. Kristilegir Demókratar, flokkur Friedrich Merz kanslara er enn stærsti flokkurinn á svæðinu með 34 prósenta fylgi, en sá árangur er þó einn sá lakasti í sögu flokksins.

 Sveitastjórnarkosningarnar nú voru taldar mælistika á vinsældir Merz, enda þær fyrstu síðan hann tók við embætti kanslara. Að auki, segir í umfjöllun Guardian, hafa kosningaúrslit í Norðurrín - Vestfalíu löngum verið talin hafa forspárgildi fyrir landið í heild. Miðað við þessi úrslit virðist AfD því vera á mikilli siglingu í Þýskalandi.

Hingað til hafa aðrir flokkar neitað samstarfi við AfD sökum öfgafullra skoðanna í mörgum málum, en það gæti orðið erfiðara að halda þeim úti í kuldanum eftir því sem vinsældir þeirra aukast. 


Tengdar fréttir

Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda

Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt.

Öf­ga­hægri­flokkur mælist stærstur í Þýska­landi

Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×