„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2025 06:48 Arnar segir miður hvernig bærinn tók á málinu og vonast til þess að meira verði gert. Aðsendar Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. Foreldrar á leikskólanum Tanga á Ísafirði sendu í lok júnímánaðar kvörtun til bæjarstjóra og vantraustsyfirlýsingu vegna samskipta og starfshátta á leikskólanum Tanga sem leikskóli fyrir fimm ára börn. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og að strax og það kom upp hafi verið ákveðið að leita aðstoðar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, MMS. Barnavernd og lögregla voru einnig upplýst um málið í sumar en tóku það ekki til formlegrar skoðunar. Samkvæmt upplýsingum frá Helga Jenssyni, lögreglustjóra á Vestfjörðum, tók lögregla ekki málið til skoðunar vegna þess að formleg kæra eða tilkynning barst þeim ekki. Hann segir lögreglu þó hafa verið meðvitaða um málið og hafa fengið afrit af yfirlýsingu foreldranna þegar málið kom upp í lok júní. Alls skrifuðu fjórtán foreldrar undir yfirlýsingu sem afhent var bæjarstjóra í lok júní. Í kjölfarið var haldinn fundur með bæjarstjóra og fleiri aðilum innan stjórnsýslunnar þar sem farið var yfir innihald yfirlýsingarinnar þar sem var að finna frásagnir barna, kvörtun er varðaði starfshætti á leikskólanum og erfið samskipti við leikskólastjóra. Óttast viðbrögð samfélagsins Fréttastofa hefur rætt við foreldra fimm barna sem vildu ekki koma fram undir nafni af ótta við viðbrögðin. Þau segja málið erfitt í heild, einhver barnanna líði enn fyrir það sem átti sér stað og að fundurinn sem bærinn hélt um málið hafi verið þeim afar þungbær. Svar sem foreldrar eins barnsins fengu frá velferðarsviði bæjarins eftir að þau tilkynntu málið. Aðsend Í samtölum við foreldra kemur einnig fram að þeim þyki bærinn ekki hafa tekið vel á málinu og að þeim líði eins og það sé verið að þagga málið niður. Foreldrarnir eru allir með álíka lýsingar á því frá börnum sínum að þau sjálf eða önnur börn hafi verið látin sitja upp við vegg á stól og látin horfa á vegg, eða verið látin standa upp við vegg og látin telja hafi þau verið óþekk. Einhver hafi jafnvel lýst því að þurfa að sitja kyrr á meðan þau voru úti að leika vegna þess að þau hafi verið óþekk. MMS skilaði skýrslu vegna málsins þann 10. júlí þar sem lagðar eru til þrenns konar úrbætur á leikskólanum en skýrt tekið fram að enginn starfsmaður hafi staðfest að börnin hafi verið beitt refsingum og talið líklegt að um misskilning sé að ræða hvað það varði. Leikskólinn Tangi er fyrir öll fimm ára börn á Ísafirði og eru í skólanum um 35 til 40 börn á hverjum tíma. Aðsend Í skýrslunni er þó áréttuð nauðsyn þess að ramma skýrar inn starfsemi skólans með skólanámskrá og starfsáætlun. Hvatt er til þess að leita leiða til þess að fá ytri stoðþjónustu sveitarfélagsins sem stuðning við leikskólann í því verkefni. Einnig er lagt til að gert verði innra mat á foreldrasamstarfi leikskólans og áréttuð nauðsyn þess að innan leikskólans sé starfandi foreldraráð. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum og leikskólastjóra eru þessi mál í vinnslu. Leikskólastjóri vildi ekki veita frekari upplýsingar eða viðtal vegna málsins. Erfið og léleg samskipti Í vantraustsyfirlýsingunni sem var afhent bæjarstjóra þann 30. júní gera foreldrar athugasemdir við samskipti við foreldra, starfsanda og starfshætti leikskólans. Þar er til dæmis fjallað um að foreldrum hafi ekki verið tilkynnt um slys barna og tekið dæmi um barn sem fékk höfuðhögg í tvígang í nóvember í fyrra og um barn sem gleypti Lego-kubb. Foreldrar gera athugasemdir við það að í hvorugu tilviki hafi foreldrar verið látnir vita um leið og það gerðist. Foreldrar gera einnig alvarlegar athugasemdir við að í leikskólanum sé notað verðlauna- og límmiðakerfi. Hvorki hafi verið fjallað um það í foreldraviðtölum né þau upplýst um það með öðrum hætti. Þá segja þau börn beitt refsingum og að „óþekk börn“ séu látin sitja frammi á gangi og fái ekki að fara í val heldur verði að leika með ónýtt dót. Þau segja börnin vel meðvituð um það hvaða börn séu álitin „óþekk“ og börnin tali mörg um það að vera reglulega skömmuð af leikskólastjóranum. Þau séu jafnvel hrædd við hana. Foreldrarnir kvarta svo sérstaklega undan samskiptum við leikskólastjóra og lýsa yfir vantrausti í hennar garð. Þau segja erfitt að eiga samskipti við hana. Þau upplifi samskiptin sem niðrandi í garð þeirra sjálfra eða barna þeirra. Frásagnir barna Með kvörtuninni og vantraustsyfirlýsingu foreldranna fylgdu frásagnir barna af leikskólanum. Ein frásögn sex ára drengs hljóðar svona: „Þegar ég er óþekkur í vali þá fer ég í brotnu kubbana í gulu stofunni. Ég fer mjög oft í brotnu kubbana. Það er ekki skemmtilegt því ég get skerið mig hér (sýnir handleggina). X skar mig einu sinni með ónýta dótið því það var brotið en það var ekki vont, ég fékk bara plástur.X fær bara að leika með ónýta dótið því hann er óþekkur, hann má ekki leika með venjulega dótið. Allir óþekku strákarnir eru settir fram á stól og eiga að vera kjurrir og horfa á vegginn. Ef við erum alveg kjurrir þá fáum við að fara aftur í val. Það er hundleiðinlegt að vera á stólnum. Þegar ég var á stólnum þá var ég mjög mjög lengi, alveg þangað til valtíminn var búinn.Allir óþekku strákarnir eru með verðlaunakerfi, ef við erum stilltir fimm sinnum þá fáum við ofurlegókarla. Ég fékk límmiða því ég var fyrstur í útifötin. Í samveru fékk ég límmiða því ég var stilltur en x, x, x, x og x fékk ekki límmiða því þau voru óþekk.“ Önnur frásögn, sex ára stúlku, um skammarkrókinn hljóðar svo: „Það er stóll á ganginum fyrir þá sem eru óþekkir, eins og X, en þegar við erum úti þá situr hann á bekknum.“ Sex ára drengur segir í frásögn sinni að „vondu krakkarnir“ fari í skammarkrók og það séu yfirleitt strákar. „Bara vondu krakkarnir fara í skammakrók, stelpurnar fara aldrei. Strákar eru vondir en ekki stelpur. Maður fer bara í skammakrókinn og situr á stól frammi á gangi eða situr á engu hjá valspjaldinu eða maður situr við borð og gerir ekkert eða situr við borð og leikur með skemmda dótið. Það er dót sem er búið að skemma og ég gerði það ekki. Þau setja það í krukku þangað til þau vita hver skemmdi dótið. Þegar hún skammar mig þá talar hún við mig og lætur mig gera ekki neitt og skammar mig. Ef við erum úti þá leiði ég og má ekki setjast og má ekki fara inn. Ég vil bara fara inn ef ég má ekki leika.“ Brugðist illa við hjá bænum Foreldrarnir lýsa einnig yfir vantrausti til Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, vegna lélegra viðbragða. Þau hafi leitað til hennar fyrst í september í fyrra en svo aftur í janúar, mars og svo í byrjun júní. Þau segja hana hafa hunsað áhyggjur þeirra eða vísað þeim á leikskólastjóra. Þá segjast þau einnig upplifa að hún hafi tekið afstöðu með leikskólastjóranum áður en hún heyrði það sem börnin eða foreldrarnir höfðu um málið að segja og lýsa einhverjir þeirra í samtali við fréttastofu mikilli óánægju með póst sem hún setti inn í Facebook-hóp fyrir foreldra á leikskólanum. Tilkynning sem sviðsstjóri bæjarins hjá skóla- og tómstundasvði setti inn í Facebook hóp fyrir foreldra á leikskólanum. Tilkynningin var sett inn áður en fundurinn var haldinn með foreldrum. Facebook Í greinargerð landsteymis MMS um málið kemur fram að mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar hafi haft samband við teymið í upphafi júlímánaðar til að óska eftir ráðgjöf. Tveir ráðgjafar frá MMS hafi komið til Ísafjarðar fimm dögum síðar. Í greinargerðinni kemur fram að ráðgjafarnir hafi heimsótt leikskólann og kannað aðbúnað og starfsemi hans, auk þess sem þær áttu einsleg samtöl við allt fastráðið starfsfólk leikskólans sem var við vinnu þennan umrædda dag. Ræddu ekki við börnin Ekki var rætt við foreldra eða börn þar sem sérfræðingarnir bjuggu ekki yfir þekkingu til að ræða við börn til að afla viðkvæmra upplýsinga. Í greinargerðinni kemur þó fram að ef þörf er á sé ráðlegt að fá sálfræðing til að tala við börnin. Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ var foreldrum boðið að fara með börn sín til sálfræðings og bauðst bærinn til að greiða fyrir allt að fjóra tíma. Ekki var talin þörf á að fá sálfræðing til að ræða við börnin um þeirra reynslu samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóra. Í samtölum við foreldra um þetta kom fram að þó þeim hafi þótt það gott að geta sent börnin til sálfræðings sé ekki auðvelt að fá slíka aðstoð á Ísafirði og því fylgi mikill aukakostnaður að fara í bæinn til að fá slíka aðstoð. Því afþökkuðu flestir boðið þrátt fyrir að hafa viljað nýta sér það. Í greinargerð MMS segir einnig að heimsókn sérfræðinganna hafi ekki verið eiginlegt áhorf. Fá börn hafi verið í leikskólanum því stutt hafi verið í sumarleyfi auk þess sem stjórnendur sinntu foreldraviðtölum þennan tiltekna dag og voru ekki til viðtals fyrri part dags. Í greinargerð segir að sérfræðingar hafi í viðtölum merkt stolt og ánægju hjá öllu starfsfólki sem þau ræddi við. Starfsfólk hafi sýnt metnað fyrir starfi sínu og hafi verið annt um bæði orðspor vinnustaðarins og starf sitt. Rauður þráður í samtölum hafi verið að bæta mætti foreldrasamstarf og upplýsingaflæði. Þá kemur fram að starfsfólk taki nærri sér orðræðu um að börn séu beitt ofbeldi í leikskólanum og að atvik er varði barn á stól eigi sér skýringar. Barnið hafi verið ósátt og valið sjálft að sitja á stólnum. Þá segir að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að ef barn réði ekki við aðstæður sem það var í væri því yfirleitt boðið að færa sig í annan hóp eða leik, að setjast á annan stað með starfsmanni eða jafna sig í einrúmi. Enginn í starfshópnum sem rætt var við kannaðist við að notast hafi verið við orðið „skammarkrókur“ í samtölum þeirra á milli eða við börnin. Misskilningur um ónýt leikföng Hvað varðar upplifun barnanna um að „óþekk börn“ leiki með ónýt og skemmd leikföng segir í greinargerð að þar virðist gæta misskilnings. Það sé ílát á leikskólanum með skemmdum leikföngum og að á morgunfundi með börnum hafi það verið notað til að ræða umgengni við börnin með það að markmiði að fá þau til að fara betur með dótið. Eitt barnið hafi óskað eftir því að leika með dótið. Í greinargerð segir að starfsfólki hafi almennt verið brugðið að umræðan hefði skilað sér heim með börnunum á þann veg að „óþekk börn“ séu látin leika með ónýt leikföng. Þá er í greinargerðinni vísað til mikillar manneklu á leikskólanum á síðasta skólaári og það hafi leitt til þess að misbrestur hafi orðið á skólanámskrá og starfsáætlun. Stjórnendur hafi unnið inni á deildum og það hafi haft áhrif á innra starf leikskólans. Þá hafi einnig verið misbrestur á samskiptum við foreldra. Gerðar eru athugasemdir við að ekkert foreldraráð sé virkt í leikskólanum og lögð áhersla á að foreldrar finnist í það. Ekki hægt að líta í hina áttina Arnar Guðmundsson, faðir eins barns á leikskólanum, segir son sinn enn glíma við afleiðingar þess að hafa verið beittur refsingum á leikskólanum. Arnar er einn fjórtán foreldra sem skrifaði undir yfirlýsingu og kemur fram fyrir hönd hópsins. Hann gefur ekki mikið fyrir greinargerð MMS um málið og gerir athugasemdir við að sérfræðingarnir sem voru sendir á Ísafjörð til að kanna málið hafi ekki verið með þekkingu til að ræða við börnin. „Ef við ætlum að vinna eftir farsældarlögum verðum við að hlusta á börnin og ef við tölum ekki við þau þá er þetta ekki mikið. Ég er eina rödd barnsins míns og ef ég berst ekki fyrir það gerir enginn annar það.“ Foreldrar fengu póst frá mannauðsstjóra bæjarins þann 16. ágúst síðastliðinn þar sem þeim var tilkynnt um það að bæjaryfirvöld myndu fylgja málinu eftir með því að tryggja að úrbætur er varðar foreldrasamskipti, framkvæma innra mat á því og koma á foreldraráði. Málinu yrði fylgt eftir á haustdögum. Arnar segist ekki hafa getið setið hjá. Það hafi enginn talað við barnið hans og því verði hann að tala fyrir það. Aðsend „Vandamálið er að við búum í litlu samfélagi og maður á alltaf að líta í hina áttina. Maður á ekki að standa upp og mótmæla. Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi og standa andspænis öllu, af því að fólk mun alltaf horfa og tala. Fólk spyr okkur reglulega hvað við ætlum að fá út úr þessu og hvernig við nennum að standa í þessu.“ Hann segir það eina sem skipti máli, fyrir hann, í þessu máli sé líðan hans barns. Barnið lýsi þessum aðstæðum, líði illa og þá sé ekkert annað fyrir hann að gera en að bregðast við. „En í öllu þessu máli er enginn búinn að spyrja hvernig barnið hafði það. Málið fór í ferli, ferlið kláraðist og þessu er lokið.“ Arnar segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með það að allt til dagsins í dag hafi enginn viðurkennt fyrir foreldrahópnum að þetta hafi átt sér stað. Hann segist eiga erfitt með að trúa því að nokkur fimm ára börn hafi komið sér saman um að ljúga og finnst ótrúlegt að starfsfólk kannist ekki við þetta. „Er ekki ótrúlegt að fimm ára barn velji það að sitja á einhverjum stól þegar hann gerir eitthvað af sér? Hver finnur upp á því? Ég myndi halda að þetta væri lærð hegðun,“ segir hann. Auk þess séu börnin sem greini frá þessu ólík og í ólíkum hópum en þau segi öll það sama og eigi erfitt með að tala um þetta. Boð um sálfræðitíma bjarnargreiði Arnar segir boð bæjarins um að bjóðast til að greiða fjóra sálfræðitíma bjarnargreiða. Það sé bæði erfitt að fá barnasálfræðing og því fylgi mikill aukakostnaður að leita slíkrar aðstoðar utan bæjarfélagsins. Þá segist hann líka hræddur við að trámatísera barnið frekar með því að rifja þetta upp aftur og aftur. Arnar telur að bæjaryfirvöld hefðu getað brugðist betur við og vonast enn til þess að þau geri það. Hann eigi dóttur sem muni þurfa að fara í leikskólann seinna og því vonist hann til þess að búið verði að bregðast við fyrir þann tíma. Enn unnið að úrbótum Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, segir enn unnið að úrbótum í samræmi við ábendingar MMS. Eftir að leikskólinn tók til starfa eftir sumarleyfi sé unnið að því að koma úrbótum í farveg. Hvað varðar ákvörðun um að ræða ekki við börnin segir Sigríður Júlía að bærinn hafi viljað koma til móts við börnin með því að bjóðast til að greiða fyrir fjóra sálfræðitíma fyrir þau en það sé undir foreldrum þeirra komið hvort þau nýti þessa tíma. Hún segist ekki vilja tjá sig um það að börnin hafi greint frá því að í leikskólanum hafi starfsfólk beitt refsingum og vísar til þess að bæjaryfirvöldum hafi verið ráðlagt að bregðast við með þeim hætti sem þau brugðust við. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjastjóri í Ísafjarðarbæ, segir málið tekið alvarlega og að unnið sé að úrbótum í samræmi við tillögur MMS. Vísir/Anton Brink „Ég fæ þetta inn á borð til mín og við leitum okkur upplýsinga um það í hvaða farveg svona mál fara. Okkur ráðlagt að fara þessa leið og við förum eftir þeim ráðleggingum sem MMS gefur okkur. Það eru þær leiðir sem við erum að fara. Við erum að vinna að úrbótum miðað við niðurstöður þessarar könnunar. Ég treysti ferlinu sem okkur er ráðlagt að fara í.“ Sigríður Júlía segir bæjaryfirvöld vilja hlusta og þess vegna hafi málið verið sett í þennan farveg. Hún segir að hennar von sé að strax og skólinn sé kominn almennilega af stað verði unnið að nýrri námsskrá og kosið í foreldraráð á fyrstu dögum skólaársins. Hún segir það ekki hluta af aðferðum sem eigi að beita í leikskólum bæjarins að setja börn í skammarkrók. Eigi að vísa málum er varða ofbeldi til barnaverndar og lögreglu Í svari frá landsteymi MMS segir að hlutverk þeirra sér að styðja við börn, foreldra og fagfólk á öllum skólastigum sem hafi þörf fyrir ráðgjöf eða aukinn stuðning í skólaumhverfinu. Menntun og starfsreynsla ráðgjafa Landsteymis sé margþætt þegar kemur að uppeldis- og menntunar- og fötlunarfræðum. Þeir hafa einnig yfirgripsmikla þekkingu á lögum og reglugerðum leik-, grunn- og framhaldsskólanna og þekki vel úrræði og lausnir þvert á kerfi þegar tilefni er til aðkomu annarra sérfræðinga. Þá segir að ráðgjafar Landsteymis hafi sérfræðiþekkingu til þess að kortleggja, meta og koma með tillögur að úrbótum varðandi samskipti og starfshætti. Hvað varði ásakanir um meint ofbeldi hafi ráðgjafar hvorki umboð né sérfræðiþekkingu til þess að rannsaka slíkt. Á vef leikskólans kemur fram að í leikskólanum sé lögð áhersla á umhverfismennt og útinám. Leikskólinn fékk viðurkenningu frá Kennarasambandi Íslands, Orðsporið, í febrúar á þessu ári fyrir að vera leiðandi leikskóli á Íslandi í útinámi.Vísir/Anton Brink Landsteymið segir trúnað gilda um öll mál sem séu á þeirra borði og því geti þau ekki svarað efnislega um málið en að samkvæmt almennu verklagi Landsteymis fari ráðgjafi í upplýsingaöflun og kortlagningu málsins þegar umsókn berst. „Lögð er áhersla á að veita ráðgjöf og virkja þjónustu í nærumhverfi barns í samvinnu við viðeigandi þjónustuveitendur. Þegar sótt er um ráðgjöf hjá Landsteymi er gert ráð fyrir að þegar hafi verið virkjuð þau úrræði og lausnir sem þegar eru til staðar, svo sem lausnateymi, nemendaverndarráð, samþætting þjónustu í þágu farsældar barns og skólaþjónusta sveitarfélagsins. Landsteymið leggur áherslu á að setja barnið í miðjuna, hugsa í lausnum og leita leiða til að tryggja öllum börnum farsæla skólagöngu,“ segir enn fremur í svarinu. Spurð um almennt verklag þegar kemur að því að ræða við börn í slíkum aðstæðum segir í svari landsteymis að rétt sé að beina slíkum málum til lögreglunnar og/eða Barnahúss sem sinni málefnum barna þegar grunur leikur á að þau hafi verið beitt ofbeldi. Spurð hvort þau hafi talið þörf á að ræða við börnin á Tanga segir í svari að vegna trúnaðar geti þau ekki svarað þessari spurningu. Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Foreldrar á leikskólanum Tanga á Ísafirði sendu í lok júnímánaðar kvörtun til bæjarstjóra og vantraustsyfirlýsingu vegna samskipta og starfshátta á leikskólanum Tanga sem leikskóli fyrir fimm ára börn. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og að strax og það kom upp hafi verið ákveðið að leita aðstoðar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, MMS. Barnavernd og lögregla voru einnig upplýst um málið í sumar en tóku það ekki til formlegrar skoðunar. Samkvæmt upplýsingum frá Helga Jenssyni, lögreglustjóra á Vestfjörðum, tók lögregla ekki málið til skoðunar vegna þess að formleg kæra eða tilkynning barst þeim ekki. Hann segir lögreglu þó hafa verið meðvitaða um málið og hafa fengið afrit af yfirlýsingu foreldranna þegar málið kom upp í lok júní. Alls skrifuðu fjórtán foreldrar undir yfirlýsingu sem afhent var bæjarstjóra í lok júní. Í kjölfarið var haldinn fundur með bæjarstjóra og fleiri aðilum innan stjórnsýslunnar þar sem farið var yfir innihald yfirlýsingarinnar þar sem var að finna frásagnir barna, kvörtun er varðaði starfshætti á leikskólanum og erfið samskipti við leikskólastjóra. Óttast viðbrögð samfélagsins Fréttastofa hefur rætt við foreldra fimm barna sem vildu ekki koma fram undir nafni af ótta við viðbrögðin. Þau segja málið erfitt í heild, einhver barnanna líði enn fyrir það sem átti sér stað og að fundurinn sem bærinn hélt um málið hafi verið þeim afar þungbær. Svar sem foreldrar eins barnsins fengu frá velferðarsviði bæjarins eftir að þau tilkynntu málið. Aðsend Í samtölum við foreldra kemur einnig fram að þeim þyki bærinn ekki hafa tekið vel á málinu og að þeim líði eins og það sé verið að þagga málið niður. Foreldrarnir eru allir með álíka lýsingar á því frá börnum sínum að þau sjálf eða önnur börn hafi verið látin sitja upp við vegg á stól og látin horfa á vegg, eða verið látin standa upp við vegg og látin telja hafi þau verið óþekk. Einhver hafi jafnvel lýst því að þurfa að sitja kyrr á meðan þau voru úti að leika vegna þess að þau hafi verið óþekk. MMS skilaði skýrslu vegna málsins þann 10. júlí þar sem lagðar eru til þrenns konar úrbætur á leikskólanum en skýrt tekið fram að enginn starfsmaður hafi staðfest að börnin hafi verið beitt refsingum og talið líklegt að um misskilning sé að ræða hvað það varði. Leikskólinn Tangi er fyrir öll fimm ára börn á Ísafirði og eru í skólanum um 35 til 40 börn á hverjum tíma. Aðsend Í skýrslunni er þó áréttuð nauðsyn þess að ramma skýrar inn starfsemi skólans með skólanámskrá og starfsáætlun. Hvatt er til þess að leita leiða til þess að fá ytri stoðþjónustu sveitarfélagsins sem stuðning við leikskólann í því verkefni. Einnig er lagt til að gert verði innra mat á foreldrasamstarfi leikskólans og áréttuð nauðsyn þess að innan leikskólans sé starfandi foreldraráð. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum og leikskólastjóra eru þessi mál í vinnslu. Leikskólastjóri vildi ekki veita frekari upplýsingar eða viðtal vegna málsins. Erfið og léleg samskipti Í vantraustsyfirlýsingunni sem var afhent bæjarstjóra þann 30. júní gera foreldrar athugasemdir við samskipti við foreldra, starfsanda og starfshætti leikskólans. Þar er til dæmis fjallað um að foreldrum hafi ekki verið tilkynnt um slys barna og tekið dæmi um barn sem fékk höfuðhögg í tvígang í nóvember í fyrra og um barn sem gleypti Lego-kubb. Foreldrar gera athugasemdir við það að í hvorugu tilviki hafi foreldrar verið látnir vita um leið og það gerðist. Foreldrar gera einnig alvarlegar athugasemdir við að í leikskólanum sé notað verðlauna- og límmiðakerfi. Hvorki hafi verið fjallað um það í foreldraviðtölum né þau upplýst um það með öðrum hætti. Þá segja þau börn beitt refsingum og að „óþekk börn“ séu látin sitja frammi á gangi og fái ekki að fara í val heldur verði að leika með ónýtt dót. Þau segja börnin vel meðvituð um það hvaða börn séu álitin „óþekk“ og börnin tali mörg um það að vera reglulega skömmuð af leikskólastjóranum. Þau séu jafnvel hrædd við hana. Foreldrarnir kvarta svo sérstaklega undan samskiptum við leikskólastjóra og lýsa yfir vantrausti í hennar garð. Þau segja erfitt að eiga samskipti við hana. Þau upplifi samskiptin sem niðrandi í garð þeirra sjálfra eða barna þeirra. Frásagnir barna Með kvörtuninni og vantraustsyfirlýsingu foreldranna fylgdu frásagnir barna af leikskólanum. Ein frásögn sex ára drengs hljóðar svona: „Þegar ég er óþekkur í vali þá fer ég í brotnu kubbana í gulu stofunni. Ég fer mjög oft í brotnu kubbana. Það er ekki skemmtilegt því ég get skerið mig hér (sýnir handleggina). X skar mig einu sinni með ónýta dótið því það var brotið en það var ekki vont, ég fékk bara plástur.X fær bara að leika með ónýta dótið því hann er óþekkur, hann má ekki leika með venjulega dótið. Allir óþekku strákarnir eru settir fram á stól og eiga að vera kjurrir og horfa á vegginn. Ef við erum alveg kjurrir þá fáum við að fara aftur í val. Það er hundleiðinlegt að vera á stólnum. Þegar ég var á stólnum þá var ég mjög mjög lengi, alveg þangað til valtíminn var búinn.Allir óþekku strákarnir eru með verðlaunakerfi, ef við erum stilltir fimm sinnum þá fáum við ofurlegókarla. Ég fékk límmiða því ég var fyrstur í útifötin. Í samveru fékk ég límmiða því ég var stilltur en x, x, x, x og x fékk ekki límmiða því þau voru óþekk.“ Önnur frásögn, sex ára stúlku, um skammarkrókinn hljóðar svo: „Það er stóll á ganginum fyrir þá sem eru óþekkir, eins og X, en þegar við erum úti þá situr hann á bekknum.“ Sex ára drengur segir í frásögn sinni að „vondu krakkarnir“ fari í skammarkrók og það séu yfirleitt strákar. „Bara vondu krakkarnir fara í skammakrók, stelpurnar fara aldrei. Strákar eru vondir en ekki stelpur. Maður fer bara í skammakrókinn og situr á stól frammi á gangi eða situr á engu hjá valspjaldinu eða maður situr við borð og gerir ekkert eða situr við borð og leikur með skemmda dótið. Það er dót sem er búið að skemma og ég gerði það ekki. Þau setja það í krukku þangað til þau vita hver skemmdi dótið. Þegar hún skammar mig þá talar hún við mig og lætur mig gera ekki neitt og skammar mig. Ef við erum úti þá leiði ég og má ekki setjast og má ekki fara inn. Ég vil bara fara inn ef ég má ekki leika.“ Brugðist illa við hjá bænum Foreldrarnir lýsa einnig yfir vantrausti til Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, vegna lélegra viðbragða. Þau hafi leitað til hennar fyrst í september í fyrra en svo aftur í janúar, mars og svo í byrjun júní. Þau segja hana hafa hunsað áhyggjur þeirra eða vísað þeim á leikskólastjóra. Þá segjast þau einnig upplifa að hún hafi tekið afstöðu með leikskólastjóranum áður en hún heyrði það sem börnin eða foreldrarnir höfðu um málið að segja og lýsa einhverjir þeirra í samtali við fréttastofu mikilli óánægju með póst sem hún setti inn í Facebook-hóp fyrir foreldra á leikskólanum. Tilkynning sem sviðsstjóri bæjarins hjá skóla- og tómstundasvði setti inn í Facebook hóp fyrir foreldra á leikskólanum. Tilkynningin var sett inn áður en fundurinn var haldinn með foreldrum. Facebook Í greinargerð landsteymis MMS um málið kemur fram að mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar hafi haft samband við teymið í upphafi júlímánaðar til að óska eftir ráðgjöf. Tveir ráðgjafar frá MMS hafi komið til Ísafjarðar fimm dögum síðar. Í greinargerðinni kemur fram að ráðgjafarnir hafi heimsótt leikskólann og kannað aðbúnað og starfsemi hans, auk þess sem þær áttu einsleg samtöl við allt fastráðið starfsfólk leikskólans sem var við vinnu þennan umrædda dag. Ræddu ekki við börnin Ekki var rætt við foreldra eða börn þar sem sérfræðingarnir bjuggu ekki yfir þekkingu til að ræða við börn til að afla viðkvæmra upplýsinga. Í greinargerðinni kemur þó fram að ef þörf er á sé ráðlegt að fá sálfræðing til að tala við börnin. Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ var foreldrum boðið að fara með börn sín til sálfræðings og bauðst bærinn til að greiða fyrir allt að fjóra tíma. Ekki var talin þörf á að fá sálfræðing til að ræða við börnin um þeirra reynslu samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóra. Í samtölum við foreldra um þetta kom fram að þó þeim hafi þótt það gott að geta sent börnin til sálfræðings sé ekki auðvelt að fá slíka aðstoð á Ísafirði og því fylgi mikill aukakostnaður að fara í bæinn til að fá slíka aðstoð. Því afþökkuðu flestir boðið þrátt fyrir að hafa viljað nýta sér það. Í greinargerð MMS segir einnig að heimsókn sérfræðinganna hafi ekki verið eiginlegt áhorf. Fá börn hafi verið í leikskólanum því stutt hafi verið í sumarleyfi auk þess sem stjórnendur sinntu foreldraviðtölum þennan tiltekna dag og voru ekki til viðtals fyrri part dags. Í greinargerð segir að sérfræðingar hafi í viðtölum merkt stolt og ánægju hjá öllu starfsfólki sem þau ræddi við. Starfsfólk hafi sýnt metnað fyrir starfi sínu og hafi verið annt um bæði orðspor vinnustaðarins og starf sitt. Rauður þráður í samtölum hafi verið að bæta mætti foreldrasamstarf og upplýsingaflæði. Þá kemur fram að starfsfólk taki nærri sér orðræðu um að börn séu beitt ofbeldi í leikskólanum og að atvik er varði barn á stól eigi sér skýringar. Barnið hafi verið ósátt og valið sjálft að sitja á stólnum. Þá segir að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að ef barn réði ekki við aðstæður sem það var í væri því yfirleitt boðið að færa sig í annan hóp eða leik, að setjast á annan stað með starfsmanni eða jafna sig í einrúmi. Enginn í starfshópnum sem rætt var við kannaðist við að notast hafi verið við orðið „skammarkrókur“ í samtölum þeirra á milli eða við börnin. Misskilningur um ónýt leikföng Hvað varðar upplifun barnanna um að „óþekk börn“ leiki með ónýt og skemmd leikföng segir í greinargerð að þar virðist gæta misskilnings. Það sé ílát á leikskólanum með skemmdum leikföngum og að á morgunfundi með börnum hafi það verið notað til að ræða umgengni við börnin með það að markmiði að fá þau til að fara betur með dótið. Eitt barnið hafi óskað eftir því að leika með dótið. Í greinargerð segir að starfsfólki hafi almennt verið brugðið að umræðan hefði skilað sér heim með börnunum á þann veg að „óþekk börn“ séu látin leika með ónýt leikföng. Þá er í greinargerðinni vísað til mikillar manneklu á leikskólanum á síðasta skólaári og það hafi leitt til þess að misbrestur hafi orðið á skólanámskrá og starfsáætlun. Stjórnendur hafi unnið inni á deildum og það hafi haft áhrif á innra starf leikskólans. Þá hafi einnig verið misbrestur á samskiptum við foreldra. Gerðar eru athugasemdir við að ekkert foreldraráð sé virkt í leikskólanum og lögð áhersla á að foreldrar finnist í það. Ekki hægt að líta í hina áttina Arnar Guðmundsson, faðir eins barns á leikskólanum, segir son sinn enn glíma við afleiðingar þess að hafa verið beittur refsingum á leikskólanum. Arnar er einn fjórtán foreldra sem skrifaði undir yfirlýsingu og kemur fram fyrir hönd hópsins. Hann gefur ekki mikið fyrir greinargerð MMS um málið og gerir athugasemdir við að sérfræðingarnir sem voru sendir á Ísafjörð til að kanna málið hafi ekki verið með þekkingu til að ræða við börnin. „Ef við ætlum að vinna eftir farsældarlögum verðum við að hlusta á börnin og ef við tölum ekki við þau þá er þetta ekki mikið. Ég er eina rödd barnsins míns og ef ég berst ekki fyrir það gerir enginn annar það.“ Foreldrar fengu póst frá mannauðsstjóra bæjarins þann 16. ágúst síðastliðinn þar sem þeim var tilkynnt um það að bæjaryfirvöld myndu fylgja málinu eftir með því að tryggja að úrbætur er varðar foreldrasamskipti, framkvæma innra mat á því og koma á foreldraráði. Málinu yrði fylgt eftir á haustdögum. Arnar segist ekki hafa getið setið hjá. Það hafi enginn talað við barnið hans og því verði hann að tala fyrir það. Aðsend „Vandamálið er að við búum í litlu samfélagi og maður á alltaf að líta í hina áttina. Maður á ekki að standa upp og mótmæla. Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi og standa andspænis öllu, af því að fólk mun alltaf horfa og tala. Fólk spyr okkur reglulega hvað við ætlum að fá út úr þessu og hvernig við nennum að standa í þessu.“ Hann segir það eina sem skipti máli, fyrir hann, í þessu máli sé líðan hans barns. Barnið lýsi þessum aðstæðum, líði illa og þá sé ekkert annað fyrir hann að gera en að bregðast við. „En í öllu þessu máli er enginn búinn að spyrja hvernig barnið hafði það. Málið fór í ferli, ferlið kláraðist og þessu er lokið.“ Arnar segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með það að allt til dagsins í dag hafi enginn viðurkennt fyrir foreldrahópnum að þetta hafi átt sér stað. Hann segist eiga erfitt með að trúa því að nokkur fimm ára börn hafi komið sér saman um að ljúga og finnst ótrúlegt að starfsfólk kannist ekki við þetta. „Er ekki ótrúlegt að fimm ára barn velji það að sitja á einhverjum stól þegar hann gerir eitthvað af sér? Hver finnur upp á því? Ég myndi halda að þetta væri lærð hegðun,“ segir hann. Auk þess séu börnin sem greini frá þessu ólík og í ólíkum hópum en þau segi öll það sama og eigi erfitt með að tala um þetta. Boð um sálfræðitíma bjarnargreiði Arnar segir boð bæjarins um að bjóðast til að greiða fjóra sálfræðitíma bjarnargreiða. Það sé bæði erfitt að fá barnasálfræðing og því fylgi mikill aukakostnaður að leita slíkrar aðstoðar utan bæjarfélagsins. Þá segist hann líka hræddur við að trámatísera barnið frekar með því að rifja þetta upp aftur og aftur. Arnar telur að bæjaryfirvöld hefðu getað brugðist betur við og vonast enn til þess að þau geri það. Hann eigi dóttur sem muni þurfa að fara í leikskólann seinna og því vonist hann til þess að búið verði að bregðast við fyrir þann tíma. Enn unnið að úrbótum Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, segir enn unnið að úrbótum í samræmi við ábendingar MMS. Eftir að leikskólinn tók til starfa eftir sumarleyfi sé unnið að því að koma úrbótum í farveg. Hvað varðar ákvörðun um að ræða ekki við börnin segir Sigríður Júlía að bærinn hafi viljað koma til móts við börnin með því að bjóðast til að greiða fyrir fjóra sálfræðitíma fyrir þau en það sé undir foreldrum þeirra komið hvort þau nýti þessa tíma. Hún segist ekki vilja tjá sig um það að börnin hafi greint frá því að í leikskólanum hafi starfsfólk beitt refsingum og vísar til þess að bæjaryfirvöldum hafi verið ráðlagt að bregðast við með þeim hætti sem þau brugðust við. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjastjóri í Ísafjarðarbæ, segir málið tekið alvarlega og að unnið sé að úrbótum í samræmi við tillögur MMS. Vísir/Anton Brink „Ég fæ þetta inn á borð til mín og við leitum okkur upplýsinga um það í hvaða farveg svona mál fara. Okkur ráðlagt að fara þessa leið og við förum eftir þeim ráðleggingum sem MMS gefur okkur. Það eru þær leiðir sem við erum að fara. Við erum að vinna að úrbótum miðað við niðurstöður þessarar könnunar. Ég treysti ferlinu sem okkur er ráðlagt að fara í.“ Sigríður Júlía segir bæjaryfirvöld vilja hlusta og þess vegna hafi málið verið sett í þennan farveg. Hún segir að hennar von sé að strax og skólinn sé kominn almennilega af stað verði unnið að nýrri námsskrá og kosið í foreldraráð á fyrstu dögum skólaársins. Hún segir það ekki hluta af aðferðum sem eigi að beita í leikskólum bæjarins að setja börn í skammarkrók. Eigi að vísa málum er varða ofbeldi til barnaverndar og lögreglu Í svari frá landsteymi MMS segir að hlutverk þeirra sér að styðja við börn, foreldra og fagfólk á öllum skólastigum sem hafi þörf fyrir ráðgjöf eða aukinn stuðning í skólaumhverfinu. Menntun og starfsreynsla ráðgjafa Landsteymis sé margþætt þegar kemur að uppeldis- og menntunar- og fötlunarfræðum. Þeir hafa einnig yfirgripsmikla þekkingu á lögum og reglugerðum leik-, grunn- og framhaldsskólanna og þekki vel úrræði og lausnir þvert á kerfi þegar tilefni er til aðkomu annarra sérfræðinga. Þá segir að ráðgjafar Landsteymis hafi sérfræðiþekkingu til þess að kortleggja, meta og koma með tillögur að úrbótum varðandi samskipti og starfshætti. Hvað varði ásakanir um meint ofbeldi hafi ráðgjafar hvorki umboð né sérfræðiþekkingu til þess að rannsaka slíkt. Á vef leikskólans kemur fram að í leikskólanum sé lögð áhersla á umhverfismennt og útinám. Leikskólinn fékk viðurkenningu frá Kennarasambandi Íslands, Orðsporið, í febrúar á þessu ári fyrir að vera leiðandi leikskóli á Íslandi í útinámi.Vísir/Anton Brink Landsteymið segir trúnað gilda um öll mál sem séu á þeirra borði og því geti þau ekki svarað efnislega um málið en að samkvæmt almennu verklagi Landsteymis fari ráðgjafi í upplýsingaöflun og kortlagningu málsins þegar umsókn berst. „Lögð er áhersla á að veita ráðgjöf og virkja þjónustu í nærumhverfi barns í samvinnu við viðeigandi þjónustuveitendur. Þegar sótt er um ráðgjöf hjá Landsteymi er gert ráð fyrir að þegar hafi verið virkjuð þau úrræði og lausnir sem þegar eru til staðar, svo sem lausnateymi, nemendaverndarráð, samþætting þjónustu í þágu farsældar barns og skólaþjónusta sveitarfélagsins. Landsteymið leggur áherslu á að setja barnið í miðjuna, hugsa í lausnum og leita leiða til að tryggja öllum börnum farsæla skólagöngu,“ segir enn fremur í svarinu. Spurð um almennt verklag þegar kemur að því að ræða við börn í slíkum aðstæðum segir í svari landsteymis að rétt sé að beina slíkum málum til lögreglunnar og/eða Barnahúss sem sinni málefnum barna þegar grunur leikur á að þau hafi verið beitt ofbeldi. Spurð hvort þau hafi talið þörf á að ræða við börnin á Tanga segir í svari að vegna trúnaðar geti þau ekki svarað þessari spurningu.
Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent