Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2025 11:42 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ætlar að láta gott heita í borgarmálunum eftir kjörtímabilið, sem lýkur í maí á næsta ári. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir vendingar í febrúar síðastliðnum, þegar Viðreisn endaði utan meirihluta, ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram í komandi kosningum. Hún útilokar ekki frekari afskipti af stjórnmálum þegar fram líða stundir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“ Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira