„United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2025 13:45 Ruben Amorim er undir mikilli pressu. epa/ADAM VAUGHAN Sigurbjörn Hreiðarsson og Adda Baldursdóttir ræddu um stöðu Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, í Sunnudagsmessunni í gær. United tapaði fyrir grönnum sínum í Manchester City, 3-0, í gær og er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Síðan Amorim tók við United hefur liðið einungis unnið átta af 31 deildarleik. Þrátt fyrir það hefur Portúgalinn ekki breytt um leikkerfi. Hann hefur spilað 3-4-3 í öllum leikjum síðan hann tók við United. Adda telur að Amorim haldi sig við kerfið. „Ég held ekki. Mér finnst hann vera búinn að segja það sjálfur. Hann er ekki að fara að gefast upp á því,“ sagði Adda. „Það er eitt að tala um einhver leikkerfi en að horfa á Manchester United, þá spila þeir alltaf nákvæmlega eins. Það er engin sveigjanleiki. Ef þú ert að spila þetta kerfi þarftu að vera með leikmennina í það og United er svo sannarlega ekki með leikmennina í það.“ Klippa: Sunnudagsmessan - umræða um Amorim Stefán Árni Pálsson spurði Sigurbjörn af hverju Amorim væri enn við stjórnvölinn hjá United, í ljós slæms gengis síðan hann tók við. „Það er góð spurning en þeir þráast við. Hann kemur inn á miðju tímabili í fyrra og byrjar með þetta. Eins og Adda segir er hann ekki að fara að breyta. Hann hefur ekki unnið tvo leiki í röð og flestir sigurleikjanna eru gegn liðum í fallsætum. Eitthvað hefur hann á forystu United,“ sagði Sigurbjörn. „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél. Hann kann ekki á beinskiptan og þetta er orðið vesen. Þeir eru ekki með nógu góða leikmenn til að keppa við þá allra bestu,“ bætti Sigurbjörn við. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að halda áfram að spila 3-4-3 leikkerfið sitt þrátt fyrir að Rauðu djöflarnir hafi einungis unnið átta af 31 deildarleik undir hans stjórn. 15. september 2025 09:30 Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Frammistaða Lukes Shaw í 3-0 tapi Manchester United fyrir Manchester City fór verulega í taugarnar á Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Rauðu djöflanna. 15. september 2025 08:03 „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru vægast sagt hrifnir af því sem þeir hafa séð í upphafi tímabils hjá Arsenal. 15. september 2025 07:33 Tvö frá Haaland og Manchester er blá Eftir tvö töp í röð er Manchester City komið aftur á sigurbraut eftir öruggan 3-0 sigur gegn Manchester United í stórleik og nágrannaslag liðanna í dag. 14. september 2025 14:40 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
United tapaði fyrir grönnum sínum í Manchester City, 3-0, í gær og er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Síðan Amorim tók við United hefur liðið einungis unnið átta af 31 deildarleik. Þrátt fyrir það hefur Portúgalinn ekki breytt um leikkerfi. Hann hefur spilað 3-4-3 í öllum leikjum síðan hann tók við United. Adda telur að Amorim haldi sig við kerfið. „Ég held ekki. Mér finnst hann vera búinn að segja það sjálfur. Hann er ekki að fara að gefast upp á því,“ sagði Adda. „Það er eitt að tala um einhver leikkerfi en að horfa á Manchester United, þá spila þeir alltaf nákvæmlega eins. Það er engin sveigjanleiki. Ef þú ert að spila þetta kerfi þarftu að vera með leikmennina í það og United er svo sannarlega ekki með leikmennina í það.“ Klippa: Sunnudagsmessan - umræða um Amorim Stefán Árni Pálsson spurði Sigurbjörn af hverju Amorim væri enn við stjórnvölinn hjá United, í ljós slæms gengis síðan hann tók við. „Það er góð spurning en þeir þráast við. Hann kemur inn á miðju tímabili í fyrra og byrjar með þetta. Eins og Adda segir er hann ekki að fara að breyta. Hann hefur ekki unnið tvo leiki í röð og flestir sigurleikjanna eru gegn liðum í fallsætum. Eitthvað hefur hann á forystu United,“ sagði Sigurbjörn. „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél. Hann kann ekki á beinskiptan og þetta er orðið vesen. Þeir eru ekki með nógu góða leikmenn til að keppa við þá allra bestu,“ bætti Sigurbjörn við. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að halda áfram að spila 3-4-3 leikkerfið sitt þrátt fyrir að Rauðu djöflarnir hafi einungis unnið átta af 31 deildarleik undir hans stjórn. 15. september 2025 09:30 Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Frammistaða Lukes Shaw í 3-0 tapi Manchester United fyrir Manchester City fór verulega í taugarnar á Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Rauðu djöflanna. 15. september 2025 08:03 „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru vægast sagt hrifnir af því sem þeir hafa séð í upphafi tímabils hjá Arsenal. 15. september 2025 07:33 Tvö frá Haaland og Manchester er blá Eftir tvö töp í röð er Manchester City komið aftur á sigurbraut eftir öruggan 3-0 sigur gegn Manchester United í stórleik og nágrannaslag liðanna í dag. 14. september 2025 14:40 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
„Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að halda áfram að spila 3-4-3 leikkerfið sitt þrátt fyrir að Rauðu djöflarnir hafi einungis unnið átta af 31 deildarleik undir hans stjórn. 15. september 2025 09:30
Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Frammistaða Lukes Shaw í 3-0 tapi Manchester United fyrir Manchester City fór verulega í taugarnar á Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Rauðu djöflanna. 15. september 2025 08:03
„Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar eru vægast sagt hrifnir af því sem þeir hafa séð í upphafi tímabils hjá Arsenal. 15. september 2025 07:33
Tvö frá Haaland og Manchester er blá Eftir tvö töp í röð er Manchester City komið aftur á sigurbraut eftir öruggan 3-0 sigur gegn Manchester United í stórleik og nágrannaslag liðanna í dag. 14. september 2025 14:40