Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar 15. september 2025 14:03 Sársauki er ekki hverful tilfinning heldur vera sem býr innra með þér. Hún hefur vígtennur og fingur, þrýstir á hjartað, þyngir bringuna og andardrátturinn hikar eins og loftið sé ótryggt. Það er augnablik, bara eitt augnablik, þegar allir innri veggirnir sem við höfum reynt að byggja, molna og við náum því sem kalla má þröskuld sársaukans. Á þessum þröskuldi er sársauki ekki lengur bara bergmál eða skjálfti. Hann breytist í óp. Ekki hátt, heyranlegt öskur, heldur óp sálarinnar, þetta fíngerða hljóð sem eyrað nemur ekki en veldur því að allur líkaminn skelfur innan frá. Það er eins og vindurinn sem sópar tómt hús eða tómleikinn sem fyllir höfuðið. Á Gaza er þetta óp orðið leyndarmál allra. Barnsins sem brosir til að gráta ekki fyrir framan móður sína, móðurinnar sem felur tárin fyrir barni sínu, mannsins sem stendur þögull fyrir framan lík sonar síns ... þau öskra öll innra með sér, með rödd sem heimurinn heyrir ekki. Þau eru öll á þröskuldinum. Ópið birtist ekki alltaf í öskrum eða tárum. Stundum birtist það í köldu andleysi. Rýmingartilkynningar falla í tilgangsleysi á dyr, lesnar af fólki með tóm í augum sem heldur áfram með líf sitt: maður sem rífst við nágranna sinn um lítra af vatni, konur sem deila um pláss við ofninn, ungur maður sem lagar sprungur í vegg. Það er eins og tilkynningin um eyðileggingu borgarinnar þýði ekkert, eins og fyrirfram ákveðinn fjöldaflótti sé bara enn einn orðrómurinn. Þetta er ekki raunverulegt sinnuleysi, heldur annars konar óp: falin vörn gegn algjöru hruni. Þegar einstaklingur er ófær um að horfast í augu við nakinn sannleikann felur hann sig í smáatriðunum, festir sig við þau til að koma í veg fyrir að sál hans sundrist. Stjórnmálin eru ekki ánægð með að drepa fólk; þau leitast við að brjóta það niður innan frá, láta fólk fara með endalok sín eins og þau séu aukafrétt. Þau vilja að sjálf rýmingin verði venja, þyngdarlaust pappírsblað, hluti af daglegu skvaldri. Ópið verður þögult og sljótt. Þversögnin er sú að þegar sársaukinn nær þessu stigi fer hann á svig við tungumálið. Engir textar, engar ræður, engar yfirlýsingar nægja. Hann birtist sem stöðugt öskur, titringur sem býr í hverjum líkama. Reikandi augu, skjálfandi hendur, löng þögn … allt eru þetta aðrar birtingarmyndir þessa öskurs. Eftirlifendurnir lifa ekki af í raun og veru. Þeir lifa aðeins með þessu stöðuga ópi. Þeir sofa og heyra það í draumum sínum, þeir vakna og finna það falið á bak við fyrstu skímuna. Það hverfur ekki, því það er varanlegt ástand. Þeir sem fara yfir þröskuld sársaukans snúa ekki aftur eins og þeir voru, heldur lifa að eilífu í bergmáli hans. Heimurinn heldur að sársauki sé mældur með fjölda píslarvotta og eyðilagðra heimila. En hann sér ekki þetta falda andlit: að sálin sjálf er brotin, neydd til að hrópa í þögn. Þetta óp er sannasta lýsingin á því sem er að gerast: vitnisburður sem þarfnast ekki þýðanda, því styrkleiki hans er nægur. Að lokum er kannski það sársaukafyllsta að þetta óp heyrist aðeins af eigendum þess. Eins og sálin sé að æpa út í tómið. Með hverjum deginum sem líður verður ópið háværara, þar til það nær yfir alla borgina. Heil borg hrópar í hljóði, les rýmingartilkynningar og áætlanir um fjöldaflótta, á þröskuldi sársauka sem hefur farið fram úr öllu sem hægt er að þola. Höfundur er kennari og skáld frá Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Sársauki er ekki hverful tilfinning heldur vera sem býr innra með þér. Hún hefur vígtennur og fingur, þrýstir á hjartað, þyngir bringuna og andardrátturinn hikar eins og loftið sé ótryggt. Það er augnablik, bara eitt augnablik, þegar allir innri veggirnir sem við höfum reynt að byggja, molna og við náum því sem kalla má þröskuld sársaukans. Á þessum þröskuldi er sársauki ekki lengur bara bergmál eða skjálfti. Hann breytist í óp. Ekki hátt, heyranlegt öskur, heldur óp sálarinnar, þetta fíngerða hljóð sem eyrað nemur ekki en veldur því að allur líkaminn skelfur innan frá. Það er eins og vindurinn sem sópar tómt hús eða tómleikinn sem fyllir höfuðið. Á Gaza er þetta óp orðið leyndarmál allra. Barnsins sem brosir til að gráta ekki fyrir framan móður sína, móðurinnar sem felur tárin fyrir barni sínu, mannsins sem stendur þögull fyrir framan lík sonar síns ... þau öskra öll innra með sér, með rödd sem heimurinn heyrir ekki. Þau eru öll á þröskuldinum. Ópið birtist ekki alltaf í öskrum eða tárum. Stundum birtist það í köldu andleysi. Rýmingartilkynningar falla í tilgangsleysi á dyr, lesnar af fólki með tóm í augum sem heldur áfram með líf sitt: maður sem rífst við nágranna sinn um lítra af vatni, konur sem deila um pláss við ofninn, ungur maður sem lagar sprungur í vegg. Það er eins og tilkynningin um eyðileggingu borgarinnar þýði ekkert, eins og fyrirfram ákveðinn fjöldaflótti sé bara enn einn orðrómurinn. Þetta er ekki raunverulegt sinnuleysi, heldur annars konar óp: falin vörn gegn algjöru hruni. Þegar einstaklingur er ófær um að horfast í augu við nakinn sannleikann felur hann sig í smáatriðunum, festir sig við þau til að koma í veg fyrir að sál hans sundrist. Stjórnmálin eru ekki ánægð með að drepa fólk; þau leitast við að brjóta það niður innan frá, láta fólk fara með endalok sín eins og þau séu aukafrétt. Þau vilja að sjálf rýmingin verði venja, þyngdarlaust pappírsblað, hluti af daglegu skvaldri. Ópið verður þögult og sljótt. Þversögnin er sú að þegar sársaukinn nær þessu stigi fer hann á svig við tungumálið. Engir textar, engar ræður, engar yfirlýsingar nægja. Hann birtist sem stöðugt öskur, titringur sem býr í hverjum líkama. Reikandi augu, skjálfandi hendur, löng þögn … allt eru þetta aðrar birtingarmyndir þessa öskurs. Eftirlifendurnir lifa ekki af í raun og veru. Þeir lifa aðeins með þessu stöðuga ópi. Þeir sofa og heyra það í draumum sínum, þeir vakna og finna það falið á bak við fyrstu skímuna. Það hverfur ekki, því það er varanlegt ástand. Þeir sem fara yfir þröskuld sársaukans snúa ekki aftur eins og þeir voru, heldur lifa að eilífu í bergmáli hans. Heimurinn heldur að sársauki sé mældur með fjölda píslarvotta og eyðilagðra heimila. En hann sér ekki þetta falda andlit: að sálin sjálf er brotin, neydd til að hrópa í þögn. Þetta óp er sannasta lýsingin á því sem er að gerast: vitnisburður sem þarfnast ekki þýðanda, því styrkleiki hans er nægur. Að lokum er kannski það sársaukafyllsta að þetta óp heyrist aðeins af eigendum þess. Eins og sálin sé að æpa út í tómið. Með hverjum deginum sem líður verður ópið háværara, þar til það nær yfir alla borgina. Heil borg hrópar í hljóði, les rýmingartilkynningar og áætlanir um fjöldaflótta, á þröskuldi sársauka sem hefur farið fram úr öllu sem hægt er að þola. Höfundur er kennari og skáld frá Palestínu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar