Lífið

„Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vergara birti þessar myndir af sér og augnsýkingunni á samfélagsmiðlum.
Vergara birti þessar myndir af sér og augnsýkingunni á samfélagsmiðlum.

Hollywood-stjörnur flykktust á Emmy-verðlaunahátíðina í nótt en ein þeirra sem komst ekki var kólumbíska stjaran Sofia Vergara. Ástæðan var svæsin augnsýking.

Vergara greindi frá því í Instagram-færslu að kvöldi hátíðarinnar að hún hefði þurft að fara á bráðamóttökuna og því ekki komist á hátíðina.

„Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna 🤣😩,“ skrifaði hún við færsluna og birti þar mynd af andliti sínu og þrútnu vinstra auganu.

„Sorrí, ég þurfti að afbóka! Fékk klikkaða augnsýkingu rétt áður en ég fór í bílinn,“ sagði Vergara jafnframt í færslunni.

Vergara birti einnig tvö myndbönd af spítalanum, annað sýndi hana skola á sér augað í vatnsbrunni og í hinu lá hinu á sjúkrabekk. Vergara greindi ekki frá því hvað hefði ollið sýkingunni en miðað við léttan tóninn í færslunni getur ekki verið að það hafi verið mjög alvarlegt.

Vergara er þekktust fyrir að leika Gloriu Delgado-Pritchett í gamanþáttunum Modern Family, sem voru sýndir á ABC frá 2009 til 2020, en hún var einmitt fimm sinnum tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum. Nýlega hlaut hún mikið lof fyrir leik sinn í stuttu framhaldsþáttaröðinni Griselda (2024).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.