Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar 16. september 2025 07:02 Á haustdögum hefst annasamt tímabil hjá evrópskum stjórnmálamönnum þar sem áhersla verður lögð á að efla samkeppnishæfni og viðnámsþrótt í orkumálum. Hins vegar eru þessi markmið í uppnámi vegna skorts á iðnmenntuðu starfsfólki, einkum í rafiðnaði. Þetta kemur fram í samantekt Union of Skills þar sem dregið er fram að rafvirkjar séu meðal 42 starfsstétta sem skortur sé á víða í Evrópu. Þetta hafi neikvæð áhrif á getu Evrópu til að takast á við orkuskipti og styrkja efnahagslega seiglu. Þannig vanti sem dæmi yfir 96.000 rafiðnaðarmenn í Þýskalandi einu saman sem jafngildir rúmlega 20% skorti miðað við núverandi eftirspurn líkt og kemur fram í skýrslu EuropeOn sem Samtök rafverktaka, SART, eru aðilar að. EuropeOn sem talar fyrir hönd rafverktaka í Evrópu leggja áherslu á að brýnast sé að gera iðnnám og tæknimenntun meira aðlaðandi og aðgengilegra, bæði fyrir ungt fólk og þá sem vilja skipta um starfsvettvang. Ónógt vinnuafl tefur orkuskipti og uppbyggingu innviða Í skýrslunni kemur fram að á sama tíma og Evrópusambandið undirbýr nýja átakalínu undir heitinu rentrée, sem meðal annars felur í sér hertar aðgerðir í loftslagsmálum og nýja aðgerðaráætlun til eflingar á raforkukerfum, bendir iðnaðurinn á að skortur á hæfu starfsfólki geti sett markmiðin í uppnám. Í raun sé hætta á að góð fyrirheit um orkuskipti nái ekki fram að ganga einfaldlega vegna þess að of fáir séu til að setja upp og viðhalda nauðsynlegri tækni. Raunveruleikinn á Íslandi hefur aðra birtingarmynd en niðurstaðan er sú sama og í ríkjum Evrópusambandsins. Líkt og kemur fram í greiningu SI er iðnnám eftirsótt á Íslandi en árlega er hundruðum umsókna um iðnnám synjað þar sem starfsnámsskólarnir fá ekki þá fjárveitingu sem þeir þurfa til að geta tekið við nemendum sem sækjast eftir skólavist. Skortur á starfsfólki með rétta hæfni er viðvarandi vandamál og segjast 67% stjórnenda fyrirtækja í rafiðnaði að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækisins á síðustu árum. Efling iðnmenntunar á Íslandi lykilatriði Að mati Samtaka rafverktaka er sambærilegur skortur á iðnmenntuðu starfsfólki til staðar hér á landi, sérstaklega í greinum sem tengjast uppbyggingu orkukerfa, orkuskiptum og orkunýtingu. Ef Ísland ætlar að standa undir eigin markmiðum um sjálfbæra þróun og aukna orkunýtingu þarf að grípa til sambærilegra aðgerða og Evrópusambandið hyggst ráðast í. Efling iðnmenntunar, nánari tenging milli atvinnulífs og menntakerfis og stefnumótun byggð á raungögnum um færniþarfir framtíðarinnar eru lykilatriði. Samtök rafverktaka munu áfram vinna að því að efla þessi mál til að tryggja að íslenskur iðnaður búi yfir þeim mannauði sem nauðsynlegt er til að halda áfram á braut nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar. Aðgerðir verða að taka mið af raunverulegum aðstæðum á vinnumarkaði Í tengslum við starfsmenntastefnu Evrópusambandsins hafa EuropeOn og aðildarfélög þeirra einnig varað við því að sumar fyrirhugaðar aðgerðir ESB gætu haft ófyrirséðar afleiðingar ef ekki er tekið mið af eðli iðngreina. Sérstaklega er bent á að flæði vinnuafls á milli landa ætti ekki að vera forgangsmál í þessum geira. Rafverktakafyrirtæki eru að stórum hluta smá og meðalstór fyrirtæki sem starfa á innlendum mörkuðum og sinna verkefnum sem krefjast staðbundinnar sérfræðiþekkingar. Of mikil áhersla á flæði vinnuafls getur einfaldlega fært vandann á milli ríkja Evrópu og skapað ósjálfbæra samkeppni um hæft starfsfólk, svonefnt stríð um hæfni, án þess að leysa undirliggjandi kerfisvanda. Jafnframt er varað við að sjálfvirk viðurkenning starfsréttinda milli ríkja geti raskað hæfniviðmiðum og gæðum menntunar. Menntakerfi, gæðakröfur og aðstæður eru ólíkar milli landa og einhliða samræming gæti valdið auknum kostnaði, dregið úr gæðum og leitt til vantrausts á innlendum kerfum. SART styðja við evrópskar áherslur um uppbyggingu iðnnáms SART deila þessum áherslum EuropeOn og hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að auka framboð á menntuðum rafiðnaðarmönnum hér á landi, enda liggi þar lykillinn að áframhaldandi framþróun í orkunýtingu, sjálfbærum samgöngum og uppbyggingu innviða framtíðarinnar. SART taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni rafiðnaðarins og eiga aðild að EuropeOn, sem hefur nú birt ályktun með mikilvægum tillögum til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tengslum við næstu starfsmenntastefnu (VET – Vocational Education and Training): Að lyfta starfsnámi til jafns við bóknám með samræmdum upplýsingaherferðum innan aðildarríkja ESB og EFTA. Að efla iðnnám og símenntun með áherslu á græna og stafræna færni. Að endurnýja aðstöðu starfsmenntaskóla og tryggja hæft kennaralið. Að styrkja hæfniramma þjóða með þátttöku aðila vinnumarkaðar og forðast einsleitar lausnir. „Evrópa getur ekki verið án iðn- og tæknifólks, rafvirkjar gegna lykilhlutverki í bæði samkeppnishæfni og loftslagsaðgerðum,“ segir Julie Beaufils, framkvæmdastjóri EuropeOn. „Hvernig ætlum við að innleiða nýjustu tækni ef enginn er til að setja hana upp og veita ráðgjöf?“ bætir hún við og undirstrikar mikilvægi þessara starfa fyrir innviðauppbyggingu og viðnámsþrótt samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka sem eru aðildarsamtök Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Orkumál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Á haustdögum hefst annasamt tímabil hjá evrópskum stjórnmálamönnum þar sem áhersla verður lögð á að efla samkeppnishæfni og viðnámsþrótt í orkumálum. Hins vegar eru þessi markmið í uppnámi vegna skorts á iðnmenntuðu starfsfólki, einkum í rafiðnaði. Þetta kemur fram í samantekt Union of Skills þar sem dregið er fram að rafvirkjar séu meðal 42 starfsstétta sem skortur sé á víða í Evrópu. Þetta hafi neikvæð áhrif á getu Evrópu til að takast á við orkuskipti og styrkja efnahagslega seiglu. Þannig vanti sem dæmi yfir 96.000 rafiðnaðarmenn í Þýskalandi einu saman sem jafngildir rúmlega 20% skorti miðað við núverandi eftirspurn líkt og kemur fram í skýrslu EuropeOn sem Samtök rafverktaka, SART, eru aðilar að. EuropeOn sem talar fyrir hönd rafverktaka í Evrópu leggja áherslu á að brýnast sé að gera iðnnám og tæknimenntun meira aðlaðandi og aðgengilegra, bæði fyrir ungt fólk og þá sem vilja skipta um starfsvettvang. Ónógt vinnuafl tefur orkuskipti og uppbyggingu innviða Í skýrslunni kemur fram að á sama tíma og Evrópusambandið undirbýr nýja átakalínu undir heitinu rentrée, sem meðal annars felur í sér hertar aðgerðir í loftslagsmálum og nýja aðgerðaráætlun til eflingar á raforkukerfum, bendir iðnaðurinn á að skortur á hæfu starfsfólki geti sett markmiðin í uppnám. Í raun sé hætta á að góð fyrirheit um orkuskipti nái ekki fram að ganga einfaldlega vegna þess að of fáir séu til að setja upp og viðhalda nauðsynlegri tækni. Raunveruleikinn á Íslandi hefur aðra birtingarmynd en niðurstaðan er sú sama og í ríkjum Evrópusambandsins. Líkt og kemur fram í greiningu SI er iðnnám eftirsótt á Íslandi en árlega er hundruðum umsókna um iðnnám synjað þar sem starfsnámsskólarnir fá ekki þá fjárveitingu sem þeir þurfa til að geta tekið við nemendum sem sækjast eftir skólavist. Skortur á starfsfólki með rétta hæfni er viðvarandi vandamál og segjast 67% stjórnenda fyrirtækja í rafiðnaði að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækisins á síðustu árum. Efling iðnmenntunar á Íslandi lykilatriði Að mati Samtaka rafverktaka er sambærilegur skortur á iðnmenntuðu starfsfólki til staðar hér á landi, sérstaklega í greinum sem tengjast uppbyggingu orkukerfa, orkuskiptum og orkunýtingu. Ef Ísland ætlar að standa undir eigin markmiðum um sjálfbæra þróun og aukna orkunýtingu þarf að grípa til sambærilegra aðgerða og Evrópusambandið hyggst ráðast í. Efling iðnmenntunar, nánari tenging milli atvinnulífs og menntakerfis og stefnumótun byggð á raungögnum um færniþarfir framtíðarinnar eru lykilatriði. Samtök rafverktaka munu áfram vinna að því að efla þessi mál til að tryggja að íslenskur iðnaður búi yfir þeim mannauði sem nauðsynlegt er til að halda áfram á braut nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar. Aðgerðir verða að taka mið af raunverulegum aðstæðum á vinnumarkaði Í tengslum við starfsmenntastefnu Evrópusambandsins hafa EuropeOn og aðildarfélög þeirra einnig varað við því að sumar fyrirhugaðar aðgerðir ESB gætu haft ófyrirséðar afleiðingar ef ekki er tekið mið af eðli iðngreina. Sérstaklega er bent á að flæði vinnuafls á milli landa ætti ekki að vera forgangsmál í þessum geira. Rafverktakafyrirtæki eru að stórum hluta smá og meðalstór fyrirtæki sem starfa á innlendum mörkuðum og sinna verkefnum sem krefjast staðbundinnar sérfræðiþekkingar. Of mikil áhersla á flæði vinnuafls getur einfaldlega fært vandann á milli ríkja Evrópu og skapað ósjálfbæra samkeppni um hæft starfsfólk, svonefnt stríð um hæfni, án þess að leysa undirliggjandi kerfisvanda. Jafnframt er varað við að sjálfvirk viðurkenning starfsréttinda milli ríkja geti raskað hæfniviðmiðum og gæðum menntunar. Menntakerfi, gæðakröfur og aðstæður eru ólíkar milli landa og einhliða samræming gæti valdið auknum kostnaði, dregið úr gæðum og leitt til vantrausts á innlendum kerfum. SART styðja við evrópskar áherslur um uppbyggingu iðnnáms SART deila þessum áherslum EuropeOn og hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að auka framboð á menntuðum rafiðnaðarmönnum hér á landi, enda liggi þar lykillinn að áframhaldandi framþróun í orkunýtingu, sjálfbærum samgöngum og uppbyggingu innviða framtíðarinnar. SART taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni rafiðnaðarins og eiga aðild að EuropeOn, sem hefur nú birt ályktun með mikilvægum tillögum til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tengslum við næstu starfsmenntastefnu (VET – Vocational Education and Training): Að lyfta starfsnámi til jafns við bóknám með samræmdum upplýsingaherferðum innan aðildarríkja ESB og EFTA. Að efla iðnnám og símenntun með áherslu á græna og stafræna færni. Að endurnýja aðstöðu starfsmenntaskóla og tryggja hæft kennaralið. Að styrkja hæfniramma þjóða með þátttöku aðila vinnumarkaðar og forðast einsleitar lausnir. „Evrópa getur ekki verið án iðn- og tæknifólks, rafvirkjar gegna lykilhlutverki í bæði samkeppnishæfni og loftslagsaðgerðum,“ segir Julie Beaufils, framkvæmdastjóri EuropeOn. „Hvernig ætlum við að innleiða nýjustu tækni ef enginn er til að setja hana upp og veita ráðgjöf?“ bætir hún við og undirstrikar mikilvægi þessara starfa fyrir innviðauppbyggingu og viðnámsþrótt samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka sem eru aðildarsamtök Samtaka iðnaðarins.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun