Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2025 15:06 Kínverjar eru sagðir hafa skemt fiskiskip frá Filippseyjum með vatnsbyssum. AP/Strandgæsla Filippseyja Talsmenn strandgæslu Kína hefur sakað áhöfn skips frá Filippseyjum að sigla vísvitandi á skip strandgæslunnar við umdeilt rif í Suður-Kínahafi. Ráðamenn í Filippseyjum segja ásakanirnar rangar. Kínverskir sjóliðar hafi notað öflugar vatnsbyssur til að skemma filippseyskt skip og slasa áhafnarmeðlim þar um borð. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Stutt er síðan kínverskt herskip stórskemmdist við rifið en þá skullu tvö kínversk herskip saman af miklum krafti, þegar áhafnir þeirra voru að reyna að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott. Sjá einnig: Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Nú segja Kínverjar að á annan tug filippseyskra skipa hafi verið siglt í átt að rifinu í morgun, úr ýmsum áttum. Reynt hafi verið að reka þessi skip á brott með vatnsbyssum. AP fréttaveitan segir nokkra daga síðan ráðamenn í Kína lýstu því yfir að hlutar Scarboroguh-rifs hefðu verið gerðir að þjóðgarði. Því mótmæltu Filippseyingar harðlega. Strandgæsla Filippseyja segir áhafnir tveggja kínverskra strandgæsluskipa hafa beint kraftmiklum vatnsbyssum að filippseysku fiskiskipi í nærri því hálftíma. Það hafi valdið migklum skemmtum á skipinu. Þá segir strandgæslan að á meðan á þessu stóð hafi Kínverjar lýst yfir í talstöðvarkerfi að hefja ætti æfingar með raunverulegar sprengikúlur á svæðinu og þannig gert sjómennina frá Filippseyjum mjög hrædda um öryggis sitt. Suður-Kínahaf Kína Filippseyjar Tengdar fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. 13. ágúst 2025 20:49 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Stutt er síðan kínverskt herskip stórskemmdist við rifið en þá skullu tvö kínversk herskip saman af miklum krafti, þegar áhafnir þeirra voru að reyna að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott. Sjá einnig: Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Nú segja Kínverjar að á annan tug filippseyskra skipa hafi verið siglt í átt að rifinu í morgun, úr ýmsum áttum. Reynt hafi verið að reka þessi skip á brott með vatnsbyssum. AP fréttaveitan segir nokkra daga síðan ráðamenn í Kína lýstu því yfir að hlutar Scarboroguh-rifs hefðu verið gerðir að þjóðgarði. Því mótmæltu Filippseyingar harðlega. Strandgæsla Filippseyja segir áhafnir tveggja kínverskra strandgæsluskipa hafa beint kraftmiklum vatnsbyssum að filippseysku fiskiskipi í nærri því hálftíma. Það hafi valdið migklum skemmtum á skipinu. Þá segir strandgæslan að á meðan á þessu stóð hafi Kínverjar lýst yfir í talstöðvarkerfi að hefja ætti æfingar með raunverulegar sprengikúlur á svæðinu og þannig gert sjómennina frá Filippseyjum mjög hrædda um öryggis sitt.
Suður-Kínahaf Kína Filippseyjar Tengdar fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. 13. ágúst 2025 20:49 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22
Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. 13. ágúst 2025 20:49
Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32