Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. september 2025 18:22 Fangamyndir af Tyler Robinson sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum. Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Jeff Gray ríkissaksóknari í Utah greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði morðið á Kirk bandarískan harmleik. Dauðarefsing í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins Fyrsti liður ákærunnar er fyrir morð af ásettu ráði, fyrir að hafa viljandi banað Charlie Kirk. Liður tvö er fyrir að hafa hleypt af skotvopni með ólöglegum hætti. Saksóknari segir líklegt að pólitískar skoðanir Kirks hafi verið ástæða morðsins. Robinson er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð herbergisfélaga síns, með því að hafa beðið hann um að segja ekkert við lögregluna og eyða skilaboðum sem hann hafði sent sér. Einn ákæruliðurinn er fyrir að hafa framið gróft ofbeldisbrot í návist barna. Saksóknari sagði að í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins færi hann fram á dauðarefsingu yfir hinum ákærða, og reifaði svo í kjölfarið helstu atriði málsins. „Það var of mikil illska í honum“ „Það var of mikil illska í þessum gaur. Hann dreifir of miklu hatri,“ segir saksóknari að Robinson hafi sagt við foreldra sína eftir morðið. Robinson hafi svo rætt við fjölskylduvin, fyrrverandi lögreglustjóra á eftirlaunum, sem hafi sannfært Robinson um að gefa sig fram. Hann hafi játað morðið í sms-skilaboðum við trans-kærustu sína og herbergisfélaga, og einnig skilið eftir skilaboð undir lyklaborði í íbúð þeirra þar sem stóð, „Ég hef tækifæri til þess að taka út Charlie Kirk, og ég ætla að gera það.“ Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri síðustu ár Herbergisfélaginn segir að hann hafi rætt við Robinson eftir morðið sem hafði þá eftirfarandi að segja: „Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans [Kirk]. Sumt hatur er ekki hægt að semja við.“ Saksóknari segir að móðir Robinson hafi sagt að hann hefði orðið vinstri sinnaðri á undanförnum árum, og hefði fengið mikinn áhuga á málefnum samkynhneigðra og trans fólks. Móðir hans segir að hann hafi byrjað í sambandi með herbergisfélaga sínum, sem er trans kona. Fréttin hefur verið uppfærð Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Tengdar fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Jeff Gray ríkissaksóknari í Utah greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði morðið á Kirk bandarískan harmleik. Dauðarefsing í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins Fyrsti liður ákærunnar er fyrir morð af ásettu ráði, fyrir að hafa viljandi banað Charlie Kirk. Liður tvö er fyrir að hafa hleypt af skotvopni með ólöglegum hætti. Saksóknari segir líklegt að pólitískar skoðanir Kirks hafi verið ástæða morðsins. Robinson er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð herbergisfélaga síns, með því að hafa beðið hann um að segja ekkert við lögregluna og eyða skilaboðum sem hann hafði sent sér. Einn ákæruliðurinn er fyrir að hafa framið gróft ofbeldisbrot í návist barna. Saksóknari sagði að í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins færi hann fram á dauðarefsingu yfir hinum ákærða, og reifaði svo í kjölfarið helstu atriði málsins. „Það var of mikil illska í honum“ „Það var of mikil illska í þessum gaur. Hann dreifir of miklu hatri,“ segir saksóknari að Robinson hafi sagt við foreldra sína eftir morðið. Robinson hafi svo rætt við fjölskylduvin, fyrrverandi lögreglustjóra á eftirlaunum, sem hafi sannfært Robinson um að gefa sig fram. Hann hafi játað morðið í sms-skilaboðum við trans-kærustu sína og herbergisfélaga, og einnig skilið eftir skilaboð undir lyklaborði í íbúð þeirra þar sem stóð, „Ég hef tækifæri til þess að taka út Charlie Kirk, og ég ætla að gera það.“ Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri síðustu ár Herbergisfélaginn segir að hann hafi rætt við Robinson eftir morðið sem hafði þá eftirfarandi að segja: „Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans [Kirk]. Sumt hatur er ekki hægt að semja við.“ Saksóknari segir að móðir Robinson hafi sagt að hann hefði orðið vinstri sinnaðri á undanförnum árum, og hefði fengið mikinn áhuga á málefnum samkynhneigðra og trans fólks. Móðir hans segir að hann hafi byrjað í sambandi með herbergisfélaga sínum, sem er trans kona. Fréttin hefur verið uppfærð
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Tengdar fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48