Fótbolti

Skoraði nánast al­veg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kenan Yildiz kann að skora falleg mörk í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar, svo mikið er víst.
Kenan Yildiz kann að skora falleg mörk í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar, svo mikið er víst. sportinfoto/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images

Annað árið í röð skoraði Kenan Yildiz gullfallegt opnunarmark fyrir Juventus í Meistaradeildinni. Hann segir sína snuddu þó ekki eins góða og þá sem Alessandro Del Piero átti um árið.

Yildiz skoraði fyrsta mark Juventus í ótrúlegu 4-4 jafntefli gegn Borussia Dortmund. 

Hann er með baneitraðan hægri fót sem Dortmund fékk að finna fyrir í kvöld, alveg eins og PSV fékk að finna fyrir í fyrra.

Gegn Dortmund í kvöld sveif boltinn í fallegum snúningi og söng í hliðarnetinu en á síðasta ári gegn PSV small hann í stöngina og inn.

Mörkin eru lygilega lík, bæði skoruð í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar og má sjá í spilurunum hér fyrir neðan.

Markið gegn Dortmund í kvöld minnti líka á fyrsta mark Alessandro Del Piero gegn Dortmund í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar árið 1995.

„Ég held að hans sé aðeins betra en mitt…“ sagði Yildiz þó við Sky Sports eftir leik.

Dæmi hver fyrir sig en mark Del Piero má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×