Ávöxtun á íslenska markaðinum síðustu ár verið undir áhættulausum vöxtum

Ef litið er til gengisþróunar Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá árslokum 2019 þá hefur íslenski markaðurinn setið verulega eftir í samanburði við helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantshafsins og ávöxtunin jafnvel verið undir áhættulausum vöxtum á tímabilinu.
Tengdar fréttir

Miðað við arðsemi eru íslenskir bankar „á tilboði“ í samanburði við þá norrænu
Verðlagning á íslenskum bönkum, einkum Arion, er nokkuð lág ef litið er til arðsemi þeirra í samanburði við norræna banka og má segja að þeir séu á „tilboði í Kauphöllinni,“ samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Gangi boðaður samruni Arion og Kviku eftir gæti hann skilað sér í um sjö milljarða samlegð og þá um leið verulegri hækkun til viðbótar á verðmati Arion banka.

Kemur ekki á óvart að fjárfestar horfi til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu
Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan ekki verið „að gera neitt fyrir neinn“ og er meginþorri félaga á markaði núna að jafnaði undirverðlagt um meira en tuttugu prósent miðað við verðmatsgengi. Hlutabréfagreinandi segir að það eigi ekki að koma á óvart að fjárfestar hafi að undanförnu helst horft til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu og óróleika á markaði en þau hafa gefið hvað bestu ávöxtun síðustu tólf mánuði.

Íslenskir bankar setið eftir í ávöxtun miðað við þá norrænu
Það er ekkert launungarmál að hátt raunvaxtastig á Íslandi hefur gert íslenska hlutabréfamarkaðnum (og skuldabréfamarkaðnum) erfitt fyrir.

Mikill rekstrarbati Icelandair „ólíklegur“ miðað við núverandi sterkt gengi krónu
Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal.

Með fleiri gjaldeyrisstoðum gæti hátt raungengi verið „komið til að vera“
Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út
Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta.